Ríkið sýknað af milljónakröfu Sigurðar G. í skattamáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júní 2021 14:27 Sigurður G. Guðjónsson hefur verið áberandi í fjölmiðla- og viðskiptalífinu undanfarna áratugi. Vísir/Friðrik Þór Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson beið lægri hlut í dómsmáli sem hann höfðaði á hendur íslenska ríkinu vegna úrskurðar ríkisskattstjóra frá 2018 vegna vangoldinna skatta. Sigurður krafðist rúmlega 25 milljóna króna auk dráttarvaxta en héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af kröfunni. Ferill Sigurðar er vægast sagt fjölbreyttur og er raunar rakinn í þaula á heimasíðu hans. Lögmaðurinn hefur meðal annars starfað sem forstjóri Norðurljósa, stjórnað kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og keypti DV á sínum tíma með fjármagni frá Björgólfi Thor Björgólfssyni fjárfesti. 35 millljónir sem mynduðu skuld Sigurður hefur einnig verið í forsvari fyrir Dýrfisk ehf. sem rekur fiskeldi í Dýrafirði og Tálknafirði. Það voru úttektir Sigurðar úr einkahlutafélaginu Sigurður G. Guðjónsson ehf., í kjölfar sölu félagsins á rúmlega 50 prósenta hlut í Dýrfisk á 260 milljónir króna, sem ríkisskattstjóri hafði til rannsóknar. Var það mat ríkisskattstjóra að Sigurður hefði alls tekið tæplega 43 milljónir króna út úr félaginu árið 2011 án þess að gera grein fyrir úttektunum á skattframtali. Það hefði hann átt að gera sem framkvæmdastjóri og starfsmaður félagsins. Um var að ræða eina milljón sem var greidd inn á VISa skuld Sigurðar, tvær milljónir sem fóru inn á bankareikning hans og ein milljón sem greidd var dóttur hans. Þá segir í dómnum að 35 milljónir króna hafi í bókum félagsins verið ranglega færðar sem framlag Sigurðar til félagsins. Þannig hafi myndast skuld við Sigurð. Og að lokum tæpar þrjár milljónir króna af söluverði Dýrfiskjar ehf sem hafi verið færðar á bankareikning stefnda. 25 prósenta álag Vegna þessa hækkaði stofn Sigurðar til tekjuskatts og útvars um 43 milljónir króna gjaldárið 2012 auk þess sem ríkisskattstjóri bætti 25 prósenta álagi, tæplega 11 milljónum króna, á vanframtalinn stofn. Sigurður G. taldi rannsókn skattayfirvalda ófullnægjandi. Hann hélt því fram að hann ætti peninga inni hjá félaginu, hann hefði persónulega stutt við félagið Dýrfisk og Sigurður hefði sjálfur greitt skuldir félagsins Sigurðar G. Guðjónssonar ehf við önnur félög. Skattrannsóknarstjóri féllst ekki á þessar skýringar við rannsókn sína. Þá taldi Sigurður að skattrannsóknarstjóri hefði átt að ræða við Björgvin Þorsteinsson hæstaréttarlögmann sem hefði getað staðfest að Sigurður hefði átt að fá 10,5 milljónir króna úr uppgjöri Dýrfisks ehf. Ríkisskattstjóri taldi ekki ráðið af gögnum málsins hvernig hlutur Björgvins í fyrrnefndu uppgjöri tengdist málinu. Þarf að greiða 800 þúsund í málskostnað Héraðsdómur féllst ekki á að rannsókn skattrannsóknarstjóra hefði verið ófullnægjandi eða að niðurstaða hennar hefði verið efnislega röng. Sigurður hefði í gegnum allt ferlið getað lagt fram gögn og komið á framfæri sjónarmiðum sínum. Skýrslutaka yfir Björgvini Þorsteinssyni hefði ekki breytt neinu. Þá taldi héraðsdómur Sigurð ekki hafa sýnt fram á að skýringar hans væru réttar miðað við fyrirliggjandi gögn. Þvert á móti styðji gögnin ekki málatilbúnað Sigurðar. Var íslenska ríkið því sýknað af öllum kröfum Sigurðar sem þarf að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Ferill Sigurðar er vægast sagt fjölbreyttur og er raunar rakinn í þaula á heimasíðu hans. Lögmaðurinn hefur meðal annars starfað sem forstjóri Norðurljósa, stjórnað kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og keypti DV á sínum tíma með fjármagni frá Björgólfi Thor Björgólfssyni fjárfesti. 35 millljónir sem mynduðu skuld Sigurður hefur einnig verið í forsvari fyrir Dýrfisk ehf. sem rekur fiskeldi í Dýrafirði og Tálknafirði. Það voru úttektir Sigurðar úr einkahlutafélaginu Sigurður G. Guðjónsson ehf., í kjölfar sölu félagsins á rúmlega 50 prósenta hlut í Dýrfisk á 260 milljónir króna, sem ríkisskattstjóri hafði til rannsóknar. Var það mat ríkisskattstjóra að Sigurður hefði alls tekið tæplega 43 milljónir króna út úr félaginu árið 2011 án þess að gera grein fyrir úttektunum á skattframtali. Það hefði hann átt að gera sem framkvæmdastjóri og starfsmaður félagsins. Um var að ræða eina milljón sem var greidd inn á VISa skuld Sigurðar, tvær milljónir sem fóru inn á bankareikning hans og ein milljón sem greidd var dóttur hans. Þá segir í dómnum að 35 milljónir króna hafi í bókum félagsins verið ranglega færðar sem framlag Sigurðar til félagsins. Þannig hafi myndast skuld við Sigurð. Og að lokum tæpar þrjár milljónir króna af söluverði Dýrfiskjar ehf sem hafi verið færðar á bankareikning stefnda. 25 prósenta álag Vegna þessa hækkaði stofn Sigurðar til tekjuskatts og útvars um 43 milljónir króna gjaldárið 2012 auk þess sem ríkisskattstjóri bætti 25 prósenta álagi, tæplega 11 milljónum króna, á vanframtalinn stofn. Sigurður G. taldi rannsókn skattayfirvalda ófullnægjandi. Hann hélt því fram að hann ætti peninga inni hjá félaginu, hann hefði persónulega stutt við félagið Dýrfisk og Sigurður hefði sjálfur greitt skuldir félagsins Sigurðar G. Guðjónssonar ehf við önnur félög. Skattrannsóknarstjóri féllst ekki á þessar skýringar við rannsókn sína. Þá taldi Sigurður að skattrannsóknarstjóri hefði átt að ræða við Björgvin Þorsteinsson hæstaréttarlögmann sem hefði getað staðfest að Sigurður hefði átt að fá 10,5 milljónir króna úr uppgjöri Dýrfisks ehf. Ríkisskattstjóri taldi ekki ráðið af gögnum málsins hvernig hlutur Björgvins í fyrrnefndu uppgjöri tengdist málinu. Þarf að greiða 800 þúsund í málskostnað Héraðsdómur féllst ekki á að rannsókn skattrannsóknarstjóra hefði verið ófullnægjandi eða að niðurstaða hennar hefði verið efnislega röng. Sigurður hefði í gegnum allt ferlið getað lagt fram gögn og komið á framfæri sjónarmiðum sínum. Skýrslutaka yfir Björgvini Þorsteinssyni hefði ekki breytt neinu. Þá taldi héraðsdómur Sigurð ekki hafa sýnt fram á að skýringar hans væru réttar miðað við fyrirliggjandi gögn. Þvert á móti styðji gögnin ekki málatilbúnað Sigurðar. Var íslenska ríkið því sýknað af öllum kröfum Sigurðar sem þarf að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira