Fasteignamarkaður fjármagnseigenda Eiður Stefánsson skrifar 15. júní 2021 12:01 Húsnæðismál hafa verið stéttarfélögunum hugleikin í ríflega hundrað ár. Þak yfir höfuðið er ein af grunnþörfum mannsins, skjól og griðastaður. Helstu baráttumál hafa snúið að húsnæðisframboði, byggingargæðum, hagstæðum fjármögnunarmöguleikum og sanngjörnu leiguverði. En nú kveður við nýjan tón, vextir eru í sögulegu lágmarki, skrefið inn á eignarmarkaðinn orðið auðveldara og húsnæðiskostnaður vegur lægra af útgjöldum heimilana, eða hvað? Samkvæmt öllu ætti breyting á lánakjörum að koma einstaklingum vel; vaxtalækkanir hafa í för með sér lægri greiðslubyrði á húsnæðislánum auk þess sem einstaklingar eiga frekar kost á að taka skrefið yfir í eigin fasteign og tryggja sér þar með húsnæðisöryggi. Að auki buðu stjórnvöld upp á nýtt úrræði til að brúa eigið fé fyrir tekju- og eignaminni einstaklinga, svokölluð hlutdeildarlán, ætluð til kaupa á nýjum eða nýlegum eignum. Á dögunum tilkynnti Bjarg íbúðafélag svo að í kjölfar endurfjármögnunar félagsins myndi leiga á 190 íbúðum félagsins lækka. Hagræðing í rekstri skilar sér þannig til tekjulágra fjölskyldna sem leigja íbúðir á kostnaðarverði hjá Bjargi. Framboð og eftirspurn En með lækkun vaxta hefur eftirspurn eftir húsnæði aukist umtalsvert en svo virðist sem framboð á eignum fylgi ekki með. Skipulagsmál stærri sveitarfélaga eru í ólestri og einkennast m.a. af lóðaskorti. Auk þess er lóðarverð til nýbygginga töluvert hærra í þéttbýli en dreifbýli, sem gerir einstaklingum erfiðara fyrir að byggja eigin eign með hagkvæmum hætti á eigin forsendum. Af því leiðir að fjölskyldur flytja frekar í nærliggjandi sveitarfélög með tilheyrandi fórnarkostnaði sem telur í tíma, fjármagni og hærra kolefnisspori sem fylgir því að sækja vinnu lengra frá heimilinu. Þessar fjölskyldur greiða ekki lengur útsvar til þess sveitarfélags sem þau starfa í, eitthvað sem er umhugsunarvert fyrir ráðamenn. Samkvæmt þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir því að íbúðaverð hækki um 11,3% á þessu ári, 6,7% árið 2022 og 4,4% árið 2023. Þá hefur fasteignamat eigna hækkað umtalsvert, eða um 7,4% á landsvísu milli ára, með tilheyrandi hækkunum á fasteignagjöldum, auk þess sem bankarnir eru nú fljótir að hækka vexti á ný. Þessum hækkunum á útgjöldum fylgja engar fyrirséðar launahækkanir, aðeins hærri kostnaður fyrir heimilin. Það gefur auga leið að útborgun fyrir fasteign er orðin óyfirstíganleg hindrun fyrir margar fjölskyldur og ég hef enn ekki heyrt af fasteignafélagi öðru en Bjargi tilkynna lækkun á leigu. Gósentíð fjármagnseigenda En það er gósentíð fyrir ákveðna aðila; fjárfesta, byggingaraðila og fasteignasala. Innlánsvextir eru sögulega lágir og fjárfestar sjá hag sinn í því að færa innistæður af bankareikningum og fjárfesta í fasteignum. Ávöxtun upp á annan tug prósenta er margfalt það sem bankarnir bjóða og þeim er hægt um vik að yfirbjóða uppsett verð og sprengja um leið upp söluverð á öðrum fasteignum. Það er ógerningur fyrir almenning að keppa á slíkum markaði og margir freistast jafnvel til að bjóða hærra en þeir á endanum standa undir, eða kaupa lélegar eignir undir þeirri pressu að loka samning og tryggja sér húsnæði. Óðagot á markaði og uppsprengt verð kemur fasteignasölum og fjárfestum vel á meðan heimilin sitja eftir með sárt ennið. En hvað er til ráða? Sveitarfélög geta sett takmarkanir á eignarhald fasteigna þannig að t.d. einungis 15% íbúða í hverju sveitarfélagi geti verið í eigu fyrirtækja og aðila sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu. Þá væri eðlilegra að fasteignasalar sætu ekki beggja vegna borðs hvað varðar hagsmuni kaupenda og seljenda. Einnig er brýnt að taka upp virkara eftirlit með fasteignum og færa í lög ástandsskoðun eigna fyrir sölu þannig að kaupendur sitji ekki uppi með ófyrirséðan viðhaldskostnað sökum t.d. myglu eða annara skemmda. Fyrir hinn almenna launamann er það stór ákvörðun að kaupa fasteign, með því skuldbindur hann ekki bara sparnað sinn í útborgun heldur líka stóran hluta launa sinna til næstu 30-40 ára. Það ætti að vera kappsmál ríkisstjórnarinnar, lánveitenda og sveitarfélaga að búa þannig um að hinn almenni launamaður geti fest kaup á þaki yfir höfuðið án þess að keppa sífellt við fjársterkari aðila sem nýta fasteignir til að ávaxta peningana sína og sprengja upp fasteignaverð. Höfundur er formaður Félags verslunar og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðismál hafa verið stéttarfélögunum hugleikin í ríflega hundrað ár. Þak yfir höfuðið er ein af grunnþörfum mannsins, skjól og griðastaður. Helstu baráttumál hafa snúið að húsnæðisframboði, byggingargæðum, hagstæðum fjármögnunarmöguleikum og sanngjörnu leiguverði. En nú kveður við nýjan tón, vextir eru í sögulegu lágmarki, skrefið inn á eignarmarkaðinn orðið auðveldara og húsnæðiskostnaður vegur lægra af útgjöldum heimilana, eða hvað? Samkvæmt öllu ætti breyting á lánakjörum að koma einstaklingum vel; vaxtalækkanir hafa í för með sér lægri greiðslubyrði á húsnæðislánum auk þess sem einstaklingar eiga frekar kost á að taka skrefið yfir í eigin fasteign og tryggja sér þar með húsnæðisöryggi. Að auki buðu stjórnvöld upp á nýtt úrræði til að brúa eigið fé fyrir tekju- og eignaminni einstaklinga, svokölluð hlutdeildarlán, ætluð til kaupa á nýjum eða nýlegum eignum. Á dögunum tilkynnti Bjarg íbúðafélag svo að í kjölfar endurfjármögnunar félagsins myndi leiga á 190 íbúðum félagsins lækka. Hagræðing í rekstri skilar sér þannig til tekjulágra fjölskyldna sem leigja íbúðir á kostnaðarverði hjá Bjargi. Framboð og eftirspurn En með lækkun vaxta hefur eftirspurn eftir húsnæði aukist umtalsvert en svo virðist sem framboð á eignum fylgi ekki með. Skipulagsmál stærri sveitarfélaga eru í ólestri og einkennast m.a. af lóðaskorti. Auk þess er lóðarverð til nýbygginga töluvert hærra í þéttbýli en dreifbýli, sem gerir einstaklingum erfiðara fyrir að byggja eigin eign með hagkvæmum hætti á eigin forsendum. Af því leiðir að fjölskyldur flytja frekar í nærliggjandi sveitarfélög með tilheyrandi fórnarkostnaði sem telur í tíma, fjármagni og hærra kolefnisspori sem fylgir því að sækja vinnu lengra frá heimilinu. Þessar fjölskyldur greiða ekki lengur útsvar til þess sveitarfélags sem þau starfa í, eitthvað sem er umhugsunarvert fyrir ráðamenn. Samkvæmt þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir því að íbúðaverð hækki um 11,3% á þessu ári, 6,7% árið 2022 og 4,4% árið 2023. Þá hefur fasteignamat eigna hækkað umtalsvert, eða um 7,4% á landsvísu milli ára, með tilheyrandi hækkunum á fasteignagjöldum, auk þess sem bankarnir eru nú fljótir að hækka vexti á ný. Þessum hækkunum á útgjöldum fylgja engar fyrirséðar launahækkanir, aðeins hærri kostnaður fyrir heimilin. Það gefur auga leið að útborgun fyrir fasteign er orðin óyfirstíganleg hindrun fyrir margar fjölskyldur og ég hef enn ekki heyrt af fasteignafélagi öðru en Bjargi tilkynna lækkun á leigu. Gósentíð fjármagnseigenda En það er gósentíð fyrir ákveðna aðila; fjárfesta, byggingaraðila og fasteignasala. Innlánsvextir eru sögulega lágir og fjárfestar sjá hag sinn í því að færa innistæður af bankareikningum og fjárfesta í fasteignum. Ávöxtun upp á annan tug prósenta er margfalt það sem bankarnir bjóða og þeim er hægt um vik að yfirbjóða uppsett verð og sprengja um leið upp söluverð á öðrum fasteignum. Það er ógerningur fyrir almenning að keppa á slíkum markaði og margir freistast jafnvel til að bjóða hærra en þeir á endanum standa undir, eða kaupa lélegar eignir undir þeirri pressu að loka samning og tryggja sér húsnæði. Óðagot á markaði og uppsprengt verð kemur fasteignasölum og fjárfestum vel á meðan heimilin sitja eftir með sárt ennið. En hvað er til ráða? Sveitarfélög geta sett takmarkanir á eignarhald fasteigna þannig að t.d. einungis 15% íbúða í hverju sveitarfélagi geti verið í eigu fyrirtækja og aðila sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu. Þá væri eðlilegra að fasteignasalar sætu ekki beggja vegna borðs hvað varðar hagsmuni kaupenda og seljenda. Einnig er brýnt að taka upp virkara eftirlit með fasteignum og færa í lög ástandsskoðun eigna fyrir sölu þannig að kaupendur sitji ekki uppi með ófyrirséðan viðhaldskostnað sökum t.d. myglu eða annara skemmda. Fyrir hinn almenna launamann er það stór ákvörðun að kaupa fasteign, með því skuldbindur hann ekki bara sparnað sinn í útborgun heldur líka stóran hluta launa sinna til næstu 30-40 ára. Það ætti að vera kappsmál ríkisstjórnarinnar, lánveitenda og sveitarfélaga að búa þannig um að hinn almenni launamaður geti fest kaup á þaki yfir höfuðið án þess að keppa sífellt við fjársterkari aðila sem nýta fasteignir til að ávaxta peningana sína og sprengja upp fasteignaverð. Höfundur er formaður Félags verslunar og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun