Samningslausir sjómenn og viljalausir útgerðarmenn Guðmundur Helgi Þórarinsson, Einar Hannes Harðarson og Bergur Þorkelsson skrifa 23. júní 2021 10:01 Sjómenn hafa nú verið án kjarasamnings í heila 18 mánuði. Þrátt fyrir marga fundi með viðsemjendum gengur hvorki né rekur við samningaborðið, enda virðist samningsvilji útgerðarmanna enginn. Aðalkrafa VM- félags vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur og Sjómannafélag Íslands er að sjómenn fái jafn mikið mótframlag í lífeyrissjóð og aðrir landsmenn, eða 11,5%. Í dag er þessi tala 8% og hafa útgerðarmenn engu svarað um þessa kröfu okkar nema að laun sjómanna þurfa að lækka á móti. Þannig segir útgerðin að ef hækka eigi mótframlag sjómanna í lífeyrissjóð í 11,5% þá þurfi sjómenn annað hvort að greiða 20% af auðlindagjöldum útgerðarmanna eða minnka sinn hlut af aflaverðmæti. Þeir sem þetta skrifa munu aldrei semja um lægri hlut af aflaverðmæti og hvað þá að gera kjarasamning þar sem sjómenn verða látnir greiða auðlindagjöld útgerðarmanna, sem þeir hafa nú þegar fengið góðan afslátt á frá stjórnvöldum. Það að útgerðarmenn komi með þessa kröfu að borðinu sýnir okkur hvað virðingarleysi útgerðarmanna er mikið í garð sjómanna. Sjómennskan er erfitt og hættulegt starf og starfsævi sjómanna er oft mun styttri en hjá fólki sem starfar í landi. Einmitt þess vegna eru lífeyrissréttindi sjómönnum lífsnauðsynleg. Útgerðarmönnum virðist hins vegar vera alveg sama um velferð sjómanna, á meðan hægt er að moka upp gróðanum þá skiptir ekkert annað máli. Við krefjumst þess einfaldlega að útgerðarmenn breyti hugsunarhætti sínum og komi að samningaborðinu með samningsvilja. Samningsvilja sem sýnir sjómönnum landsins að útgerðin ber virðingu fyrir þeim og samningsvilja sem tryggir sjómönnum landsins jöfn lífeyrisréttindi á við aðra hópa. Það kostar útgerðarfyrirtæki í landinu samkvæmt okkar útreikningum um 1,5 milljarða á ári að jafna lífeyrisréttindi sjómanna við aðra hópa. Sú tala bliknar í samanburði við þann ofsagróða sem mörg útgerðarfélög hafa notið allt frá hruni. Útgerðarmenn landsins þurfa að skilja það að ef þeim á að vera treyst fyrir sameiginlegri auðlind þjóðarinnar þá þurfa þau að nýta auðlindina í sátt og samlyndi við fólkið í landinu. Í dag geta þau ekki einu sinni nýtt auðlinda í sátt og samlyndi við sitt starfsfólk. Hagsmunagæsla útgerðarmanna og skortur á samningsvilja er kominn út fyrir öll mörk heilbrigðar skynsemi. Á meðan þessi stétt neitar að deila kjörum með öðrum verður ekki sátt, hvorki hjá sjómönnum né hjá fólkinu í landinu. Guðmundur Helgi Þórarinsson er formaður VM- félags vélstjóra og málmtæknimanna, Einar Hannes Harðarson er formaður SVG – Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur og Bergur Þorkelsson er formaður SÍ – Sjómannafélag Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Kjaramál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Sjómenn hafa nú verið án kjarasamnings í heila 18 mánuði. Þrátt fyrir marga fundi með viðsemjendum gengur hvorki né rekur við samningaborðið, enda virðist samningsvilji útgerðarmanna enginn. Aðalkrafa VM- félags vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur og Sjómannafélag Íslands er að sjómenn fái jafn mikið mótframlag í lífeyrissjóð og aðrir landsmenn, eða 11,5%. Í dag er þessi tala 8% og hafa útgerðarmenn engu svarað um þessa kröfu okkar nema að laun sjómanna þurfa að lækka á móti. Þannig segir útgerðin að ef hækka eigi mótframlag sjómanna í lífeyrissjóð í 11,5% þá þurfi sjómenn annað hvort að greiða 20% af auðlindagjöldum útgerðarmanna eða minnka sinn hlut af aflaverðmæti. Þeir sem þetta skrifa munu aldrei semja um lægri hlut af aflaverðmæti og hvað þá að gera kjarasamning þar sem sjómenn verða látnir greiða auðlindagjöld útgerðarmanna, sem þeir hafa nú þegar fengið góðan afslátt á frá stjórnvöldum. Það að útgerðarmenn komi með þessa kröfu að borðinu sýnir okkur hvað virðingarleysi útgerðarmanna er mikið í garð sjómanna. Sjómennskan er erfitt og hættulegt starf og starfsævi sjómanna er oft mun styttri en hjá fólki sem starfar í landi. Einmitt þess vegna eru lífeyrissréttindi sjómönnum lífsnauðsynleg. Útgerðarmönnum virðist hins vegar vera alveg sama um velferð sjómanna, á meðan hægt er að moka upp gróðanum þá skiptir ekkert annað máli. Við krefjumst þess einfaldlega að útgerðarmenn breyti hugsunarhætti sínum og komi að samningaborðinu með samningsvilja. Samningsvilja sem sýnir sjómönnum landsins að útgerðin ber virðingu fyrir þeim og samningsvilja sem tryggir sjómönnum landsins jöfn lífeyrisréttindi á við aðra hópa. Það kostar útgerðarfyrirtæki í landinu samkvæmt okkar útreikningum um 1,5 milljarða á ári að jafna lífeyrisréttindi sjómanna við aðra hópa. Sú tala bliknar í samanburði við þann ofsagróða sem mörg útgerðarfélög hafa notið allt frá hruni. Útgerðarmenn landsins þurfa að skilja það að ef þeim á að vera treyst fyrir sameiginlegri auðlind þjóðarinnar þá þurfa þau að nýta auðlindina í sátt og samlyndi við fólkið í landinu. Í dag geta þau ekki einu sinni nýtt auðlinda í sátt og samlyndi við sitt starfsfólk. Hagsmunagæsla útgerðarmanna og skortur á samningsvilja er kominn út fyrir öll mörk heilbrigðar skynsemi. Á meðan þessi stétt neitar að deila kjörum með öðrum verður ekki sátt, hvorki hjá sjómönnum né hjá fólkinu í landinu. Guðmundur Helgi Þórarinsson er formaður VM- félags vélstjóra og málmtæknimanna, Einar Hannes Harðarson er formaður SVG – Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur og Bergur Þorkelsson er formaður SÍ – Sjómannafélag Íslands.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun