Arna Ýr og kærastinn hennar Vignir Bollason eignuðust sitt annað barn í gær en Arna Ýr birti einstaklega fallegar myndir frá fæðingunni á Facebook síðu sinni.
Fæðingin var heimafæðing og kom sonurinn í heiminn í rósabaði í uppblásinni sundlaug heima í stofu.

Ég er bara endalaust stolt. Þetta er alveg einstakt og magnað. Maður finnur hvað maður er öflugur og óstöðvandi i svona aðstæðum.
Arna Ýr segir fæðinguna hafa gengið einstaklega vel en hún átti eldri dóttur sína í Björkinni. Sonurinn ákvað að deila afmælisdegi með stóru systur en hann hélt spennunni fram á síðustu mínútu og kom í heiminn eina mínútu í tólf þann 21. júní.
Ástrós Metta stóra systir fæddist 21. júní árið 2019 en hér fyrir neðan má nálgast viðtal við Örnu Ýr þar sem hún ræðir um fyrri meðgöngu og fæðingu í viðtalsliðnum Móðurmál.
Vísir óskar litlu fjölskyldunni innilega til hamingju.


