Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2021 15:54 Kona mótmælir meðferð Kínverja á Úígúrum í Tyrklandi. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um þjóðarmorð á þjóðernisminnihlutum í Xinjiang-héraði. Vísir/EPA Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. Sérfræðingar telja að kínversk stjórnvöld hafi tekið allt að milljón úígúra og aðra minnihlutahópa sem eru íslamstrúar höndum í Xinjiang. Hundruð þúsunda manna hafi verið komið fyrir í fangabúðum þar sem þeir eru sagðir beittir líkamlegum og andlegum pyntingum. Kínversk stjórnvöld hafa hafnað því að mannréttindabrot eigi sér stað í Xinjiang og hafa talað um búðirnar sem einhvers konar endurmenntunarbúðir sem eigi að koma í veg fyrir að fólk snúist til öfgahyggju. Það sé liður í baráttu gegn hryðjuverkum í Xinjiang. Í skýrslu sem Amnesty International birti í dag hvetja samtökin Sameinuðu þjóðirnar til þess að rannsaka meint brot Kínastjórnar gegn úígúrum, Kasökkum og öðrum þjóðernishópum sem eru múslimatrúar, þar á meðal handtökur, eftirlit og pyntingar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það ætti að slá samvisku mannkynsins að gríðarlegur fjöldi fólks hafi verið látinn sæta heilaþvætti, pyntingum og annarri niðurlægjandi meðferð í einangrunarbúðum á meðan milljónir til viðbótar búa við ótta í umfangsmiklu eftirlitssamfélagi,“ sagði Agnes Callamard, framkvæmdastjóri Amnesty International. Ásakanir hafa verið uppi um að í Xianjang hafi kínversk stjórnvöld gert ófrjósemisaðgerðir gegn vilja fólks, þungunarrof og ofsótt trúarleiðtoga til þess að uppræta trúar- og menningarhefðir úígúra. Þá hafa stjórnvöld gagngert flutt inn fólk af Han-ætt, fjölmennta þjóðarbrotinu í Kína, í Xinjiang til þess að gera heimamenn að minnihlutahópi þar. Amnesty telur að fangar í búðunum sæti stanslausri innrætingarherferð auk þess sem þeir séu misnotaðir andlega og líkamlega. Skýrsla samtakanna byggir á viðtölum við á sjötta tug fyrrverandi fanga sem lýsa meðal annars hvernig þeir voru barðir, gefin rafstuð, sviptir svefni, hengdir upp á vegg, fjötraðir niður og látnir dúsa í kulda og einangrun svo eitthvað sé nefnt. Kína Mannréttindi Tengdar fréttir ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10 Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46 Segja Úígúra útskrifaða úr fangabúðum Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild. 9. desember 2019 09:22 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Sérfræðingar telja að kínversk stjórnvöld hafi tekið allt að milljón úígúra og aðra minnihlutahópa sem eru íslamstrúar höndum í Xinjiang. Hundruð þúsunda manna hafi verið komið fyrir í fangabúðum þar sem þeir eru sagðir beittir líkamlegum og andlegum pyntingum. Kínversk stjórnvöld hafa hafnað því að mannréttindabrot eigi sér stað í Xinjiang og hafa talað um búðirnar sem einhvers konar endurmenntunarbúðir sem eigi að koma í veg fyrir að fólk snúist til öfgahyggju. Það sé liður í baráttu gegn hryðjuverkum í Xinjiang. Í skýrslu sem Amnesty International birti í dag hvetja samtökin Sameinuðu þjóðirnar til þess að rannsaka meint brot Kínastjórnar gegn úígúrum, Kasökkum og öðrum þjóðernishópum sem eru múslimatrúar, þar á meðal handtökur, eftirlit og pyntingar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það ætti að slá samvisku mannkynsins að gríðarlegur fjöldi fólks hafi verið látinn sæta heilaþvætti, pyntingum og annarri niðurlægjandi meðferð í einangrunarbúðum á meðan milljónir til viðbótar búa við ótta í umfangsmiklu eftirlitssamfélagi,“ sagði Agnes Callamard, framkvæmdastjóri Amnesty International. Ásakanir hafa verið uppi um að í Xianjang hafi kínversk stjórnvöld gert ófrjósemisaðgerðir gegn vilja fólks, þungunarrof og ofsótt trúarleiðtoga til þess að uppræta trúar- og menningarhefðir úígúra. Þá hafa stjórnvöld gagngert flutt inn fólk af Han-ætt, fjölmennta þjóðarbrotinu í Kína, í Xinjiang til þess að gera heimamenn að minnihlutahópi þar. Amnesty telur að fangar í búðunum sæti stanslausri innrætingarherferð auk þess sem þeir séu misnotaðir andlega og líkamlega. Skýrsla samtakanna byggir á viðtölum við á sjötta tug fyrrverandi fanga sem lýsa meðal annars hvernig þeir voru barðir, gefin rafstuð, sviptir svefni, hengdir upp á vegg, fjötraðir niður og látnir dúsa í kulda og einangrun svo eitthvað sé nefnt.
Kína Mannréttindi Tengdar fréttir ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10 Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46 Segja Úígúra útskrifaða úr fangabúðum Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild. 9. desember 2019 09:22 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10
Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56
Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46
Segja Úígúra útskrifaða úr fangabúðum Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild. 9. desember 2019 09:22