Löfven til í að leiða ríkisstjórn áfram Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2021 10:11 Stefan Löfven er fyrsti forsætisráðherra Svíþjóðar sem vantrausti er lýst á. Vísir/EPA Stefan Löfven og Jafnaðarmannaflokkur hans eru tilbúnir til þess að halda áfram að axla ábyrgð á stjórn Svíþjóð eftir að þingið lýsti vantrausti á hendur honum í morgun. Hann hefur viku til að ákveða næstu skref. Meirihluti þingmanna á sænska þinginu greiddi atkvæði með því að lýsa vantrausti á Löfven og minnihlutastjórn hans í morgun. Hægriöfgaflokkurinn Svíþjóðardemókratar lögðu vantrauststillöguna fram eftir að Vinstri flokkurinn dró stuðning við ríkisstjórnina til baka. Löfven hefur nú viku til að ákveða hvort að hann segir af sér, reynir að mynda nýja ríkisstjórn eða boðar til aukakosninga í haust. Ekki hefur verið boðað til aukakosninga í Svíþjóð frá því á 6. áratug síðustu aldar. Á blaðamannafundi eftir að vantraustið var samþykkt sýndi Löfven ekki á spilin en virtist gefa til kynna að hann gæti freistað þess að klambra saman nýrri stjórn. „Ríkisstjórnin hefur viku til ákveða hvaða leið við viljum fara. Óháð því er ég og flokkur minn tilbúinn að axla ábyrgð á stjórn landsins,“ sagði Löfven. Nú taki við viðræður til þess að tryggja að ný ríkisstjórn verði mynduð sem fyrst. Löfven sagði að ef eitthvað yrði fast í hendi tæki það mögulega skemur en viku að koma í ljós. Fótunum var kippt undan stjórn Löfven þegar Vinstri flokkurinn, sem hefur tekið þátt í að verja minnihlutastjórnina falli, ákvað að draga stuðning sinn til baka í síðustu viku vegna deilna um hvort afnema ætti þak á húsaleigu í nýju húsnæði. Löfven harmaði í dag að Vinstri flokkurinn hefði hafnað tilraunum til þess að ná sátt í málinu. Lagði hann áherslu á að jafnaðarmenn aðhylltust ekki að leiguverð yrði gefið frjálst. Svíþjóð Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Meirihluti þingmanna á sænska þinginu greiddi atkvæði með því að lýsa vantrausti á Löfven og minnihlutastjórn hans í morgun. Hægriöfgaflokkurinn Svíþjóðardemókratar lögðu vantrauststillöguna fram eftir að Vinstri flokkurinn dró stuðning við ríkisstjórnina til baka. Löfven hefur nú viku til að ákveða hvort að hann segir af sér, reynir að mynda nýja ríkisstjórn eða boðar til aukakosninga í haust. Ekki hefur verið boðað til aukakosninga í Svíþjóð frá því á 6. áratug síðustu aldar. Á blaðamannafundi eftir að vantraustið var samþykkt sýndi Löfven ekki á spilin en virtist gefa til kynna að hann gæti freistað þess að klambra saman nýrri stjórn. „Ríkisstjórnin hefur viku til ákveða hvaða leið við viljum fara. Óháð því er ég og flokkur minn tilbúinn að axla ábyrgð á stjórn landsins,“ sagði Löfven. Nú taki við viðræður til þess að tryggja að ný ríkisstjórn verði mynduð sem fyrst. Löfven sagði að ef eitthvað yrði fast í hendi tæki það mögulega skemur en viku að koma í ljós. Fótunum var kippt undan stjórn Löfven þegar Vinstri flokkurinn, sem hefur tekið þátt í að verja minnihlutastjórnina falli, ákvað að draga stuðning sinn til baka í síðustu viku vegna deilna um hvort afnema ætti þak á húsaleigu í nýju húsnæði. Löfven harmaði í dag að Vinstri flokkurinn hefði hafnað tilraunum til þess að ná sátt í málinu. Lagði hann áherslu á að jafnaðarmenn aðhylltust ekki að leiguverð yrði gefið frjálst.
Svíþjóð Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira