Nauðsynlegt að fá fleiri konur í leghálsskimanir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. júní 2021 19:00 Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum og Andrea Eyland þáttastjórnandi og höfundur Kviknar. Þær gerðu saman átta hlaðvarpsþætti um kvenheilsu sem birtast hér á Vísi undir hlaðvarpinu Kviknar. Vísir/Vilhelm „Skimunin hófst 1964 þannig að þetta er orðið ótrúlega langur tími,“ segir Sigrún Arnardóttur kvensjúkdóma- og fæðingalæknir. Mikið hefur verið rætt um leghálsskimanir eftir að fyrirkomulagið breyttist hér á landi. Þó að ýmislegt hafi breyst hvað varðar skimanir er jafn mikilvægt og áður að fá góða mætingu í þessar skimanir. Andrea Eyland og Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ræddu um kvenheilsu í hlaðvarpinu Kviknar. Það er einstaklega viðeigandi að þátturinn fari í loftið núna, því það er alþjóðleg leghálsskimanavika. Of lágt til að ná árangri Auðvitað eins og allt annað breytist þetta og þróast, en leghálskrabbameinsskimanin byggir á því að greina forstig á krabbameini. Það eru ekki mörg krabbamein sem að hafa forstig. „Með því að greina þetta forstig er mögulega hægt að koma í veg fyrir alvarlegan sjúkdóm eins og leghálskrabbamein. Eftir að skimun hófst þá lækkaði dánartíðni leghálskrabbameins og hefur haldist lág. Út á það gengur skimunin, að konur mæti í skimun.“ Sigrún segir að það sé stefnt að því að það mæti lágmark 75 prósent kvenna í þessar skimanir til að halda dánartíðninni niðri. „Skimun er samt aldrei hundrað prósent. Ef að skimun er 90 prósent næm þá þykir það mjög góð skimun, af því skimun byggir á því að skima heilbrigt fólk. Við erum ekki með konur með einkenni því það er allt annar hópur.“ Því miður mæti þó ekki allar konur í reglulegar skimanir. „Mætingin hefur verið lækkandi á síðustu tíu árum og var komið undir 70 prósent, var um 65 til 68 prósent síðustu árin, sem er of lágt til að við sem samfélag náum árangri og lækka þessa dánartíðni.“ Sigrún Arnardóttir ræddi um kvenheilsu.Aðsent Ákveðinn hópur sinnir ekki forvörnum Eftir að leghálsskimanir voru færðar frá Krabbameinsfélaginu yfir á heilsugæslurnar, lækkaði gjaldið fyrir sýnatökuna. Það var áður um 4.500 en Sigrún segir að nú greiði konur aðeins komugjaldið á sína heilsugæslustöð. Sigrún segir að það sé samt ekki kostnaðurinn sem hafi valdið þessum lágu mætingartölum. „Það er bara ákveðinn hópur sem sinnir ekki lýðheilsu og forvörnum. Þó svo að fólk fái áminningarbréf, endurtekin áminningarbréf, þá er bara ákveðinn hluti af fólki sem að þiggur það ekki. Þetta er boð en ekki skipun, þetta er val.“ Hanna Lilja bendir á að það geti legið ýmsar ástæður að baki. „Þú þarft að panta tíma og mæta. Sumum vex bara í augum að fara í svona kvenskoðun. Finnst það bara hræðileg tilhugsun. Svo eru sumir sem tala um að þetta sé vont, þetta strok.“ Því séu sumir sem ráða bara ekki við þetta eða vilja ekki gera þetta. Hugsanlega munu sjálftökuprófin hjálpa þessum hópi. Þau eru komin á markað erlendis og Sigrún telur að þau verði komin í notkun hér á landi í lok árs. „Á þennan hátt gætum við náð til þeirra kvenna,“ segir Hanna Lilja. Smokkurinn ekki nóg Í þættinum ræða þær einnig um HPV veiruna, kynsjúkdóma og bólusetningar. Þar kemur meðal annars fram að flest allir smitist af veirunni á einhverjum tímapunkti eftir að þeir byrja að stunda kynlíf en flestir lækna sig sjálfir. HPV er kynsjúkdómur og er mikilvægt að vita að smokkurinn einn og sér dugir ekki sem vörn. „HPV getur valdið krabbameini á fleiri stöðum en í leghálsi,“ ítrekar Hanna Lilja. „Meðal annars í ytri kynfærum kvenna, munni og hálsi, getnaðarlim og endaþarmi. HPV smitast auðveldlega á milli bólfélaga með snertingu, húð í húð eða slímhúð í slímhúð. Karlmenn fá þennan vírus alveg jafn oft og konur og mynda einnig mótefni gegn þeim í langflestum tilfellum. Það er þó ekki komin nein aðferð til að skima fyrir HPV tengdu krabbameini hjá karlmönnum en mikilvægt að leita læknis ef einkenni eins og kláði, blæðing, verkir eða eitla stækkanir gera vart við sig. Frá 2011 hefur öllum stúlkum í 7.bekk hér á landi verið boðin HPV bólusetning. Í sumum löndum er líka verið að bólusetja drengi en það er ekki í kerfinu hér á landi. Það er möguleiki að óska eftir bólusetningu fyrir stráka og borga þá fyrir það sjálfur. “ Þáttinn má heyra á Spotify og í spilaranum hér ofar í fréttinni. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kvenheilsa Kviknar Frjósemi Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Veikindarétt barna þurfi að lögfesta Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir og Alþingismaður segir að börn þurfi líka að hafa veikindarétt til þess að hægt sé að draga úr mismunun á umönnunartíma þeirra í veikindum og eftir slys. 1. júní 2021 07:01 „Notaðu þennan tíma til að tengjast barninu“ Björn Grétar Baldursson trúði því að hann gæti ekki gert mikið gagn fyrstu mánuðina í föðurhlutverkinu. Í dag segist hann vita að það sé kjaftæði og hvetur foreldra í þeirri stöðu til að nýta öll tækifæri til tengslamyndunar. 28. maí 2021 08:30 Tíðahringurinn getur haft áhrif á frammistöðu á æfingum „Ekki nóg með að við séum að ganga í gegnum þessar hormónasveiflur í hverjum mánuði, þá er bara allt lífsskeið okkar, alveg frá því við erum á fósturskeiði og þangað til að við verðum gamlar konur, erum við svo ótrúlega háð þessum breytingum í hormónum í líkamanum okkar,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 23. maí 2021 09:31 „Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um leghálsskimanir eftir að fyrirkomulagið breyttist hér á landi. Þó að ýmislegt hafi breyst hvað varðar skimanir er jafn mikilvægt og áður að fá góða mætingu í þessar skimanir. Andrea Eyland og Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ræddu um kvenheilsu í hlaðvarpinu Kviknar. Það er einstaklega viðeigandi að þátturinn fari í loftið núna, því það er alþjóðleg leghálsskimanavika. Of lágt til að ná árangri Auðvitað eins og allt annað breytist þetta og þróast, en leghálskrabbameinsskimanin byggir á því að greina forstig á krabbameini. Það eru ekki mörg krabbamein sem að hafa forstig. „Með því að greina þetta forstig er mögulega hægt að koma í veg fyrir alvarlegan sjúkdóm eins og leghálskrabbamein. Eftir að skimun hófst þá lækkaði dánartíðni leghálskrabbameins og hefur haldist lág. Út á það gengur skimunin, að konur mæti í skimun.“ Sigrún segir að það sé stefnt að því að það mæti lágmark 75 prósent kvenna í þessar skimanir til að halda dánartíðninni niðri. „Skimun er samt aldrei hundrað prósent. Ef að skimun er 90 prósent næm þá þykir það mjög góð skimun, af því skimun byggir á því að skima heilbrigt fólk. Við erum ekki með konur með einkenni því það er allt annar hópur.“ Því miður mæti þó ekki allar konur í reglulegar skimanir. „Mætingin hefur verið lækkandi á síðustu tíu árum og var komið undir 70 prósent, var um 65 til 68 prósent síðustu árin, sem er of lágt til að við sem samfélag náum árangri og lækka þessa dánartíðni.“ Sigrún Arnardóttir ræddi um kvenheilsu.Aðsent Ákveðinn hópur sinnir ekki forvörnum Eftir að leghálsskimanir voru færðar frá Krabbameinsfélaginu yfir á heilsugæslurnar, lækkaði gjaldið fyrir sýnatökuna. Það var áður um 4.500 en Sigrún segir að nú greiði konur aðeins komugjaldið á sína heilsugæslustöð. Sigrún segir að það sé samt ekki kostnaðurinn sem hafi valdið þessum lágu mætingartölum. „Það er bara ákveðinn hópur sem sinnir ekki lýðheilsu og forvörnum. Þó svo að fólk fái áminningarbréf, endurtekin áminningarbréf, þá er bara ákveðinn hluti af fólki sem að þiggur það ekki. Þetta er boð en ekki skipun, þetta er val.“ Hanna Lilja bendir á að það geti legið ýmsar ástæður að baki. „Þú þarft að panta tíma og mæta. Sumum vex bara í augum að fara í svona kvenskoðun. Finnst það bara hræðileg tilhugsun. Svo eru sumir sem tala um að þetta sé vont, þetta strok.“ Því séu sumir sem ráða bara ekki við þetta eða vilja ekki gera þetta. Hugsanlega munu sjálftökuprófin hjálpa þessum hópi. Þau eru komin á markað erlendis og Sigrún telur að þau verði komin í notkun hér á landi í lok árs. „Á þennan hátt gætum við náð til þeirra kvenna,“ segir Hanna Lilja. Smokkurinn ekki nóg Í þættinum ræða þær einnig um HPV veiruna, kynsjúkdóma og bólusetningar. Þar kemur meðal annars fram að flest allir smitist af veirunni á einhverjum tímapunkti eftir að þeir byrja að stunda kynlíf en flestir lækna sig sjálfir. HPV er kynsjúkdómur og er mikilvægt að vita að smokkurinn einn og sér dugir ekki sem vörn. „HPV getur valdið krabbameini á fleiri stöðum en í leghálsi,“ ítrekar Hanna Lilja. „Meðal annars í ytri kynfærum kvenna, munni og hálsi, getnaðarlim og endaþarmi. HPV smitast auðveldlega á milli bólfélaga með snertingu, húð í húð eða slímhúð í slímhúð. Karlmenn fá þennan vírus alveg jafn oft og konur og mynda einnig mótefni gegn þeim í langflestum tilfellum. Það er þó ekki komin nein aðferð til að skima fyrir HPV tengdu krabbameini hjá karlmönnum en mikilvægt að leita læknis ef einkenni eins og kláði, blæðing, verkir eða eitla stækkanir gera vart við sig. Frá 2011 hefur öllum stúlkum í 7.bekk hér á landi verið boðin HPV bólusetning. Í sumum löndum er líka verið að bólusetja drengi en það er ekki í kerfinu hér á landi. Það er möguleiki að óska eftir bólusetningu fyrir stráka og borga þá fyrir það sjálfur. “ Þáttinn má heyra á Spotify og í spilaranum hér ofar í fréttinni. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kvenheilsa Kviknar Frjósemi Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Veikindarétt barna þurfi að lögfesta Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir og Alþingismaður segir að börn þurfi líka að hafa veikindarétt til þess að hægt sé að draga úr mismunun á umönnunartíma þeirra í veikindum og eftir slys. 1. júní 2021 07:01 „Notaðu þennan tíma til að tengjast barninu“ Björn Grétar Baldursson trúði því að hann gæti ekki gert mikið gagn fyrstu mánuðina í föðurhlutverkinu. Í dag segist hann vita að það sé kjaftæði og hvetur foreldra í þeirri stöðu til að nýta öll tækifæri til tengslamyndunar. 28. maí 2021 08:30 Tíðahringurinn getur haft áhrif á frammistöðu á æfingum „Ekki nóg með að við séum að ganga í gegnum þessar hormónasveiflur í hverjum mánuði, þá er bara allt lífsskeið okkar, alveg frá því við erum á fósturskeiði og þangað til að við verðum gamlar konur, erum við svo ótrúlega háð þessum breytingum í hormónum í líkamanum okkar,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 23. maí 2021 09:31 „Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Veikindarétt barna þurfi að lögfesta Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir og Alþingismaður segir að börn þurfi líka að hafa veikindarétt til þess að hægt sé að draga úr mismunun á umönnunartíma þeirra í veikindum og eftir slys. 1. júní 2021 07:01
„Notaðu þennan tíma til að tengjast barninu“ Björn Grétar Baldursson trúði því að hann gæti ekki gert mikið gagn fyrstu mánuðina í föðurhlutverkinu. Í dag segist hann vita að það sé kjaftæði og hvetur foreldra í þeirri stöðu til að nýta öll tækifæri til tengslamyndunar. 28. maí 2021 08:30
Tíðahringurinn getur haft áhrif á frammistöðu á æfingum „Ekki nóg með að við séum að ganga í gegnum þessar hormónasveiflur í hverjum mánuði, þá er bara allt lífsskeið okkar, alveg frá því við erum á fósturskeiði og þangað til að við verðum gamlar konur, erum við svo ótrúlega háð þessum breytingum í hormónum í líkamanum okkar,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 23. maí 2021 09:31
„Forvörn í því að hlúa vel að konum og heilsu kvenna“ Hanna Lilja Oddgeirsdóttir ákvað frekar snemma að hún vildi verða kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir. Hún hefur einstaklega mikinn áhuga á kvenheilsu og fræðir nú stúlkur og konur um allt sem tengist því efni, meðal annars með hlaðvarpsþáttum ásamt Andreu Eyland þáttastjórnanda Kviknar hlaðvarpsins hér á Vísi. 16. maí 2021 09:00