Kári og Brúsi á leið á Cannes: „Ég spurði hvort þetta væri símaat“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. júní 2021 15:31 Brúsi og Kári á Clermont-Ferrand stuttmyndahátíðinni í Frakklandi árið 2019. Brasilísk-íslenska stuttmyndin Ágústhiminn (p. Céu de Agosto) hefur verið valin í aðalkeppni Cannes hátíðarinnar í ár. Tilkynnt var um valið í gær. Stuttmyndin Ágústhiminn er leikstýrð og skrifuð af hinni brasilísku Jasmin Tenucci en framleidd af Íslendinginum Kára Úlfssyni og klippt af leikstjóranum og klipparanum Brúsa Ólasyni. „Ég er ennþá að reyna að átta mig á þessu. Ég fékk símtal í síðustu viku úr frönsku númeri sem færði mér þessar fréttir, ég spurði hvort þetta væri símaat. Síðan þá höfum við verið á fullu að redda okkur gistingu og skipuleggja flug, og í þokkabót koma á fulltrúum Cannes öllu því efni sem þau eru að biðja um. Við höfum eiginlega ekki haft tíma til að stoppa og fagna. Þess vegna er þetta svolítið óraunverulegt ennþá,“ segir Kári í samtali við Vísi. Þriggja ára þróun Kári og Brúsi voru báðir í námi með Jasmin við Columbia Háskóla í New York. Brúsi nam þar leikstjórn og handritsskrif, ásamt Jasmin, og Kári nam framleiðslu. Þau útskrifuðust öll sumarið 2020. Kári hefur haldið utanum verkefnið frá fyrstu hugmynd og nú fram að heimsfrumsýningu á Cannes. Hann sá um að fjármagna verkefnið með bæði bandarískum styrkjum sem og hópfjármögnun í gegnum Indiegogo. Í samvinnu við Jasmin réðu þau síðan brasilíska framleiðendur til að stýra verkefninu í tökum sem fóru fram í Janúar 2020. „Verkefnið hefur verið í þróun í um þrjú ár en breyttist snögglega 19. ágúst 2019. Jasmin var þá út á gangi um hábjart eftirmiðdegi þegar nótt lagði snögglega yfir borgina hennar. Hafði þá reykmökkur ferðast yfir hálfa heimsálfuna frá skógareldum í Amazon frumskógi. Þetta augnablik varð kveikjan að hugmyndinni um hina óléttu Luciu sem býr í Sao Paulo og finnur sífellt fyrir meiri streitu og áreiti vegna yfirvofandi endaloka sem birtast henni svo loks á þessum degi. Hún finnur enga samkennd eða samfélag nema í vafasömum trúarhópi sem virðist taka þó henni með opnum örmum,“ segir um myndina. Stilla úr stuttmyndinni Ágústhiminn (Céu de Agosto)Céu de Agosto Kári og Brúsi stefna báðir að því að mæta á Cannes í júlí og vera viðstaddir frumsýninguna. Þeir eru núna báðir búsettir á Íslandi en stefna þó að flytja aftur út á einhverjum tímapunkti. Sameiginlegt útskriftarverkefni þeirra, stuttmyndin Dalía, var frumsýnd sem hluti af Future Frames program Karlovy Vary hátíðarinnar sumarið 2020, valin af European Film Promotion. Þeir eru með ýmis verkefni í þróun og vinna að því að koma sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd á koppinn. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kristín Sesselja frumsýnir nýtt myndband við lagið Fuckboys Tónlistarkonan Kristín Sesselja gefur í dag út nýtt myndband við lagið Fuckboys. 25. september 2020 15:31 Þessi fá listamannalaun árið 2021 Starfslaunum til listamanna fyrir árið 2021 hefur verið úthlutað og hafa tilkynningar til umsækjenda um listamannalaun verið að berast þeim í morgun og nú rétt í þessu var send út tilkynning um hvernig þetta skiptist milli listamannanna. 