Konur á Spáni mótmæla kynbundnu ofbeldi Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 12. júní 2021 14:42 Konur á Spáni hafa mótmælt á götum úti eftir að lík hinnar sex ára Oliviu fannst á sjávarbotni undan ströndum Tenerife í fyrradag. Getty/Jesus Merida Konur á Spáni hafa mótmælt á götum úti eftir að lík hinnar sex ára Oliviu fannst á sjávarbotni undan ströndum Tenerife í fyrradag. Þúsundir kvenna um allan Spán hafa mótmælt kynbundnu ofbeldi í kjölfar ofbeldisöldu sem skekur Spán um þessar mundir. Spænsk yfirvöld halda skrá um kynbundin morð og hafa átján konur verið myrtar af mökum eða fyrrverandi mökum það sem af er ári. Þá vakti líkfundur sex ára gamallar stúlku mikla reiði en faðir hennar hafði tekið hana og systur hennar án þess að fá leyfi móðurinnar. Lík annarrar stúlkunnar fannst í íþróttatösku sem hafði verið bundin við akkeri báts í eigu föðurins. Krufning leiddi í ljós að stúlkan hafi drukknað. Leit stendur nú yfir að systur hennar, sem er eins árs gömul, en talið er að hún sé látin. Þá stendur leit einnig yfir að föður þeirra Thomás Gimeno. „Engin orð geta hjálpað Betriz á þessum sorgartímum,“ skrifaði Irene Montero, jafnréttisráðherra Spánar, í samúðarkveðju til móður súlknanna, Betriz Zimmerman, á Twitter. „Ofbeldi gegn konum, sem eru mæður, sem miðað er að þeirra viðkvæmasta punkti er vandamál þjóðarinnar allrar. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast við þessum vanda.“ La violencia vicaria sirve para hacer daño a las madres, desde luego, pero no dejemos de recordar que se lleva la vida de los niños y niñas que son también víctimas directas del machismo.— Ángela Rodríguez Pam (@Pam_Angela_) June 11, 2021 Frá því að Spánn hóf skráningu á kynbundnum morðum árið 2003 hafa 1.095 konur verið myrtar vegna kyns síns. 39 börn hafa verið myrt frá árinu 2013 í málum sem tengjast heimilisofbeldi. Fimm vikur eru liðnar frá því að neyðarástandi vegna Covid-19 var aflétt á Spáni og hafa tíu konur verið myrtar af núverandi eða fyrrverandi mökum á þeim tíma. Sérfræðingar segja það benda til þess að konurnar hafi reynt að flýja ofbeldisfull sambönd þegar útgöngubanni var aflétt með þeim afleiðingum að þær voru myrtar. Spánn Jafnréttismál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Þúsundir kvenna um allan Spán hafa mótmælt kynbundnu ofbeldi í kjölfar ofbeldisöldu sem skekur Spán um þessar mundir. Spænsk yfirvöld halda skrá um kynbundin morð og hafa átján konur verið myrtar af mökum eða fyrrverandi mökum það sem af er ári. Þá vakti líkfundur sex ára gamallar stúlku mikla reiði en faðir hennar hafði tekið hana og systur hennar án þess að fá leyfi móðurinnar. Lík annarrar stúlkunnar fannst í íþróttatösku sem hafði verið bundin við akkeri báts í eigu föðurins. Krufning leiddi í ljós að stúlkan hafi drukknað. Leit stendur nú yfir að systur hennar, sem er eins árs gömul, en talið er að hún sé látin. Þá stendur leit einnig yfir að föður þeirra Thomás Gimeno. „Engin orð geta hjálpað Betriz á þessum sorgartímum,“ skrifaði Irene Montero, jafnréttisráðherra Spánar, í samúðarkveðju til móður súlknanna, Betriz Zimmerman, á Twitter. „Ofbeldi gegn konum, sem eru mæður, sem miðað er að þeirra viðkvæmasta punkti er vandamál þjóðarinnar allrar. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast við þessum vanda.“ La violencia vicaria sirve para hacer daño a las madres, desde luego, pero no dejemos de recordar que se lleva la vida de los niños y niñas que son también víctimas directas del machismo.— Ángela Rodríguez Pam (@Pam_Angela_) June 11, 2021 Frá því að Spánn hóf skráningu á kynbundnum morðum árið 2003 hafa 1.095 konur verið myrtar vegna kyns síns. 39 börn hafa verið myrt frá árinu 2013 í málum sem tengjast heimilisofbeldi. Fimm vikur eru liðnar frá því að neyðarástandi vegna Covid-19 var aflétt á Spáni og hafa tíu konur verið myrtar af núverandi eða fyrrverandi mökum á þeim tíma. Sérfræðingar segja það benda til þess að konurnar hafi reynt að flýja ofbeldisfull sambönd þegar útgöngubanni var aflétt með þeim afleiðingum að þær voru myrtar.
Spánn Jafnréttismál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira