Viðurkenna Suður-Íshafið sem heimshaf Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2021 13:01 Suður-Íshafið umvefur Suðurskautslandið. Hlutar þess hlýna nú afar hratt og eiga þátt í að bræða jökla sem ganga fram í sjó neðan frá. Vísir/EPA Suður-Íshafið í kringum Suðurskautslandið verður nú skráð sem fimmta heimshafið á kortum Landafræðifélags Bandaríkjanna í fyrsta skipti í meira en hundrað ára sögu þess. Fram að þessu hefur óeining ríkt um fjölda heimshafanna og félagið hefur aðeins viðurkennt fjögur. Ekki voru allir á einu máli um nafnið og ytri mörkin þegar Alþjóðasjómælingastofnunin (IHO) lagði til útlínur Suður-Íshafsins, hafsvæðis sem nær frá ströndum Suðurskautslandsins í suðri til 60 breiddargráðu suður í norðri árið 2000. Þess vegna hefur Landafræðifélagið (e. National Geographic Society) merkt hafið á kortum en alltaf með fyrirvara um að ekki séu allir sáttir við skilgreininguna. Nú hefur félagið ákveðið að viðurkenna Suður-Íshafið formlega. Samkvæmt því verða heimshöfin því fimm á kortum og kortaatlösum sem það gefur út: Norður-Íshafið, Atlantshaf, Indlandshaf, Kyrrahaf og Suður-Íshafið. „Fólk horfir til okkar um landfræðilegar staðreyndir: hversu margar heimsálfur, hversu mörg lönd, hversu mörg höf? Þar til nú höfum við sagt fjögur höf,“ segir Alex Tait, landfræðingur hjá félaginu, við Washington Post. Four oceans or five? It's #WorldOceansDay🌊 and National Geographic is making a change to recognize the Southern Ocean as a fifth official ocean in our atlases and maps! https://t.co/HSHRUAyWuE— National Geographic (@NatGeo) June 8, 2021 Ákvörðun félagsins er talin hafa mikil áhrif því að margir aðrir kortagerðarmenn fylgja fordæmi þess. Landafræðifélagið ætlar að halda sig við skilgreiningu IHO og miða við að Suður-Íshafið nái norður að sextugustu breiddargráðu suður. Drake-sund og Scotia-haf falla þannig fyrir utan Suður-Íshafið. Suður-Íshafið er sagt einkennast af öflugum pólhverfum hafstraumi sem streymir í kringum Suðurskautslandið í austur. Margir hafa heyrt talað um höfin sjö en það orðatiltæki á lítið skylt við formlega skilgreiningu á heimshöfunum. Í grein á Vísindavefnum kemur fram að talað hafi verið um sjö hóf í þúsundir ára á ólíkum menningarsvæðum í Evrópu. Stundum hafi verið átt við hafsvæði á þekktum siglingaleiðum, stundum hafi höfin sjö vísað til hafsvæða í næsta nágrenni en einnig fjarlægra og jafnvel óþekktra hafsvæða. Þannig þurfi ekki að vera að höfin sjö hafi endilega alltaf vísað til sjö tiltekinna hafsvæða heldur alveg eins notað sem samheiti yfir höfin eins og þau voru þekkt hverju sinni. Mörk Suður-Íshafsins eins og National Geographic Society skilgreinir þau.Matthew W. Chwastyk and Greg Ugiansky, NG Staff Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Enn mikil óvissa um áhrif hlýnunar á Suðurskautsísinn Mannkynið þarf að vera undir það búið að takast á við breitt bil mögulegrar bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu í framtíðinni. Tveimur nýjum rannsóknum greinir á um hversu hratt ísinn gæti hopað með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna. 7. maí 2021 15:04 Ísjaki stærri en höfuðborgarsvæðið brotnaði af Suðurskautsísnum Risavaxinn borgarísjaki sem er stærri en höfuðborgarsvæðið að flatarmáli brotnaði af Brunt-íshellunni á Suðurskautslandinu á föstudag. Tæpur áratugur er liðinn frá því að breskir vísindamenn komu fyrst auga á sprungumyndun í ísnum. 1. mars 2021 11:09 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Ekki voru allir á einu máli um nafnið og ytri mörkin þegar Alþjóðasjómælingastofnunin (IHO) lagði til útlínur Suður-Íshafsins, hafsvæðis sem nær frá ströndum Suðurskautslandsins í suðri til 60 breiddargráðu suður í norðri árið 2000. Þess vegna hefur Landafræðifélagið (e. National Geographic Society) merkt hafið á kortum en alltaf með fyrirvara um að ekki séu allir sáttir við skilgreininguna. Nú hefur félagið ákveðið að viðurkenna Suður-Íshafið formlega. Samkvæmt því verða heimshöfin því fimm á kortum og kortaatlösum sem það gefur út: Norður-Íshafið, Atlantshaf, Indlandshaf, Kyrrahaf og Suður-Íshafið. „Fólk horfir til okkar um landfræðilegar staðreyndir: hversu margar heimsálfur, hversu mörg lönd, hversu mörg höf? Þar til nú höfum við sagt fjögur höf,“ segir Alex Tait, landfræðingur hjá félaginu, við Washington Post. Four oceans or five? It's #WorldOceansDay🌊 and National Geographic is making a change to recognize the Southern Ocean as a fifth official ocean in our atlases and maps! https://t.co/HSHRUAyWuE— National Geographic (@NatGeo) June 8, 2021 Ákvörðun félagsins er talin hafa mikil áhrif því að margir aðrir kortagerðarmenn fylgja fordæmi þess. Landafræðifélagið ætlar að halda sig við skilgreiningu IHO og miða við að Suður-Íshafið nái norður að sextugustu breiddargráðu suður. Drake-sund og Scotia-haf falla þannig fyrir utan Suður-Íshafið. Suður-Íshafið er sagt einkennast af öflugum pólhverfum hafstraumi sem streymir í kringum Suðurskautslandið í austur. Margir hafa heyrt talað um höfin sjö en það orðatiltæki á lítið skylt við formlega skilgreiningu á heimshöfunum. Í grein á Vísindavefnum kemur fram að talað hafi verið um sjö hóf í þúsundir ára á ólíkum menningarsvæðum í Evrópu. Stundum hafi verið átt við hafsvæði á þekktum siglingaleiðum, stundum hafi höfin sjö vísað til hafsvæða í næsta nágrenni en einnig fjarlægra og jafnvel óþekktra hafsvæða. Þannig þurfi ekki að vera að höfin sjö hafi endilega alltaf vísað til sjö tiltekinna hafsvæða heldur alveg eins notað sem samheiti yfir höfin eins og þau voru þekkt hverju sinni. Mörk Suður-Íshafsins eins og National Geographic Society skilgreinir þau.Matthew W. Chwastyk and Greg Ugiansky, NG Staff
Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Enn mikil óvissa um áhrif hlýnunar á Suðurskautsísinn Mannkynið þarf að vera undir það búið að takast á við breitt bil mögulegrar bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu í framtíðinni. Tveimur nýjum rannsóknum greinir á um hversu hratt ísinn gæti hopað með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna. 7. maí 2021 15:04 Ísjaki stærri en höfuðborgarsvæðið brotnaði af Suðurskautsísnum Risavaxinn borgarísjaki sem er stærri en höfuðborgarsvæðið að flatarmáli brotnaði af Brunt-íshellunni á Suðurskautslandinu á föstudag. Tæpur áratugur er liðinn frá því að breskir vísindamenn komu fyrst auga á sprungumyndun í ísnum. 1. mars 2021 11:09 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Enn mikil óvissa um áhrif hlýnunar á Suðurskautsísinn Mannkynið þarf að vera undir það búið að takast á við breitt bil mögulegrar bráðnunar jökla á Suðurskautslandinu í framtíðinni. Tveimur nýjum rannsóknum greinir á um hversu hratt ísinn gæti hopað með áframhaldandi hlýnun jarðar af völdum manna. 7. maí 2021 15:04
Ísjaki stærri en höfuðborgarsvæðið brotnaði af Suðurskautsísnum Risavaxinn borgarísjaki sem er stærri en höfuðborgarsvæðið að flatarmáli brotnaði af Brunt-íshellunni á Suðurskautslandinu á föstudag. Tæpur áratugur er liðinn frá því að breskir vísindamenn komu fyrst auga á sprungumyndun í ísnum. 1. mars 2021 11:09