Verkferlar endurskoðaðir og eftirlit hert í Barnalandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2021 10:20 Barnalandi í Smáralind verður lokað þar til verkferlar í kring um innritun barna hafa verið endurskoðaðir og ráðist hefur verið í frekari úrbætur. Vísir/Vilhelm Verkferlar í kring um innritun barna í Barnaland í Smáralind verða endurskoðaðir, eftirlit hert og starfsþjálfun tekin til endurskoðunar eftir að fjögurra ára gömul stúlka hvarf úr Barnalandi á sunnudag án þess að starfsmenn tækju eftir því. Þetta segir í tilkynningu á vef Smárabíós, sem rekur Barnaland í Smáralind. Barnalandi var lokað í kjölfar atviksins og verður áfram lokað þar til gengið hefur verið frá þessum breytingum. Þá segir að ástæða þess að stúlkunni tókst að komast úr gæslunni óséð hafi verið sú að læsing við hliðið að barnagæslunni virkaði ekki sem skyldi. „Svo óheppilega vildi til að við innritun á öðrum börnum í Barnalandi á sama tíma urðu jafnframt þau mannlegu mistök að einu barni tókst að komast óséð í burtu fram hjá starfsmanni við innritunina og í framhaldi út fyrir gæslusvæðið,“ segir í tilkynningunni. Lásnum á hliðinu verður jafnframt skipt út og verða þá verða merkingar í gæslunni yfirfærðar og betrumbættar og ferli við inn- og útritun breytt til að hindra að atvik á borð við þetta geti endurtekið sig. Fara með málið til lögreglu Hin fjögurra ára gamla Aníta hvarf eins og áður segir úr Barnalandi á sunnudag en foreldrar hennar voru að versla í Smáralind á meðan. Brynjar Þór Sigurðsson, faðir Anítu, greindi frá því í Facebook-færslu á mánudag að þau hjónin hafi greitt fyrir klukkustundarlanga pössun, farið að versla og snúið aftur klukkustund síðar til þess að leyfa dóttur sinni að verja hálftíma til viðbótar í barnagæslunni. Þá hafi þau hjónin, Brynjar og Brynja H. Pétursdóttir, séð að skór dóttur þeirra voru ekki þar sem þeir áttu að vera og töldu fyrst að þeim hefði verið stolið. Svo reyndist ekki enda fannst stúlkan hvergi og starfsmenn vissu lítið um málið. Aníta fannst að lokum við þjónustuborðið í Hagkaupum en til þess að komast þangað hafði hún þurft að fara með rúllustiga á milli hæða. Brynjar var afar ósáttur með viðbrögð starfsmanna Barnalands og kveður þá ekki hafa brugðist við hvarfi Anítu. Þá kallaði hann eftir því að barnagæslunni yrði lokað eða hún tekin í gegn. Brynjar sagði í samtali við fréttastofu á mánudag að þau hjónin ætli að kæra atvikið til lögreglu og á hann tíma í skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna málsins. Smáralind Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Ætla að kæra Barnaland til lögreglu Faðir stúlku sem týndist þegar hún var í pössun í Barnalandi í Smáralind í gær gerir ráð fyrir að kæra atvikið til lögreglu. Hann segir ekki liggja fyrir hversu langur tími leið frá því dóttir hans yfirgaf barnagæsluna og þar til hún fannst allt annars staðar í verslunarmiðstöðinni. 14. júní 2021 11:47 Barnalandi í Smáralind lokað eftir að barn týndist Barnalandi, barnagæslu sem Smárabíó rekur í Smáralind, verður tímabundið lokað eftir að barn sem var þar týndist nú um helgina. 14. júní 2021 09:39 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Smárabíós, sem rekur Barnaland í Smáralind. Barnalandi var lokað í kjölfar atviksins og verður áfram lokað þar til gengið hefur verið frá þessum breytingum. Þá segir að ástæða þess að stúlkunni tókst að komast úr gæslunni óséð hafi verið sú að læsing við hliðið að barnagæslunni virkaði ekki sem skyldi. „Svo óheppilega vildi til að við innritun á öðrum börnum í Barnalandi á sama tíma urðu jafnframt þau mannlegu mistök að einu barni tókst að komast óséð í burtu fram hjá starfsmanni við innritunina og í framhaldi út fyrir gæslusvæðið,“ segir í tilkynningunni. Lásnum á hliðinu verður jafnframt skipt út og verða þá verða merkingar í gæslunni yfirfærðar og betrumbættar og ferli við inn- og útritun breytt til að hindra að atvik á borð við þetta geti endurtekið sig. Fara með málið til lögreglu Hin fjögurra ára gamla Aníta hvarf eins og áður segir úr Barnalandi á sunnudag en foreldrar hennar voru að versla í Smáralind á meðan. Brynjar Þór Sigurðsson, faðir Anítu, greindi frá því í Facebook-færslu á mánudag að þau hjónin hafi greitt fyrir klukkustundarlanga pössun, farið að versla og snúið aftur klukkustund síðar til þess að leyfa dóttur sinni að verja hálftíma til viðbótar í barnagæslunni. Þá hafi þau hjónin, Brynjar og Brynja H. Pétursdóttir, séð að skór dóttur þeirra voru ekki þar sem þeir áttu að vera og töldu fyrst að þeim hefði verið stolið. Svo reyndist ekki enda fannst stúlkan hvergi og starfsmenn vissu lítið um málið. Aníta fannst að lokum við þjónustuborðið í Hagkaupum en til þess að komast þangað hafði hún þurft að fara með rúllustiga á milli hæða. Brynjar var afar ósáttur með viðbrögð starfsmanna Barnalands og kveður þá ekki hafa brugðist við hvarfi Anítu. Þá kallaði hann eftir því að barnagæslunni yrði lokað eða hún tekin í gegn. Brynjar sagði í samtali við fréttastofu á mánudag að þau hjónin ætli að kæra atvikið til lögreglu og á hann tíma í skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna málsins.
Smáralind Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Ætla að kæra Barnaland til lögreglu Faðir stúlku sem týndist þegar hún var í pössun í Barnalandi í Smáralind í gær gerir ráð fyrir að kæra atvikið til lögreglu. Hann segir ekki liggja fyrir hversu langur tími leið frá því dóttir hans yfirgaf barnagæsluna og þar til hún fannst allt annars staðar í verslunarmiðstöðinni. 14. júní 2021 11:47 Barnalandi í Smáralind lokað eftir að barn týndist Barnalandi, barnagæslu sem Smárabíó rekur í Smáralind, verður tímabundið lokað eftir að barn sem var þar týndist nú um helgina. 14. júní 2021 09:39 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Ætla að kæra Barnaland til lögreglu Faðir stúlku sem týndist þegar hún var í pössun í Barnalandi í Smáralind í gær gerir ráð fyrir að kæra atvikið til lögreglu. Hann segir ekki liggja fyrir hversu langur tími leið frá því dóttir hans yfirgaf barnagæsluna og þar til hún fannst allt annars staðar í verslunarmiðstöðinni. 14. júní 2021 11:47
Barnalandi í Smáralind lokað eftir að barn týndist Barnalandi, barnagæslu sem Smárabíó rekur í Smáralind, verður tímabundið lokað eftir að barn sem var þar týndist nú um helgina. 14. júní 2021 09:39
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent