Svíar óttast að fjórða bylgjan kunni að vera í uppsiglingu Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 16:57 Fólk bíður eftir bólusetningu í næturklúbbi sem var breytt í bólusetningarmiðstöð í Stokkhólmi. Vísir/EPA Hópsýkingar svonefnda deltaafbrigðis kórónuveirunnar vekja nú áhyggjur sænskra heilbrigðisyfirvalda af því að fjórða bylgja faraldursins gæti verið í uppsiglingu þar. Hvetja þau landsmenn til að láta bólusetja sig sem fyrst. Smituðum og sjúkrahúsinnlögnum hefur fækkað ört í Svíþjóð undanfarinn mánuð eftir fjölgun smita í vor. Hins vegar hafa komið upp smærri hópsýkingar deltaafbrigðisins sem fyrst greindist á Indlandi. Afbrigðið er talið allt að 60% meira smitandi en alfaafbrigðið sem var meðal annars ráðandi á Bretlandi, meðal annars vegna þess að bóluefni veita síðri vernd fyrir því en öðrum afbrigðum. „Það eru nokkur óveðursský við sjóndeildarhringinn og ég hugsa þá fyrst og fremst um hópsýkingar deltaafbrigðisins. Það finnst í Evrópu og í hópsýkingum í Svíþjóð,“ sagði Johan Carlson, forstöðumaður Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar. Um helmingur fullorðinna hefur nú fengið að minnsta kosti fyrri skammt af bóluefni gegn veirunni í Svíþjóð. Stofnunin varar þó við að þeir sem hafa aðeins fengið einn skammt séu síður varðir fyrir deltaafbrigðinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þó að aðeins 71 tilfelli deltaafbrigðisins hafi greinst til þessa í Svíþjóð hafa yfirvöld lagt aukinn kraft í smitrakningu til þess að koma í veg fyrir að það nái frekari fótfestu. Á Bretlandi er deltaafbrigðið um 90% af öllum nýjum smitum sem greinast. Fleiri en 14.500 manns hafa látist í faraldrinum í Svíþjóð, fleiri en í öðrum Norðurlöndum en færri en víða annars staðar í Evrópu. Sænsk stjórnvöld hafa skorið sig töluvert frá nágrannaríkjum sínum þar sem gripið hefur verið til mun vægari sóttvarnaaðgerða þar. Uppfært 14.6.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var misritað að smituðum hefði fjölgað síðasta mánuðinn eftir að þeim fjölgaði töluvert í vor. Það rétta er að smitunum hefur fækkað að undanförnu eftir bylgjuna sem gekk yfir. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Smituðum og sjúkrahúsinnlögnum hefur fækkað ört í Svíþjóð undanfarinn mánuð eftir fjölgun smita í vor. Hins vegar hafa komið upp smærri hópsýkingar deltaafbrigðisins sem fyrst greindist á Indlandi. Afbrigðið er talið allt að 60% meira smitandi en alfaafbrigðið sem var meðal annars ráðandi á Bretlandi, meðal annars vegna þess að bóluefni veita síðri vernd fyrir því en öðrum afbrigðum. „Það eru nokkur óveðursský við sjóndeildarhringinn og ég hugsa þá fyrst og fremst um hópsýkingar deltaafbrigðisins. Það finnst í Evrópu og í hópsýkingum í Svíþjóð,“ sagði Johan Carlson, forstöðumaður Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar. Um helmingur fullorðinna hefur nú fengið að minnsta kosti fyrri skammt af bóluefni gegn veirunni í Svíþjóð. Stofnunin varar þó við að þeir sem hafa aðeins fengið einn skammt séu síður varðir fyrir deltaafbrigðinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þó að aðeins 71 tilfelli deltaafbrigðisins hafi greinst til þessa í Svíþjóð hafa yfirvöld lagt aukinn kraft í smitrakningu til þess að koma í veg fyrir að það nái frekari fótfestu. Á Bretlandi er deltaafbrigðið um 90% af öllum nýjum smitum sem greinast. Fleiri en 14.500 manns hafa látist í faraldrinum í Svíþjóð, fleiri en í öðrum Norðurlöndum en færri en víða annars staðar í Evrópu. Sænsk stjórnvöld hafa skorið sig töluvert frá nágrannaríkjum sínum þar sem gripið hefur verið til mun vægari sóttvarnaaðgerða þar. Uppfært 14.6.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var misritað að smituðum hefði fjölgað síðasta mánuðinn eftir að þeim fjölgaði töluvert í vor. Það rétta er að smitunum hefur fækkað að undanförnu eftir bylgjuna sem gekk yfir.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira