Ríkið gerir sátt við fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2021 07:48 Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg í Frakklandi. Vísir/Epa Íslenska ríkið hefur gert dómsátt við Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, og hefur mál hans verið fellt niður hjá Mannréttindadómstól Evrópu vegna þessa. Samkvæmt sáttinni fær hann 15 þúsund evrur í bætur, um 2,2 milljónir króna. Frá þessu segir í Fréttablaðinu í dag, en til stóð að Mannréttindadómstóllinn tæki mál hans til efnislegrar meðferðar síðasta sumar. Með sáttinni afsalar Magnús sér rétti til að gera frekari kröfur á hendur ríkinu í málinu og ríkið viðurkennir að brotið hafi verið á rétti Magnúsar til réttlátrar málsmeðferðar. Magnús getur í óskað eftir endurupptöku á grunni núgildandi laga. Bankastjórinn fyrrverandi var sakfelldur fyrir aðild sína að markaðsmisnotkun og umboðssvik í svokölluðu Markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Hæstarétti árið 2016. Þar hafði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verið snúið við að hluta þar sem einhverjum ákæruliðum hafði verið vísað frá dómi en hann annars sýknaður. Hæstiréttur sakfelldi Magnús og fleiri á sínum tíma. Magnúsi var hins vegar ekki gerð frekari refsing, en hann hafði áður hlotið fjögurra og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Al Thani málinu svokallaða. Deilt um hæfi dómara Magnús kærði málið til Mannréttindadómstólsins á þeim grunni að Ingveldur Einarsdóttir og Þorgeir Örlygsson, dómarar við Hæstarétt, hafi verið vanhæf til að fella dóm á mál hans vegna starfa sona þeirra. Sagði að sonur Ingveldar hafi verið aðstoðarsaksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara og sonur Þorgeirs starfaði sem yfirlögfræðingur hjá slitastjórn Kaupþings. Í kærunni var sömuleiðis vísað í hlutabréfaeign fjögurra dómara við Hæstarétt. Þetta er ekki fyrsta málið þar sem íslenska ríkið viðurkennir að menn hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð í tengslum við dóma sem féllu hérlendis vegna hrunmála. Í mars var til að mynda sagt frá því að ríkið hafi greitt fimm Íslendingum – þeim Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni, Ívari Guðjónssyni, Sigurþóri Charles Guðmundssyni, Margréti Guðjónsdóttur og Karli Emil Wernerssyni – bætur og felldi Mannréttindadómstóllinn málin niður í kjölfarið. Mannréttindadómstóll Evrópu Dómsmál Hrunið Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn að gefa Íslandi falleinkunn Lögmaður fyrrverandi bankastjóra Landsbankans segir kerfið hafa fengið falleinkunn hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimm manns hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í málaferlum eftir hrun bankakerfisins. 4. mars 2021 19:00 Ríkið viðurkennir brot á mannréttindum og greiðir milljónir í bætur Íslenska ríkið viðurkennir að fimm Íslendingar hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð hér á landi varðandi dóma sem þeir fengu í kjölfar hrunsins. Ríkið greiðir bætur í málinu og hefur Mannréttindadómstóll Evrópu því fellt niður málin. 4. mars 2021 10:04 Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er engin samkeppni, þetta er fákeppni“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Frá þessu segir í Fréttablaðinu í dag, en til stóð að Mannréttindadómstóllinn tæki mál hans til efnislegrar meðferðar síðasta sumar. Með sáttinni afsalar Magnús sér rétti til að gera frekari kröfur á hendur ríkinu í málinu og ríkið viðurkennir að brotið hafi verið á rétti Magnúsar til réttlátrar málsmeðferðar. Magnús getur í óskað eftir endurupptöku á grunni núgildandi laga. Bankastjórinn fyrrverandi var sakfelldur fyrir aðild sína að markaðsmisnotkun og umboðssvik í svokölluðu Markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Hæstarétti árið 2016. Þar hafði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verið snúið við að hluta þar sem einhverjum ákæruliðum hafði verið vísað frá dómi en hann annars sýknaður. Hæstiréttur sakfelldi Magnús og fleiri á sínum tíma. Magnúsi var hins vegar ekki gerð frekari refsing, en hann hafði áður hlotið fjögurra og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Al Thani málinu svokallaða. Deilt um hæfi dómara Magnús kærði málið til Mannréttindadómstólsins á þeim grunni að Ingveldur Einarsdóttir og Þorgeir Örlygsson, dómarar við Hæstarétt, hafi verið vanhæf til að fella dóm á mál hans vegna starfa sona þeirra. Sagði að sonur Ingveldar hafi verið aðstoðarsaksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara og sonur Þorgeirs starfaði sem yfirlögfræðingur hjá slitastjórn Kaupþings. Í kærunni var sömuleiðis vísað í hlutabréfaeign fjögurra dómara við Hæstarétt. Þetta er ekki fyrsta málið þar sem íslenska ríkið viðurkennir að menn hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð í tengslum við dóma sem féllu hérlendis vegna hrunmála. Í mars var til að mynda sagt frá því að ríkið hafi greitt fimm Íslendingum – þeim Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni, Ívari Guðjónssyni, Sigurþóri Charles Guðmundssyni, Margréti Guðjónsdóttur og Karli Emil Wernerssyni – bætur og felldi Mannréttindadómstóllinn málin niður í kjölfarið.
Mannréttindadómstóll Evrópu Dómsmál Hrunið Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn að gefa Íslandi falleinkunn Lögmaður fyrrverandi bankastjóra Landsbankans segir kerfið hafa fengið falleinkunn hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimm manns hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í málaferlum eftir hrun bankakerfisins. 4. mars 2021 19:00 Ríkið viðurkennir brot á mannréttindum og greiðir milljónir í bætur Íslenska ríkið viðurkennir að fimm Íslendingar hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð hér á landi varðandi dóma sem þeir fengu í kjölfar hrunsins. Ríkið greiðir bætur í málinu og hefur Mannréttindadómstóll Evrópu því fellt niður málin. 4. mars 2021 10:04 Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er engin samkeppni, þetta er fákeppni“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn að gefa Íslandi falleinkunn Lögmaður fyrrverandi bankastjóra Landsbankans segir kerfið hafa fengið falleinkunn hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimm manns hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í málaferlum eftir hrun bankakerfisins. 4. mars 2021 19:00
Ríkið viðurkennir brot á mannréttindum og greiðir milljónir í bætur Íslenska ríkið viðurkennir að fimm Íslendingar hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð hér á landi varðandi dóma sem þeir fengu í kjölfar hrunsins. Ríkið greiðir bætur í málinu og hefur Mannréttindadómstóll Evrópu því fellt niður málin. 4. mars 2021 10:04