Ísland ekki með í fyrstu tilnefningum Biden til sendiherra Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2021 12:43 Jeffrey Ross Gunter sagði af sér sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi eftir að Donald Trump tapaði forsetakosningunum í nóvember. Eftirmaður hans hefur enn ekki verið tilnefndur. Twitter bandaríska sendiráðsins Fyrstu tilnefningar Joes Biden Bandaríkjaforseta til sendiherraembætta voru gerðar opinberar á þriðjudag en sendiherraefni fyrir Ísland er ekki á meðal þeirra. Biden tilnefnir meðal annars flughetju sem fulltrúa sinn gagnvar Alþjóðaflugmálastofnuninni. Sendiherralaust hefur verið í bandaríska sendiráðinu á Íslandi frá því að Jeffrey Ross Gunter yfirgaf landið 21. janúar, daginn eftir stjórnarskiptin í Bandaríkjunum. Venja er að pólitískt skipaðir sendiherrar segi af sér við stjórnarskipti. Gunter var nokkuð umdeildur. Hann var húðlæknir í Kaliforníu sem lagði fé í kosningasjóði Donalds Trump árið 2016 og var verðlaunaður með sendiherrastöðunni. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því á sínum tíma að Gunter hefði farið fram á að fá að bera skotvopn á Íslandi öryggis síns vegna. Þá hafi hann skipt ótt og títt um næstráðendur í sendiráðinu þar sem hann taldi marga þeirra ekki nógu hliðholla Trump. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi safnaði um tíma undirskriftum til að krefjast þess að Gunter yrði kallaður heim. Enn verður bið á að eftirmaður Gunter verði skipaður því ekkert sendiherraefni fyrir Ísland var á lista Biden í vikunni. Washington Post segir að stjórn Biden hafi meðal annars verið sein til að tilkynna um tilnefningar sínar til pólitískt skipaðra embætta vegna álitamála um fjölbreytni sendiherraefnanna. Margir vinir, bandamenn og bakhjarlar Biden, sem er oft sá hópur sem hlýtur tilnefningar sem þessar, séu flestir hvítir karlar en stjórnin vilji fjölbreytni í kyni og kynþætti sendiherra sinna. Á meðan enginn sendiherra hefur verið skipaður á Íslandi er Harry Kamian starfandi sendiherra samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu. Sullenberger flugstjóri varð að þjóðhetju þegar honum tókst að lenda Airbus A320-farþegaþotu í Hudson-ánni árið 2009. Allir 155 sem voru um borð komust lífs af.Vísir/EPA „Sully“ flugstjóri tilnefndur Af þeim sem Biden tilnefndi til sendiherraembætta á þriðjudag er helst að nefna Thomas R. Nides, fyrrverandi embættismann í utanríkisráðnuneytinu, sem á að verða sendiherra í Ísrael, Julie Smith, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Biden, er tilnefnd sendifulltrúi gagnvart Norðuratlantshafsbandalaginu, og Ken Salazar, fyrrverandi innanríkisráðherra, sem er tilnefndur sendiherra í Mexíkó. Þá tilnefndi Biden C.B. „Sully“ Sullenberger, flugmanninn sem lenti farþegaþotu í Hudson-ánni í New York þegar báðir hreyflar hennar brugðust skömmu eftir flugtak árið 2009, sem sendiherra við ráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Búist er við því að Biden kynni fleiri tilnefningar til sendiherra og fleiri embætta á næstu vikum, þar á meðal fyrir Kína, Indland og Japan. Talið er að Biden ætli sér að tilnefndi Cindy McCain, ekkju Johns McCain, öldungadeildarþingmanns repúblikana, sem fulltrúa Bandaríkjastjórnar hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Sendiherralaust hefur verið í bandaríska sendiráðinu á Íslandi frá því að Jeffrey Ross Gunter yfirgaf landið 21. janúar, daginn eftir stjórnarskiptin í Bandaríkjunum. Venja er að pólitískt skipaðir sendiherrar segi af sér við stjórnarskipti. Gunter var nokkuð umdeildur. Hann var húðlæknir í Kaliforníu sem lagði fé í kosningasjóði Donalds Trump árið 2016 og var verðlaunaður með sendiherrastöðunni. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því á sínum tíma að Gunter hefði farið fram á að fá að bera skotvopn á Íslandi öryggis síns vegna. Þá hafi hann skipt ótt og títt um næstráðendur í sendiráðinu þar sem hann taldi marga þeirra ekki nógu hliðholla Trump. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi safnaði um tíma undirskriftum til að krefjast þess að Gunter yrði kallaður heim. Enn verður bið á að eftirmaður Gunter verði skipaður því ekkert sendiherraefni fyrir Ísland var á lista Biden í vikunni. Washington Post segir að stjórn Biden hafi meðal annars verið sein til að tilkynna um tilnefningar sínar til pólitískt skipaðra embætta vegna álitamála um fjölbreytni sendiherraefnanna. Margir vinir, bandamenn og bakhjarlar Biden, sem er oft sá hópur sem hlýtur tilnefningar sem þessar, séu flestir hvítir karlar en stjórnin vilji fjölbreytni í kyni og kynþætti sendiherra sinna. Á meðan enginn sendiherra hefur verið skipaður á Íslandi er Harry Kamian starfandi sendiherra samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu. Sullenberger flugstjóri varð að þjóðhetju þegar honum tókst að lenda Airbus A320-farþegaþotu í Hudson-ánni árið 2009. Allir 155 sem voru um borð komust lífs af.Vísir/EPA „Sully“ flugstjóri tilnefndur Af þeim sem Biden tilnefndi til sendiherraembætta á þriðjudag er helst að nefna Thomas R. Nides, fyrrverandi embættismann í utanríkisráðnuneytinu, sem á að verða sendiherra í Ísrael, Julie Smith, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Biden, er tilnefnd sendifulltrúi gagnvart Norðuratlantshafsbandalaginu, og Ken Salazar, fyrrverandi innanríkisráðherra, sem er tilnefndur sendiherra í Mexíkó. Þá tilnefndi Biden C.B. „Sully“ Sullenberger, flugmanninn sem lenti farþegaþotu í Hudson-ánni í New York þegar báðir hreyflar hennar brugðust skömmu eftir flugtak árið 2009, sem sendiherra við ráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Búist er við því að Biden kynni fleiri tilnefningar til sendiherra og fleiri embætta á næstu vikum, þar á meðal fyrir Kína, Indland og Japan. Talið er að Biden ætli sér að tilnefndi Cindy McCain, ekkju Johns McCain, öldungadeildarþingmanns repúblikana, sem fulltrúa Bandaríkjastjórnar hjá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55
Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18
Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. 28. júlí 2020 07:46
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent