Dóra Björt segir umdeilda fíkniefnaauglýsingu óboðlega Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2021 14:02 Dóra Björt, borgarfulltrúi Pírata sem eru í meirihlutasamstarfi í borginni, bætist nú í hóp þeirra sem á erfitt með að sætta sig við það að hafa verið fífluð til að vera með í auglýsingu Félags íslenskra fíkniefnalögreglumanna. vísir/vilhelm/getty Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata fordæmir auglýsingu sem Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna birtu í síðustu viku og telur afar vafaasamt að nafn Reykjavíkurborgar sé lagt við slíkan áróður. „Það vekur því athygli að á lista yfir aðila sem styðja við skilaboðin er að finna Reykjavíkurborg, Bílastæðasjóð og Hitt húsið. Ég vil lýsa því skýrt yfir að ég tek ekki undir slíkan hræðsluáróður. Reykjavíkurborg hefur skaðaminnkun sem hluta af sinni yfirlýstu stefnu. Þetta er að mínu mati gjörsamlega óboðlegt,“ segir Dóra Björt í harðorðum pistli sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Eins og Vísir hefur fjallað um er téð auglýsing afar umdeild og nú eru að koma fram ýmsir þeir sem keyptu styrktarlínu eða fyrirtækjamerki og segja að styrkur til þeirra hafi verið sóttur á fölskum forsendum. Dóra Björt segir skilaboð auglýsingarinnar ganga „gjörsamlega í berhögg við þá pólitík sem ég og við Píratar stöndum fyrir. Gegn hugmyndafræði skaðaminnkunar, fræðslu frekar en hræðslu, auk þess sem hægt er að lesa skilaboðin sem sett fram til höfuðs þingmálum sem minn flokkur hefur staðið fyrir eða tekið þátt í að ýmist leggja grunn að eða hreinlega útbúa eins og frumvörp um afglæpavæðingu og neyslurými sem og þingsályktun um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímaefnaneyslu.“ Dóra Björt hefur beðið um svör innan borgarkerfisins hvernig þetta gat gerst, að Reykjavíkurborg og batterí á vegum borgarinnar lentu inni á auglýsingunn. „Ég er mjög ósátt við það og mun beita mér fyrir því að svona geti ekki aftur gerst, hafi einhver á vegum borgarinnar komið að þessu máli. Ég vona að svo sé ekki, en eins og bent hefur verið á þá hafði Rauði krossinn sem dæmi ekki samþykkt að vera á þessum lista.“ Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Notuðu nafn Rauða krossins án samþykkis fyrir áróður gegn grasi Rauði krossinn á Íslandi segir að Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna hafi notað nafn samtakanna án samþykkis í auglýsingu sem félagið birti í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið „ótímabærum dauða“. 21. júní 2021 20:24 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
„Það vekur því athygli að á lista yfir aðila sem styðja við skilaboðin er að finna Reykjavíkurborg, Bílastæðasjóð og Hitt húsið. Ég vil lýsa því skýrt yfir að ég tek ekki undir slíkan hræðsluáróður. Reykjavíkurborg hefur skaðaminnkun sem hluta af sinni yfirlýstu stefnu. Þetta er að mínu mati gjörsamlega óboðlegt,“ segir Dóra Björt í harðorðum pistli sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Eins og Vísir hefur fjallað um er téð auglýsing afar umdeild og nú eru að koma fram ýmsir þeir sem keyptu styrktarlínu eða fyrirtækjamerki og segja að styrkur til þeirra hafi verið sóttur á fölskum forsendum. Dóra Björt segir skilaboð auglýsingarinnar ganga „gjörsamlega í berhögg við þá pólitík sem ég og við Píratar stöndum fyrir. Gegn hugmyndafræði skaðaminnkunar, fræðslu frekar en hræðslu, auk þess sem hægt er að lesa skilaboðin sem sett fram til höfuðs þingmálum sem minn flokkur hefur staðið fyrir eða tekið þátt í að ýmist leggja grunn að eða hreinlega útbúa eins og frumvörp um afglæpavæðingu og neyslurými sem og þingsályktun um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímaefnaneyslu.“ Dóra Björt hefur beðið um svör innan borgarkerfisins hvernig þetta gat gerst, að Reykjavíkurborg og batterí á vegum borgarinnar lentu inni á auglýsingunn. „Ég er mjög ósátt við það og mun beita mér fyrir því að svona geti ekki aftur gerst, hafi einhver á vegum borgarinnar komið að þessu máli. Ég vona að svo sé ekki, en eins og bent hefur verið á þá hafði Rauði krossinn sem dæmi ekki samþykkt að vera á þessum lista.“
Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Tengdar fréttir Notuðu nafn Rauða krossins án samþykkis fyrir áróður gegn grasi Rauði krossinn á Íslandi segir að Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna hafi notað nafn samtakanna án samþykkis í auglýsingu sem félagið birti í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið „ótímabærum dauða“. 21. júní 2021 20:24 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Notuðu nafn Rauða krossins án samþykkis fyrir áróður gegn grasi Rauði krossinn á Íslandi segir að Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna hafi notað nafn samtakanna án samþykkis í auglýsingu sem félagið birti í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið „ótímabærum dauða“. 21. júní 2021 20:24