Sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um 36 prósent á milli ára Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2021 08:29 Ekki hefur hærra hlutfall íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði frá upphafi mælinga. Vísir/Vilhelm Enn eru mikil umsvif á fasteignamarkaði miðað við árstíma og ýmsir mælikvarðar gefa til kynna að eftirspurnarþrýstingur sé enn mikill. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu og hefur verð á sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um heil 36 prósent á milli ára. Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kom út í dag. Þar segir að á landinu öllu séu nú ríflega 1.900 íbúðir auglýstar til sölu, en fyrir ári voru þær um fjögur þúsund. Ekki hefur hærra hlutfall íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði frá upphafi mælinga og þá hefur sölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem seldust í apríl verið að jafnaði 39 dagar og ekki mælst skemmri frá upphafi mælinga. Leiguverð fer lækkandi Í skýrslunni segir að uppfærðar tölur fyrir marsmánuð sýni að fjöldi útgefinna kaupsamninga hafi bætt fyrra met um 15 prósent. Þá segir að þinglýstir leigusamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl hafi áfram verið margir miðað við árstíma eða 426. „Leiguverð hefur farið lækkandi undanfarið á höfuðborgarsvæðinu og mælist 12 mánaða breyting vísitölu leiguverðs neikvæð um 2,4% fyrir aprílmánuð en þetta er áttundi mánuðurinn í röð þar sem 12 mánaða breyting leiguverðs mælist neikvæð. Bankarnir halda áfram að sækja á lánamarkaði. Þeir eru nú með um 67% af öllum útistandandi lánum en í lok apríl í fyrra var hlutdeild bankanna af heildar húsnæðislánum í landinu um 55%. Vinsældir óverðtryggðra lána eru áfram miklar. Hlutdeild óverðtryggðra lána var komin upp í 46% í lok apríl og hækkaði um rúmlega eitt og hálft prósentustig á milli mánaða.“ Hækkar um 36 prósent milli ára Áfram segir að mikil eftirspurn hafi verið undanfarið ár og leitt til þess að íbúðum til sölu hefur fækkað. Nýtt framboð fasteigna hefur ekki mætt þessari miklu eftirspurn. „Íbúðarverð hefur heldur betur tekið kipp upp á við á höfuðborgarsvæðinu á árinu þar sem íbúðaverð var um 2% hærra í apríl en það var í mars og 3,7% hærra en í febrúar sé miðað við vísitölu söluverðs. Á síðustu 12 mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6% á svæðinu. Sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði nærri tvöfalt meira í verði á milli mánaða en íbúðir í fjölbýli eða um ríflega 3,5% á móti 1,6% og á síðustu tólf mánuðum hefur það hækkað um 17,4% á móti 10,2% fyrir fjölbýli. Mest hefur sérbýli í miðbænum hækkað eða um 36% á milli ára og í Grafarholti þar sem það hefur hækkað um 34% en einnig hefur verð hækkað mikið í Hafnafirði og á Álftanesi,“ segir í skýrslunni sem lesa má í heild sinni hér. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kom út í dag. Þar segir að á landinu öllu séu nú ríflega 1.900 íbúðir auglýstar til sölu, en fyrir ári voru þær um fjögur þúsund. Ekki hefur hærra hlutfall íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði frá upphafi mælinga og þá hefur sölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem seldust í apríl verið að jafnaði 39 dagar og ekki mælst skemmri frá upphafi mælinga. Leiguverð fer lækkandi Í skýrslunni segir að uppfærðar tölur fyrir marsmánuð sýni að fjöldi útgefinna kaupsamninga hafi bætt fyrra met um 15 prósent. Þá segir að þinglýstir leigusamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl hafi áfram verið margir miðað við árstíma eða 426. „Leiguverð hefur farið lækkandi undanfarið á höfuðborgarsvæðinu og mælist 12 mánaða breyting vísitölu leiguverðs neikvæð um 2,4% fyrir aprílmánuð en þetta er áttundi mánuðurinn í röð þar sem 12 mánaða breyting leiguverðs mælist neikvæð. Bankarnir halda áfram að sækja á lánamarkaði. Þeir eru nú með um 67% af öllum útistandandi lánum en í lok apríl í fyrra var hlutdeild bankanna af heildar húsnæðislánum í landinu um 55%. Vinsældir óverðtryggðra lána eru áfram miklar. Hlutdeild óverðtryggðra lána var komin upp í 46% í lok apríl og hækkaði um rúmlega eitt og hálft prósentustig á milli mánaða.“ Hækkar um 36 prósent milli ára Áfram segir að mikil eftirspurn hafi verið undanfarið ár og leitt til þess að íbúðum til sölu hefur fækkað. Nýtt framboð fasteigna hefur ekki mætt þessari miklu eftirspurn. „Íbúðarverð hefur heldur betur tekið kipp upp á við á höfuðborgarsvæðinu á árinu þar sem íbúðaverð var um 2% hærra í apríl en það var í mars og 3,7% hærra en í febrúar sé miðað við vísitölu söluverðs. Á síðustu 12 mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6% á svæðinu. Sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði nærri tvöfalt meira í verði á milli mánaða en íbúðir í fjölbýli eða um ríflega 3,5% á móti 1,6% og á síðustu tólf mánuðum hefur það hækkað um 17,4% á móti 10,2% fyrir fjölbýli. Mest hefur sérbýli í miðbænum hækkað eða um 36% á milli ára og í Grafarholti þar sem það hefur hækkað um 34% en einnig hefur verð hækkað mikið í Hafnafirði og á Álftanesi,“ segir í skýrslunni sem lesa má í heild sinni hér.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun