Klókir kjúklingasalar auglýsa á besta stað í bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júní 2021 14:15 Vart er hægt að finna kjúklingaauglýsingunni betri stað en í Laugardalshöll þangað sem þúsundir manna leggja nú leið sína með reglubundnum hætti. Vísir/Vésteinn Auglýsing fyrir kjúklingastað er nú meðal þess sem birtist á stjórum skjá inni í stóra sal Laugardalshallar og tekur á móti höfuðborgarbúum sem hyggjast láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Framkvæmdastjóri hallarinnar segir kjúklingastaðinn hafa átt hugmyndina að birtingu auglýsingarinnar, sem vel hafi verið tekið í. Það vakti athygli blaðamanns, þegar hann lagði leið sína í höllina í dag til að fá seinni skammt af bóluefni Pfizer, að inni í stóra bólusetningarsalnum var auglýsing frá kjúklingastaðnum BK Kjúklingi uppi á skjánum. Þegar fyrri bólusetningin fór fram hafði nefnilega verið í gangi beint streymi Ríkisútvarpsins frá eldstöðvunum í Geldingadölum. Auglýsing kjúklingastaðarins var þó ekki það eina sem prýddi skjáinn, heldur einnig auglýsing frá góðgerðarsamtökunum Unicef, auk merkis sjálfrar Laugardalshallarinnar. Hér hlýtur að vera um að ræða nokkuð óvenjulega en jafnframt áhugaverða leið til að markaðssetja sig, þar sem fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Laugardalshöll til að fá bólusetningu, og margir tvisvar. Matsölustaðurinn sá tækifæri Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar, segir í samtali við Vísi að auglýsingin hafi birst fyrst í dag. BK Kjúklingur hafi átt frumkvæðið og haft samband við rekstraraðila hússins með það í huga að fá auglýsinguna birta. Hugmynd sem vel var tekið í, enda gott að hafa eitthvað á skjánum til þess að róa taugar þeirra allra sprautuhræddustu. „Það var þarna auglýsing frá Unicef. Svo kom einhver frá BK og sá þarna tækifæri og við sögðum, af hverju ekki bara að leyfa þeim að prófa? Ef við fáum einhver neikvæð viðbrögð við þessu, þá bara slökkvum við á þessu,“ segir Birgir. Skjárinn gnæfir yfir bólusettum skaranum í höllinni.Vísir/Vésteinn Hann segir ekki miklar tekjur af auglýsingasölunni og þær fari eingöngu upp í rekstur á skjánum, þar sem ýmiskonar sjónvarpsefni hefur verið sýnt meðan fólk flæðir inn og út úr salnum undir vel skipulagðri stjórn starfsmanna heilsugæslunnar. „Við erum bara að reyna að fá fólk til að hætta að hugsa um nálina sem er að nálgast sig,“ segir Birgir. Í tilfelli þess sem hér skrifar, og velti vöngum yfir auglýsingunni og tók vart eftir sprautunni, gekk það fullkomlega upp. Laugardalshöll sniðin að verkefninu Birgir segir samstarf Laugardalshallarinnar við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ganga óaðfinnanlega. „Við erum mjög ánægð hvað það gengur vel í bólusetningum. Við vitum að eftir helgi verða stærstu dagarnir sem hafa komið. Við erum bara tilbúin að taka á móti öllum þessum fjölda með heilsugæslunni.“ Hann segir húsnæði Laugardalshallar hafa hentað vel í fjöldabólusetningarnar sem þar hafa farið fram síðustu vikur og mánuði, enda viti fólk almennt hvar höllin er og nóg sé af bílastæðum í næsta nágrenni. Bólusetningar Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Sjá meira
Það vakti athygli blaðamanns, þegar hann lagði leið sína í höllina í dag til að fá seinni skammt af bóluefni Pfizer, að inni í stóra bólusetningarsalnum var auglýsing frá kjúklingastaðnum BK Kjúklingi uppi á skjánum. Þegar fyrri bólusetningin fór fram hafði nefnilega verið í gangi beint streymi Ríkisútvarpsins frá eldstöðvunum í Geldingadölum. Auglýsing kjúklingastaðarins var þó ekki það eina sem prýddi skjáinn, heldur einnig auglýsing frá góðgerðarsamtökunum Unicef, auk merkis sjálfrar Laugardalshallarinnar. Hér hlýtur að vera um að ræða nokkuð óvenjulega en jafnframt áhugaverða leið til að markaðssetja sig, þar sem fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Laugardalshöll til að fá bólusetningu, og margir tvisvar. Matsölustaðurinn sá tækifæri Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar, segir í samtali við Vísi að auglýsingin hafi birst fyrst í dag. BK Kjúklingur hafi átt frumkvæðið og haft samband við rekstraraðila hússins með það í huga að fá auglýsinguna birta. Hugmynd sem vel var tekið í, enda gott að hafa eitthvað á skjánum til þess að róa taugar þeirra allra sprautuhræddustu. „Það var þarna auglýsing frá Unicef. Svo kom einhver frá BK og sá þarna tækifæri og við sögðum, af hverju ekki bara að leyfa þeim að prófa? Ef við fáum einhver neikvæð viðbrögð við þessu, þá bara slökkvum við á þessu,“ segir Birgir. Skjárinn gnæfir yfir bólusettum skaranum í höllinni.Vísir/Vésteinn Hann segir ekki miklar tekjur af auglýsingasölunni og þær fari eingöngu upp í rekstur á skjánum, þar sem ýmiskonar sjónvarpsefni hefur verið sýnt meðan fólk flæðir inn og út úr salnum undir vel skipulagðri stjórn starfsmanna heilsugæslunnar. „Við erum bara að reyna að fá fólk til að hætta að hugsa um nálina sem er að nálgast sig,“ segir Birgir. Í tilfelli þess sem hér skrifar, og velti vöngum yfir auglýsingunni og tók vart eftir sprautunni, gekk það fullkomlega upp. Laugardalshöll sniðin að verkefninu Birgir segir samstarf Laugardalshallarinnar við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ganga óaðfinnanlega. „Við erum mjög ánægð hvað það gengur vel í bólusetningum. Við vitum að eftir helgi verða stærstu dagarnir sem hafa komið. Við erum bara tilbúin að taka á móti öllum þessum fjölda með heilsugæslunni.“ Hann segir húsnæði Laugardalshallar hafa hentað vel í fjöldabólusetningarnar sem þar hafa farið fram síðustu vikur og mánuði, enda viti fólk almennt hvar höllin er og nóg sé af bílastæðum í næsta nágrenni.
Bólusetningar Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Sjá meira