7. janúar 2021 15:13 Dýrið fer á Cannes Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppni, sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, sem fer fram dagana 6. - 17. júlí. Frá þessu er greint á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 3. júní 2021 11:13 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Stuttmyndin Ágústhiminn er leikstýrð og skrifuð af hinni brasilísku Jasmin Tenucci en framleidd af Íslendinginum Kára Úlfssyni og klippt af leikstjóranum og klipparanum Brúsa Ólasyni. „Ég er ennþá að reyna að átta mig á þessu. Ég fékk símtal í síðustu viku úr frönsku númeri sem færði mér þessar fréttir, ég spurði hvort þetta væri símaat. Síðan þá höfum við verið á fullu að redda okkur gistingu og skipuleggja flug, og í þokkabót koma á fulltrúum Cannes öllu því efni sem þau eru að biðja um. Við höfum eiginlega ekki haft tíma til að stoppa og fagna. Þess vegna er þetta svolítið óraunverulegt ennþá,“ segir Kári í samtali við Vísi. Þriggja ára þróun Kári og Brúsi voru báðir í námi með Jasmin við Columbia Háskóla í New York. Brúsi nam þar leikstjórn og handritsskrif, ásamt Jasmin, og Kári nam framleiðslu. Þau útskrifuðust öll sumarið 2020. Kári hefur haldið utanum verkefnið frá fyrstu hugmynd og nú fram að heimsfrumsýningu á Cannes. Hann sá um að fjármagna verkefnið með bæði bandarískum styrkjum sem og hópfjármögnun í gegnum Indiegogo. Í samvinnu við Jasmin réðu þau síðan brasilíska framleiðendur til að stýra verkefninu í tökum sem fóru fram í Janúar 2020. „Verkefnið hefur verið í þróun í um þrjú ár en breyttist snögglega 19. ágúst 2019. Jasmin var þá út á gangi um hábjart eftirmiðdegi þegar nótt lagði snögglega yfir borgina hennar. Hafði þá reykmökkur ferðast yfir hálfa heimsálfuna frá skógareldum í Amazon frumskógi. Þetta augnablik varð kveikjan að hugmyndinni um hina óléttu Luciu sem býr í Sao Paulo og finnur sífellt fyrir meiri streitu og áreiti vegna yfirvofandi endaloka sem birtast henni svo loks á þessum degi. Hún finnur enga samkennd eða samfélag nema í vafasömum trúarhópi sem virðist taka þó henni með opnum örmum,“ segir um myndina. Stilla úr stuttmyndinni Ágústhiminn (Céu de Agosto)Céu de Agosto Kári og Brúsi stefna báðir að því að mæta á Cannes í júlí og vera viðstaddir frumsýninguna. Þeir eru núna báðir búsettir á Íslandi en stefna þó að flytja aftur út á einhverjum tímapunkti. Sameiginlegt útskriftarverkefni þeirra, stuttmyndin Dalía, var frumsýnd sem hluti af Future Frames program Karlovy Vary hátíðarinnar sumarið 2020, valin af European Film Promotion. Þeir eru með ýmis verkefni í þróun og vinna að því að koma sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd á koppinn.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kristín Sesselja frumsýnir nýtt myndband við lagið Fuckboys Tónlistarkonan Kristín Sesselja gefur í dag út nýtt myndband við lagið Fuckboys. 25. september 2020 15:31 Þessi fá listamannalaun árið 2021 Starfslaunum til listamanna fyrir árið 2021 hefur verið úthlutað og hafa tilkynningar til umsækjenda um listamannalaun verið að berast þeim í morgun og nú rétt í þessu var send út tilkynning um hvernig þetta skiptist milli listamannanna. 7. janúar 2021 15:13 Dýrið fer á Cannes Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppni, sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, sem fer fram dagana 6. - 17. júlí. Frá þessu er greint á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 3. júní 2021 11:13 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Kristín Sesselja frumsýnir nýtt myndband við lagið Fuckboys Tónlistarkonan Kristín Sesselja gefur í dag út nýtt myndband við lagið Fuckboys. 25. september 2020 15:31
Þessi fá listamannalaun árið 2021 Starfslaunum til listamanna fyrir árið 2021 hefur verið úthlutað og hafa tilkynningar til umsækjenda um listamannalaun verið að berast þeim í morgun og nú rétt í þessu var send út tilkynning um hvernig þetta skiptist milli listamannanna. 7. janúar 2021 15:13
Dýrið fer á Cannes Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppni, sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, sem fer fram dagana 6. - 17. júlí. Frá þessu er greint á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 3. júní 2021 11:13