Nei, það á ekki að niðurgreiða sálfræðiþjónustu Þórarinn Hjartarson skrifar 19. júní 2021 11:00 Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu myndi auka eftirspurn án aukningar á framboðshliðinni. Fólk sem þarf ekki á sálfræðiþjónustunni að halda myndi sækja slíka tíma og biðlistar sem nú þegar eru til staðar margfaldast. Stjórnmálamenn eru að nýta sér vanlíðan ungs fólks í aðdraganda kosninga. Þeir fleygja fram ævintýralega fjarstæðukenndum hugmyndum um aðgengi að sálfræðiþjónustu án þess að svara því hvernig á standa við loforðin. Pólitískum andstæðingum hugnast ekki að setja sig upp gegn þessu því enginn vill vera sá stjórnmálamaður sem vildi ekki aðstoða fólk í neyð. Sálfræðingar og fólk í vanda eru pólitískt barefli. Víða má heyra slagorð á borð við „niðurgreiðum sálfræðiþjónustu strax“ og „útrýmum biðlistum“. En hvað þýða þessi orð? Í færslu frá því árinu 2017 á vef ADHD-samtakanna segir: „Sálfræðiþjónusta er líka heilbrigðisþjónusta að mati nær allra landsmanna. Yfir 90% svarenda í nýrri könnun Gallup, sem gerð var fyrir Öryrkjabandalag Íslands, telja að sálfræðiþjónusta og tannlækningar eigi að vera niðurgreidd fyrir alla Íslendinga með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta eins og þjónusta heilsugæslu, sjúkrahúsa og sérfræðilækna.“ Íslendingar vilja koma samlöndum sínum til aðstoðar. Þó svo að viljinn sé fyrir hendi skortir yfirsýn. Það er vissulega vandamál að þeir sem þurfa helst á niðurgreiðslu að halda séu tekjulágir hópar og öryrkjar, sem eiga síður efni á þjónustunni. En slagorðið „tekjutengd niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu fyrir tekjulágahópa strax í dag“ hljómar ekki jafn vel og „niðurgreiðum sálfræðiþjónustu“. Í viðtali sem ég tók nýverið við formann Sálfræðingafélags Íslands kom fram að það virðist skorta samtal milli Sjúkratrygginga Íslands (sem að öllum líkindum myndu koma til með að sjá um niðurgreiðsluferlið) og stétt sálfræðinga. Enginn virðist hafa hugmynd um hvernig nákvæmlega skuli staðið að þessu. Að auka fjármagn til að takast á við þennan vanda gæti verið skynsamleg leið. Hægt væri að auka framlög til menntastofnanna til þess að útskrifa fleiri sálfræðinga. Ef útrýma á biðlistum þarf að auka sálfræðitíma sem fólki stendur til boða. Ef sálfræðiþjónusta verður niðurgreidd að fullu til allra þeirra sem sækjast eftir henni mun það leggja kerfið á hliðina. Þeir sem þurfa nauðsynlega á þjónustunni að halda myndu ekki komast að og sálræn líðan landsmanna kæmi til með að líða fyrir það. Ágæti stefnu og hugsjóna stjórnmálamanna ætti ekki meta út frá fyrirhuguðum markmiðum heldur út frá því hvaða áhrif þær hafa í raun og veru. Það er lýðskrum að segjast ætla að leysa vanda án þess að útskýra hvernig takast skuli gert. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Þórarinn Hjartarson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu myndi auka eftirspurn án aukningar á framboðshliðinni. Fólk sem þarf ekki á sálfræðiþjónustunni að halda myndi sækja slíka tíma og biðlistar sem nú þegar eru til staðar margfaldast. Stjórnmálamenn eru að nýta sér vanlíðan ungs fólks í aðdraganda kosninga. Þeir fleygja fram ævintýralega fjarstæðukenndum hugmyndum um aðgengi að sálfræðiþjónustu án þess að svara því hvernig á standa við loforðin. Pólitískum andstæðingum hugnast ekki að setja sig upp gegn þessu því enginn vill vera sá stjórnmálamaður sem vildi ekki aðstoða fólk í neyð. Sálfræðingar og fólk í vanda eru pólitískt barefli. Víða má heyra slagorð á borð við „niðurgreiðum sálfræðiþjónustu strax“ og „útrýmum biðlistum“. En hvað þýða þessi orð? Í færslu frá því árinu 2017 á vef ADHD-samtakanna segir: „Sálfræðiþjónusta er líka heilbrigðisþjónusta að mati nær allra landsmanna. Yfir 90% svarenda í nýrri könnun Gallup, sem gerð var fyrir Öryrkjabandalag Íslands, telja að sálfræðiþjónusta og tannlækningar eigi að vera niðurgreidd fyrir alla Íslendinga með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta eins og þjónusta heilsugæslu, sjúkrahúsa og sérfræðilækna.“ Íslendingar vilja koma samlöndum sínum til aðstoðar. Þó svo að viljinn sé fyrir hendi skortir yfirsýn. Það er vissulega vandamál að þeir sem þurfa helst á niðurgreiðslu að halda séu tekjulágir hópar og öryrkjar, sem eiga síður efni á þjónustunni. En slagorðið „tekjutengd niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu fyrir tekjulágahópa strax í dag“ hljómar ekki jafn vel og „niðurgreiðum sálfræðiþjónustu“. Í viðtali sem ég tók nýverið við formann Sálfræðingafélags Íslands kom fram að það virðist skorta samtal milli Sjúkratrygginga Íslands (sem að öllum líkindum myndu koma til með að sjá um niðurgreiðsluferlið) og stétt sálfræðinga. Enginn virðist hafa hugmynd um hvernig nákvæmlega skuli staðið að þessu. Að auka fjármagn til að takast á við þennan vanda gæti verið skynsamleg leið. Hægt væri að auka framlög til menntastofnanna til þess að útskrifa fleiri sálfræðinga. Ef útrýma á biðlistum þarf að auka sálfræðitíma sem fólki stendur til boða. Ef sálfræðiþjónusta verður niðurgreidd að fullu til allra þeirra sem sækjast eftir henni mun það leggja kerfið á hliðina. Þeir sem þurfa nauðsynlega á þjónustunni að halda myndu ekki komast að og sálræn líðan landsmanna kæmi til með að líða fyrir það. Ágæti stefnu og hugsjóna stjórnmálamanna ætti ekki meta út frá fyrirhuguðum markmiðum heldur út frá því hvaða áhrif þær hafa í raun og veru. Það er lýðskrum að segjast ætla að leysa vanda án þess að útskýra hvernig takast skuli gert. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun