„Ég var bara hamingjusöm þegar hún var hjá mér“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. júní 2021 14:07 Annie Mist segir mikilvægt að konur viti að það er allt í lagi að upplifa flóknar tilfinningar í móðurhlutverkinu. Ísland í dag Annie Mist Þórisdóttir opnaði sig um sitt fæðingarþunglyndi nú á dögunum á samfélagsmiðlinum Instagram. Hún svaf ekki, fann ekki fyrir matarlyst, fann ekki fyrir gleðinni í lífinu og átti erfitt með að hugsa um sig sjálfa og litlu dóttur sína. Annie ræddi þessa reynslu við Evu Laufey Kjaran í Ísland í dag. Hún vill opna umræðuna um fæðingarþunglyndi og hjálpa öðrum konum í sömu stöðu. Innslagið má sjá neðar í fréttinni. „Ég átti mjög erfiða fæðingu,“ útskýrir Annie. Meðgangan hennar var frábær og leið henni vel allan tímann og æfði tvisvar á dag fram að settum degi. „Mér leið svakalega vel.“ Missti mikið blóð Annie viðurkenndi að hafa verið smá smeyk við fæðinguna þar sem grindarbotninn var ennþá stífur. „Ég var í þrjá sólarhringa með samdrætti og verki. Fæðingin sjálf tók svakalega langan tíma og ég fór mjög illa.“ Barnið kom skakkt niður svo allt ferlið gekk hægt og illa. „Ég missti mikið blóð og rifnaði illa. Ég var orkulítil og leið illa.“ Allt fór vel að lokum og hún fékk dótturina til sín. „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn hamingjusöm og þegar ég fékk hana í fangið. Sem betur fer hafði hún það gott og var heil eftir allt saman.“ Gat varla séð um sjálfa sig Eftir tvo sólarhringa á fæðingardeildinni fékk litla fjölskyldan að fara heim. Annie hafði þá lítið sem ekkert sofið vegna kvíða. Eftir heimkomuna reyndi Annie að sofa en var stressuð og hvíldist illa. „Ég var glöð og leið fyrstu tvo sólarhringana eftir fæðingu.“ Svo helltist yfir hana vanlíðan og leið henni auk þess ekki vel í eigin líkama. „Alla meðgönguna var tilgangur með bumbunni og ég var stolt og alveg sama að fólk sæi að ég væri með risastóran maga.“ Annie gat varla setið á þessum tímapunkti þar sem hún var að jafna sig eftir fæðinguna og átti erfitt með að halda sjálfri sér uppi. Veruleiki hennar var mjög breyttur, enda vön að vera einstaklega hraust og sterk. „Að fara úr þessu sjálfstæði og öryggi sem maður var með yfir í að eiga að sjá um sjálfa mig og hvað þá að sjá um Freyju.“ View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Leið ógeðslega illa Hún átti erfitt með að halda á dóttur sinni og fór að upplifa erfiðar tilfinningar. „Ég var bara hamingjusöm þegar hún var hjá mér svo ég þurfti alltaf að hafa hana svo mér myndi líða vel.“ Annie gat ekki sofið og hafði enga matarlyst. Hún sagðist ekki hafa upplifað tilgang. Annie segist ekki hafa upplifað svipaðar tilfinningar áður og þekkti ekki þunglyndi, fyrirfram hélt hún að myndi geta labbað eða farið á æfingu til þess að líða betur. „Mér leið bara ógeðslega illa.“ Eftir að átta sig á því að tilfinningarnar væru þess eðlis að hún þyrfti aðstoð, leitaði Annie sér hjálpar. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ísland í dag Frjósemi Börn og uppeldi Kvenheilsa Geðheilbrigði CrossFit Tengdar fréttir Kjöthitamælirinn lykilatriði þegar kemur að grillmat „Hún kom líka bara mikið betur út en ég þorði að vona. Þegar maður er með frábært teymi í kringum sig þá verða hlutirnir góðir,“ segir Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn. 14. júní 2021 10:30 Innlit í sumarbústað og glerkúluhús Ingvars og Gyðu Lítil glerhús hafa verið gríðarlega vinsæl að undanförnu í görðum og við sumarhús um land allt. Glerhúsin er hægt að nota bæði lokuð og opin, sem eins konar skjólvegg. 11. júní 2021 13:30 Solla setti sauna og heitan pott ofan á bílskúrinn Það er ýmislegt hægt að gera til að nýta plássið ofan á bílskúrnum. Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson byggðu bæði saunaklefa og settu stóran pott ofan á bílskúrnum sínum. 9. júní 2021 07:00 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira
Annie ræddi þessa reynslu við Evu Laufey Kjaran í Ísland í dag. Hún vill opna umræðuna um fæðingarþunglyndi og hjálpa öðrum konum í sömu stöðu. Innslagið má sjá neðar í fréttinni. „Ég átti mjög erfiða fæðingu,“ útskýrir Annie. Meðgangan hennar var frábær og leið henni vel allan tímann og æfði tvisvar á dag fram að settum degi. „Mér leið svakalega vel.“ Missti mikið blóð Annie viðurkenndi að hafa verið smá smeyk við fæðinguna þar sem grindarbotninn var ennþá stífur. „Ég var í þrjá sólarhringa með samdrætti og verki. Fæðingin sjálf tók svakalega langan tíma og ég fór mjög illa.“ Barnið kom skakkt niður svo allt ferlið gekk hægt og illa. „Ég missti mikið blóð og rifnaði illa. Ég var orkulítil og leið illa.“ Allt fór vel að lokum og hún fékk dótturina til sín. „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn hamingjusöm og þegar ég fékk hana í fangið. Sem betur fer hafði hún það gott og var heil eftir allt saman.“ Gat varla séð um sjálfa sig Eftir tvo sólarhringa á fæðingardeildinni fékk litla fjölskyldan að fara heim. Annie hafði þá lítið sem ekkert sofið vegna kvíða. Eftir heimkomuna reyndi Annie að sofa en var stressuð og hvíldist illa. „Ég var glöð og leið fyrstu tvo sólarhringana eftir fæðingu.“ Svo helltist yfir hana vanlíðan og leið henni auk þess ekki vel í eigin líkama. „Alla meðgönguna var tilgangur með bumbunni og ég var stolt og alveg sama að fólk sæi að ég væri með risastóran maga.“ Annie gat varla setið á þessum tímapunkti þar sem hún var að jafna sig eftir fæðinguna og átti erfitt með að halda sjálfri sér uppi. Veruleiki hennar var mjög breyttur, enda vön að vera einstaklega hraust og sterk. „Að fara úr þessu sjálfstæði og öryggi sem maður var með yfir í að eiga að sjá um sjálfa mig og hvað þá að sjá um Freyju.“ View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Leið ógeðslega illa Hún átti erfitt með að halda á dóttur sinni og fór að upplifa erfiðar tilfinningar. „Ég var bara hamingjusöm þegar hún var hjá mér svo ég þurfti alltaf að hafa hana svo mér myndi líða vel.“ Annie gat ekki sofið og hafði enga matarlyst. Hún sagðist ekki hafa upplifað tilgang. Annie segist ekki hafa upplifað svipaðar tilfinningar áður og þekkti ekki þunglyndi, fyrirfram hélt hún að myndi geta labbað eða farið á æfingu til þess að líða betur. „Mér leið bara ógeðslega illa.“ Eftir að átta sig á því að tilfinningarnar væru þess eðlis að hún þyrfti aðstoð, leitaði Annie sér hjálpar. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Frjósemi Börn og uppeldi Kvenheilsa Geðheilbrigði CrossFit Tengdar fréttir Kjöthitamælirinn lykilatriði þegar kemur að grillmat „Hún kom líka bara mikið betur út en ég þorði að vona. Þegar maður er með frábært teymi í kringum sig þá verða hlutirnir góðir,“ segir Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn. 14. júní 2021 10:30 Innlit í sumarbústað og glerkúluhús Ingvars og Gyðu Lítil glerhús hafa verið gríðarlega vinsæl að undanförnu í görðum og við sumarhús um land allt. Glerhúsin er hægt að nota bæði lokuð og opin, sem eins konar skjólvegg. 11. júní 2021 13:30 Solla setti sauna og heitan pott ofan á bílskúrinn Það er ýmislegt hægt að gera til að nýta plássið ofan á bílskúrnum. Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson byggðu bæði saunaklefa og settu stóran pott ofan á bílskúrnum sínum. 9. júní 2021 07:00 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira
Kjöthitamælirinn lykilatriði þegar kemur að grillmat „Hún kom líka bara mikið betur út en ég þorði að vona. Þegar maður er með frábært teymi í kringum sig þá verða hlutirnir góðir,“ segir Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn. 14. júní 2021 10:30
Innlit í sumarbústað og glerkúluhús Ingvars og Gyðu Lítil glerhús hafa verið gríðarlega vinsæl að undanförnu í görðum og við sumarhús um land allt. Glerhúsin er hægt að nota bæði lokuð og opin, sem eins konar skjólvegg. 11. júní 2021 13:30
Solla setti sauna og heitan pott ofan á bílskúrinn Það er ýmislegt hægt að gera til að nýta plássið ofan á bílskúrnum. Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson byggðu bæði saunaklefa og settu stóran pott ofan á bílskúrnum sínum. 9. júní 2021 07:00