Huga að því að refsa Rússum vegna Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2021 08:27 Biden og Pútín funduðu í Genf í síðustu viku. Þar varaði Biden við því að það hefði afleiðingar í för með sér ef eitthvað henti Alexei Navalní í fangelsinu í Rússlandi. Vísir/EPA Bandaríkjastjórn leggur nú drög að frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna taugaeiturstilræðisins gegn Alexei Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu. Þetta segir þjóðaröryggisráðgjafi Joes Biden Bandaríkjaforseta innan við viku eftir leiðtogafund Biden og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Stjórn Biden lagði viðskiptaþvinganir á Rússland vegna tilræðisins og fangelsunar Navalní í apríl. Þær aðgerðir beindust þó ekki sérstaklega að Pútín eða ólígörkunum sem styðja veldi hans, að sögn New York Times. Eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novitjok í Rússlandi í ágúst í fyrra. Að kröfu aðstandenda hans var hann fluttur í dái á sjúkrahús í Þýskalandi. Navalní komst af og ákvað að snúa aftur til heimalandsins í janúar. Þar var hann handtekinn við komuna, sakaður um að hafa rofið skilorð eldri dóms með því að gefa sig ekki reglulega fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái og jafnaði sig á eitruninni í Þýskalandi. Rússneskur dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að rjúfa skilorð í febrúar. Síðan þá hefur stjórn Pútín reynt að ganga á milli bols og höfuðs á samtökum Navalní. Þau voru lýst ólögleg öfgasamtök fyrr í þessum mánuði en það þýðir að bandamenn Navalní geta ekki boðið sig fram í þingkosningum í haust. Fjöldi þeirra hefur jafnframt verið handtekinn eða sætt húsleit undanfarna mánuði. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Biden, sagði í viðtali gær að unnið væri að enn frekari viðskiptaþvingunum vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Navalní. Hann gaf þó ekki upp innihald aðgerðanna eða hvenær þeim yrði komið á. Stjórnin vildi tryggja að aðgerðirnar beindust að réttu einstaklingunum. „Þegar við gerum það leggjum við að frekari þvinganir varðandi efnavopn,“ sagði Sullivan við CNN-sjónvarpsstöðina. Biden og Pútín funduðu í Sviss á miðvikudag og lýsti þeir honum báðir sem jákvæðum. Að fundi loknum sagði Biden blaðamönnum að hann hefði gert Pútín ljóst að hann mætti vænta afleiðinga ef Navalní létist í rússnesku fangelsi. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Biden ánægður með fundinn en hóflega bjartsýnn Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst ánægður með fund sinn við rússneska kollega sinn, Vladímír Pútín. Forsetarnir funduðu í Genf í Sviss í dag. 16. júní 2021 21:11 Samtök Navalnís lýst ólögleg öfgasamtök Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september. 9. júní 2021 21:46 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Stjórn Biden lagði viðskiptaþvinganir á Rússland vegna tilræðisins og fangelsunar Navalní í apríl. Þær aðgerðir beindust þó ekki sérstaklega að Pútín eða ólígörkunum sem styðja veldi hans, að sögn New York Times. Eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novitjok í Rússlandi í ágúst í fyrra. Að kröfu aðstandenda hans var hann fluttur í dái á sjúkrahús í Þýskalandi. Navalní komst af og ákvað að snúa aftur til heimalandsins í janúar. Þar var hann handtekinn við komuna, sakaður um að hafa rofið skilorð eldri dóms með því að gefa sig ekki reglulega fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái og jafnaði sig á eitruninni í Þýskalandi. Rússneskur dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að rjúfa skilorð í febrúar. Síðan þá hefur stjórn Pútín reynt að ganga á milli bols og höfuðs á samtökum Navalní. Þau voru lýst ólögleg öfgasamtök fyrr í þessum mánuði en það þýðir að bandamenn Navalní geta ekki boðið sig fram í þingkosningum í haust. Fjöldi þeirra hefur jafnframt verið handtekinn eða sætt húsleit undanfarna mánuði. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Biden, sagði í viðtali gær að unnið væri að enn frekari viðskiptaþvingunum vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Navalní. Hann gaf þó ekki upp innihald aðgerðanna eða hvenær þeim yrði komið á. Stjórnin vildi tryggja að aðgerðirnar beindust að réttu einstaklingunum. „Þegar við gerum það leggjum við að frekari þvinganir varðandi efnavopn,“ sagði Sullivan við CNN-sjónvarpsstöðina. Biden og Pútín funduðu í Sviss á miðvikudag og lýsti þeir honum báðir sem jákvæðum. Að fundi loknum sagði Biden blaðamönnum að hann hefði gert Pútín ljóst að hann mætti vænta afleiðinga ef Navalní létist í rússnesku fangelsi.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Biden ánægður með fundinn en hóflega bjartsýnn Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst ánægður með fund sinn við rússneska kollega sinn, Vladímír Pútín. Forsetarnir funduðu í Genf í Sviss í dag. 16. júní 2021 21:11 Samtök Navalnís lýst ólögleg öfgasamtök Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september. 9. júní 2021 21:46 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Biden ánægður með fundinn en hóflega bjartsýnn Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst ánægður með fund sinn við rússneska kollega sinn, Vladímír Pútín. Forsetarnir funduðu í Genf í Sviss í dag. 16. júní 2021 21:11
Samtök Navalnís lýst ólögleg öfgasamtök Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september. 9. júní 2021 21:46