Innanhússrannsókn Ernu Ólafur Stephensen skrifar 9. júní 2021 16:00 Erna Bjarnadóttir, starfsmaður Mjólkursamsölunnar og pennavinkona mín, dregur fáeinar rangar ályktanir í grein sem hún birti hér á Vísi í gær, um Félag atvinnurekenda og fríverzlunarsamning við Bretland. Ég leyfi mér að staldra við tvær. Erna vitnar í fyrsta lagi til fréttatilkynningar FA, þar sem sagt var frá því að hagsmunaaðilar í landbúnaði hefðu lagzt gegn útvíkkun fríverzlunar með búvörur milli Íslands og Bretlands. Erna segir að FA hafi greinilega fengið nákvæmar upplýsingar um hvað var að gerast í samningaviðræðum Íslands og Bretlands og fengið meiri upplýsingar en hagsmunaaðilar í landbúnaði. Ernu skal í fullri vinsemd bent á dagsetninguna á fréttatilkynningu FA. Hún var send út á mánudag en samningum við Bretland lauk í síðustu viku. FA fékk engar upplýsingar um gang viðræðnanna frá stjórnvöldum meðan á þeim stóð og ekki eftir að þeim lauk heldur, annað en það sem fram kom á vef utanríkisráðuneytisins. Formaður Bændasamtakanna upplýsti hins vegar í Morgunblaðinu á mánudag að þau hefðu átt fund með utanríkisráðuneytinu meðan á viðræðum stóð, fengið upplýsingar og komið sjónarmiðum sínum á framfæri. FA hefði verið þakklátt fyrir svipaðan aðgang, en honum var ekki fyrir að fara. Í öðru lagi segir Erna, eftir að hafa ranglega búið til í huga sér einhverja aðkomu FA að samningaviðræðunum vegna þess að félagið býr yfir upplýsingum um gang þeirra, að hún sé „fordæmalaus“, „á kostnað almennra viðskiptahagsmuna Íslands í samningaviðræðunum“ og málið verði að „rannsaka sérstaklega“. Það væri klárlega gagnlegt að hafin yrði rannsókn á óeðlilegum áhrifum sérhagsmuna á þessar samningaviðræður, en helzt gæti sú rannsókn orðið innanhússrannsókn hjá hagsmunaaðilum í landbúnaðinum – einhver úr þeirra hópi gæti nefnilega hafa verið svolítið gleiður að lýsa því hvernig tókst að koma í veg fyrir að tilboði Breta um aukna fríverzlun með búvörur yrði tekið. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Landbúnaður Tengdar fréttir Félag atvinnurekenda og fríverslunarsamningur við Bretland Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) fer mikinn þessa dagana vegna kynningar utanríkisráðherra á samningsdrögum að nýjum fríverslunarsamningi við Bretland. Í langri fréttatilkynningu FA um samningsdrögin eru hlutirnir málaðir sterkum litum. Enn og aftur rennur framkvæmdastjórinn til á svellinu, en það er ekki í fyrsta skipti. 8. júní 2021 20:01 Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Sjá meira
Erna Bjarnadóttir, starfsmaður Mjólkursamsölunnar og pennavinkona mín, dregur fáeinar rangar ályktanir í grein sem hún birti hér á Vísi í gær, um Félag atvinnurekenda og fríverzlunarsamning við Bretland. Ég leyfi mér að staldra við tvær. Erna vitnar í fyrsta lagi til fréttatilkynningar FA, þar sem sagt var frá því að hagsmunaaðilar í landbúnaði hefðu lagzt gegn útvíkkun fríverzlunar með búvörur milli Íslands og Bretlands. Erna segir að FA hafi greinilega fengið nákvæmar upplýsingar um hvað var að gerast í samningaviðræðum Íslands og Bretlands og fengið meiri upplýsingar en hagsmunaaðilar í landbúnaði. Ernu skal í fullri vinsemd bent á dagsetninguna á fréttatilkynningu FA. Hún var send út á mánudag en samningum við Bretland lauk í síðustu viku. FA fékk engar upplýsingar um gang viðræðnanna frá stjórnvöldum meðan á þeim stóð og ekki eftir að þeim lauk heldur, annað en það sem fram kom á vef utanríkisráðuneytisins. Formaður Bændasamtakanna upplýsti hins vegar í Morgunblaðinu á mánudag að þau hefðu átt fund með utanríkisráðuneytinu meðan á viðræðum stóð, fengið upplýsingar og komið sjónarmiðum sínum á framfæri. FA hefði verið þakklátt fyrir svipaðan aðgang, en honum var ekki fyrir að fara. Í öðru lagi segir Erna, eftir að hafa ranglega búið til í huga sér einhverja aðkomu FA að samningaviðræðunum vegna þess að félagið býr yfir upplýsingum um gang þeirra, að hún sé „fordæmalaus“, „á kostnað almennra viðskiptahagsmuna Íslands í samningaviðræðunum“ og málið verði að „rannsaka sérstaklega“. Það væri klárlega gagnlegt að hafin yrði rannsókn á óeðlilegum áhrifum sérhagsmuna á þessar samningaviðræður, en helzt gæti sú rannsókn orðið innanhússrannsókn hjá hagsmunaaðilum í landbúnaðinum – einhver úr þeirra hópi gæti nefnilega hafa verið svolítið gleiður að lýsa því hvernig tókst að koma í veg fyrir að tilboði Breta um aukna fríverzlun með búvörur yrði tekið. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Félag atvinnurekenda og fríverslunarsamningur við Bretland Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) fer mikinn þessa dagana vegna kynningar utanríkisráðherra á samningsdrögum að nýjum fríverslunarsamningi við Bretland. Í langri fréttatilkynningu FA um samningsdrögin eru hlutirnir málaðir sterkum litum. Enn og aftur rennur framkvæmdastjórinn til á svellinu, en það er ekki í fyrsta skipti. 8. júní 2021 20:01
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun