Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júní 2021 13:10 Haukur ásamt Eddu Sif Pálsdóttur við útnefningu Íþróttamanns ársins í fyrra. Haukur Harðarson íþróttafréttamaður hjá Ríkisútvarpinu er horfinn af skjánum í bili að minnsta kosti. Haukur hefur tekið við starfi sem sérfræðingur í miðlun og þróun hjá Samkeppniseftirlitinu. DV greindi fyrst frá vistaskiptum Hauks en hann er kominn á starfsmannalista Samkeppniseftirlitsins. Starfið er nýtt hjá eftirlitinu og var auglýst í febrúar. Þar kom fram að leitað væri að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi sem yrði hluti af stoðteymi Samkeppniseftirlitsins. Umsækjendur áttu að hafa gott vald á íslensku, þekkingu og reynslu af kynningarmálum og þá væri reynsla af almannatengslum æskileg. Haukur hefur komið víða við á um áratug í starfi íþróttafréttamanns hjá Ríkisútvarpinu. Eftirminnilegt er faðmlag hans og Eiðs Smára Guðjohnsen þegar sá síðarnefndi felldi tár eftir að HM 2014 draumur Íslands var úti. Þá hefur Haukur fylgt landsliðum Íslands á stórmót, lýst stórleikjum á skjánum sem í útvarpi auk þess að vera umsjónarmaður Skólahreystis. Haukur segir í samtali við Vísi að eftir ellefu ár í íþróttafréttamennskunni hafi verði komin þörf til að skipta um starfsvettvang og prófa eitthvað nýtt. Hann lauk meistaraprófi í markaðsfræðum á dögunum, útskrifaðist um helgina, en hann er menntaður viðskiptafræðingur. „Ég hef samt enn óbilandi áhuga á íþróttum, þetta er stórkostlegt starf,“ segir Haukur. Vaktaálagið hafi þó haft sitt að segja hjá fjölskylduföður á Seltjarnarnesinu. Nýja vinnan verður á hefðbundnum dagvinnutíma. Síðasta verkefni Hauks hjá Ríkisútvarpinu var að lýsa landsleik Færeyja og Íslands sem lauk með 1-0 sigri Íslands. Hann hóf störf hjá Samkeppniseftirlitinu fyrir tveimur vikum og er spenntur. „Já, heldur betur. Þarna er frábært starfsfólk og ótrúlega gaman að vera byrjaður hér. Þetta er ótrúlega mikilvæg stofnun, margt að gerast í kraftmiklu og skemmtilegu umhverfi.“ Vistaskipti Fjölmiðlar Samkeppnismál Tengdar fréttir Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson og lögfræðingurinn Bryndís Ýrr Pálsdóttir hafa sett íbúð sína við Granaskjól í Vesturbær Reykjavíkur á sölu. 29. janúar 2019 10:30 Haukur Harðar lýsir úrslitaleiknum Haukur Harðarson og Bjarni Guðjónsson munu lýsa úrslitaleiknum á Heimsmeistaramótinu. Guðmundur Benediktsson og Einar Örn Jónsson lýsa undanúrslitaleikjunum. Ætlar að fá sér te á leikdag. 10. júlí 2018 06:00 Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
DV greindi fyrst frá vistaskiptum Hauks en hann er kominn á starfsmannalista Samkeppniseftirlitsins. Starfið er nýtt hjá eftirlitinu og var auglýst í febrúar. Þar kom fram að leitað væri að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi sem yrði hluti af stoðteymi Samkeppniseftirlitsins. Umsækjendur áttu að hafa gott vald á íslensku, þekkingu og reynslu af kynningarmálum og þá væri reynsla af almannatengslum æskileg. Haukur hefur komið víða við á um áratug í starfi íþróttafréttamanns hjá Ríkisútvarpinu. Eftirminnilegt er faðmlag hans og Eiðs Smára Guðjohnsen þegar sá síðarnefndi felldi tár eftir að HM 2014 draumur Íslands var úti. Þá hefur Haukur fylgt landsliðum Íslands á stórmót, lýst stórleikjum á skjánum sem í útvarpi auk þess að vera umsjónarmaður Skólahreystis. Haukur segir í samtali við Vísi að eftir ellefu ár í íþróttafréttamennskunni hafi verði komin þörf til að skipta um starfsvettvang og prófa eitthvað nýtt. Hann lauk meistaraprófi í markaðsfræðum á dögunum, útskrifaðist um helgina, en hann er menntaður viðskiptafræðingur. „Ég hef samt enn óbilandi áhuga á íþróttum, þetta er stórkostlegt starf,“ segir Haukur. Vaktaálagið hafi þó haft sitt að segja hjá fjölskylduföður á Seltjarnarnesinu. Nýja vinnan verður á hefðbundnum dagvinnutíma. Síðasta verkefni Hauks hjá Ríkisútvarpinu var að lýsa landsleik Færeyja og Íslands sem lauk með 1-0 sigri Íslands. Hann hóf störf hjá Samkeppniseftirlitinu fyrir tveimur vikum og er spenntur. „Já, heldur betur. Þarna er frábært starfsfólk og ótrúlega gaman að vera byrjaður hér. Þetta er ótrúlega mikilvæg stofnun, margt að gerast í kraftmiklu og skemmtilegu umhverfi.“
Vistaskipti Fjölmiðlar Samkeppnismál Tengdar fréttir Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson og lögfræðingurinn Bryndís Ýrr Pálsdóttir hafa sett íbúð sína við Granaskjól í Vesturbær Reykjavíkur á sölu. 29. janúar 2019 10:30 Haukur Harðar lýsir úrslitaleiknum Haukur Harðarson og Bjarni Guðjónsson munu lýsa úrslitaleiknum á Heimsmeistaramótinu. Guðmundur Benediktsson og Einar Örn Jónsson lýsa undanúrslitaleikjunum. Ætlar að fá sér te á leikdag. 10. júlí 2018 06:00 Mest lesið Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Haukur og Bryndís færa sig um set og selja fallega íbúð í Vesturbænum Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson og lögfræðingurinn Bryndís Ýrr Pálsdóttir hafa sett íbúð sína við Granaskjól í Vesturbær Reykjavíkur á sölu. 29. janúar 2019 10:30
Haukur Harðar lýsir úrslitaleiknum Haukur Harðarson og Bjarni Guðjónsson munu lýsa úrslitaleiknum á Heimsmeistaramótinu. Guðmundur Benediktsson og Einar Örn Jónsson lýsa undanúrslitaleikjunum. Ætlar að fá sér te á leikdag. 10. júlí 2018 06:00