Týnda prinsessan í fríi á Spáni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2021 15:54 Hér má sjá þær Sioned Taylor og Latifu, að því er virðist á flugvelli á Spáni. Skjáskot Mynd sem birtist á Instagram virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai á flugvellinum í Madríd. Varla hefur sést eða heyrst til prinsessunnar í marga mánuði en nýlegar myndir af henni hafa vakið upp vonir um að hún sé heil á húfi. Miklar áhyggjur um líf og heilsu Latifu hafa verið uppi undanfarna mánuði, í raun allt frá því í febrúar þegar breska ríkisútvarpið sendi út myndefni sem Latifa tók upp, þar sem hún segir að sér sé haldið fanginni af öryggisvörðum á vegum föður síns og að hún hræðist um líf sitt. Myndefnið varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar kröfðust þess að fá haldbær sönnunargögn um það að prinsessan sé á lífi. Myndina birti Sioned Taylor, sem hefur verið vinkona Latifu um árabil, á Instagram-reikningi sínum. Þetta er þriðja myndin sem hún birtir frá því um miðjan maí sem talin er vera af prinsessunni. View this post on Instagram A post shared by Sioned (@shinnybryn) „Frábært frí í Evrópu með Latifu,“ skrifar Taylor í yfirskrift myndarinnar. „Við skemmtum okkur vel!“ Konurnar tvær bera báðar grímur fyrir vitum á myndinni og netverjar hafa komist að þeirri niðurstöðu að þær séu líklega staddar á Barajas flugvellinum í Madríd á Spáni. Latifa er ein 25 barna Mohammeds bin Rashid al Maktoum, sjeiks af Dubai. Hún gerði tilraun í febrúar 2018 til að flýja landið á báti en undan Indlandsströndum náðu öryggissveitir föður hennar bátnum í þyrlu og fluttu hana aftur til Dubai. Í myndbandi sem Latifa tók upp stuttu fyrir flóttann sagðist hún ekki hafa yfirgefið landið frá árinu 2000. Hún hafi ítrekað óskað eftir því að fá að ferðast, fara í skóla og gera eitthvað „venjulegt“ en henni hafi aldrei verið leyft það. Sameinuðu arabísku furstadæmin Spánn Tengdar fréttir Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23. maí 2021 08:19 Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5. mars 2021 15:15 Vilja sannanir fyrir því að týnda prinsessan sé á lífi Konungsfjölskyldan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt er að prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sé í góðu yfirlæti heima hjá sér. Breska ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í vikunni að faðir hennar héldi henni í gíslingu og að hún óttaðist um líf sitt. 19. febrúar 2021 21:26 Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt. 16. febrúar 2021 14:07 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Miklar áhyggjur um líf og heilsu Latifu hafa verið uppi undanfarna mánuði, í raun allt frá því í febrúar þegar breska ríkisútvarpið sendi út myndefni sem Latifa tók upp, þar sem hún segir að sér sé haldið fanginni af öryggisvörðum á vegum föður síns og að hún hræðist um líf sitt. Myndefnið varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar kröfðust þess að fá haldbær sönnunargögn um það að prinsessan sé á lífi. Myndina birti Sioned Taylor, sem hefur verið vinkona Latifu um árabil, á Instagram-reikningi sínum. Þetta er þriðja myndin sem hún birtir frá því um miðjan maí sem talin er vera af prinsessunni. View this post on Instagram A post shared by Sioned (@shinnybryn) „Frábært frí í Evrópu með Latifu,“ skrifar Taylor í yfirskrift myndarinnar. „Við skemmtum okkur vel!“ Konurnar tvær bera báðar grímur fyrir vitum á myndinni og netverjar hafa komist að þeirri niðurstöðu að þær séu líklega staddar á Barajas flugvellinum í Madríd á Spáni. Latifa er ein 25 barna Mohammeds bin Rashid al Maktoum, sjeiks af Dubai. Hún gerði tilraun í febrúar 2018 til að flýja landið á báti en undan Indlandsströndum náðu öryggissveitir föður hennar bátnum í þyrlu og fluttu hana aftur til Dubai. Í myndbandi sem Latifa tók upp stuttu fyrir flóttann sagðist hún ekki hafa yfirgefið landið frá árinu 2000. Hún hafi ítrekað óskað eftir því að fá að ferðast, fara í skóla og gera eitthvað „venjulegt“ en henni hafi aldrei verið leyft það.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Spánn Tengdar fréttir Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23. maí 2021 08:19 Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5. mars 2021 15:15 Vilja sannanir fyrir því að týnda prinsessan sé á lífi Konungsfjölskyldan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt er að prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sé í góðu yfirlæti heima hjá sér. Breska ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í vikunni að faðir hennar héldi henni í gíslingu og að hún óttaðist um líf sitt. 19. febrúar 2021 21:26 Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt. 16. febrúar 2021 14:07 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Myndir af týndu prinsessunni af Dubai taldar merki um lífsmark Mynd af þremur konum, sem birt var á tveimur Instagram-síðum í vikunni, hefur vakið mikla athygli en hún virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai. Það sem merkilegt er við myndina er að hvorki hefur heyrst né sést til Latifu í marga mánuði. 23. maí 2021 08:19
Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“. 5. mars 2021 15:15
Vilja sannanir fyrir því að týnda prinsessan sé á lífi Konungsfjölskyldan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt er að prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sé í góðu yfirlæti heima hjá sér. Breska ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í vikunni að faðir hennar héldi henni í gíslingu og að hún óttaðist um líf sitt. 19. febrúar 2021 21:26
Týnda prinsessan fékk ekki að fara út né opna glugga Prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, varaforseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sem reyndi að flýja landið árið 2018, hefur sent frá sér skilaboð þar sem hún segir föður sinn halda sér í gíslingu og hún óttist um líf sitt. 16. febrúar 2021 14:07