Harry og Meghan sögð ekki hafa borið nafngiftina undir drottninguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júní 2021 07:04 Árið 2018, þegar allt lék enn í lyndi. AP/Matt Dunham Harry og Meghan, hertogahjónin af Sussex, báðu Elísabetu drottningu ekki um leyfi áður en þau ákváðu að nefna dóttur sína Lilibet, Lísbet upp á íslensku, en um er að ræða fjölskyldu-gælunafn drottningarinnar frá því hún var stúlka. Þetta hefur BBC eftir heimildarmanni innan konungshallarinnar. Heimildarmaður náinn hertogahjónunum hafði hins vegar áður sagt við BBC að Harry hefði rætt við drottninguna fyrir fæðingu stúlkunnar og hefði talað við hana um nafnið. Eins og þekkt er orðið hefur andað köldu milli Harry og Meghan og annarra meðlima konungsfjölskyldunnar frá því að parið opnaði sig í viðtali við Opruh Winfrey. Þar greindu þau meðal annars frá því að áhyggjur hefðu verið uppi um litaraft sonar þeirra, Archie. Margir hafa lesið það í viðbrögð konungsfjölskyldunnar á samfélagsmiðlum við fæðingu Lísbet að enn sé ekki gróið um heilt, en í yfirlýsingum sögðust fjölskyldumeðlimir „hæstánægðir“ (e. delighted) að heyra af fæðingunni. Það voru nú öll innilegheitin. We are all delighted by the happy news of the arrival of baby Lili. Congratulations to Harry, Meghan and Archie.— The Duke and Duchess of Cambridge (@KensingtonRoyal) June 6, 2021 Gælunafn frá Georg V Harry og Meghan tilkynntu um fæðingu dótturinn síðustu helgi og sögðu Lísbet „Lili“ Díönu Mountbatten-Windsor hafa komið í heiminn á spítala í Santa Barbara í Kaliforníu á föstudag. Rekja má sögu gælunafnsins til þess þegar Elísabet drottning var barn og gat ekki almennilega borið fram nafnið sitt. Afi hennar, George V, tók þá upp á því að kalla hana Lísbet, sem festist við stúlkuna og varð gælunafnið hennar innan fjölskyldunnar. Hertoginn af Edinborg, sem lést nýlega, er sagður hafa notað nafnið þegar hann ávarpaði eiginkonu sína. Lísbet er ellefta barnabarn drottningarinnar og yngri systir hins tveggja ára Archie. Hún deilir millinafninu Díana með Karlottu frænku sinni, dóttur Vilhjálms Bretaprins og Katrínar Middleton. Harry og Meghan segjast ekki ætla að eignast fleiri börn. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Sjá meira
Þetta hefur BBC eftir heimildarmanni innan konungshallarinnar. Heimildarmaður náinn hertogahjónunum hafði hins vegar áður sagt við BBC að Harry hefði rætt við drottninguna fyrir fæðingu stúlkunnar og hefði talað við hana um nafnið. Eins og þekkt er orðið hefur andað köldu milli Harry og Meghan og annarra meðlima konungsfjölskyldunnar frá því að parið opnaði sig í viðtali við Opruh Winfrey. Þar greindu þau meðal annars frá því að áhyggjur hefðu verið uppi um litaraft sonar þeirra, Archie. Margir hafa lesið það í viðbrögð konungsfjölskyldunnar á samfélagsmiðlum við fæðingu Lísbet að enn sé ekki gróið um heilt, en í yfirlýsingum sögðust fjölskyldumeðlimir „hæstánægðir“ (e. delighted) að heyra af fæðingunni. Það voru nú öll innilegheitin. We are all delighted by the happy news of the arrival of baby Lili. Congratulations to Harry, Meghan and Archie.— The Duke and Duchess of Cambridge (@KensingtonRoyal) June 6, 2021 Gælunafn frá Georg V Harry og Meghan tilkynntu um fæðingu dótturinn síðustu helgi og sögðu Lísbet „Lili“ Díönu Mountbatten-Windsor hafa komið í heiminn á spítala í Santa Barbara í Kaliforníu á föstudag. Rekja má sögu gælunafnsins til þess þegar Elísabet drottning var barn og gat ekki almennilega borið fram nafnið sitt. Afi hennar, George V, tók þá upp á því að kalla hana Lísbet, sem festist við stúlkuna og varð gælunafnið hennar innan fjölskyldunnar. Hertoginn af Edinborg, sem lést nýlega, er sagður hafa notað nafnið þegar hann ávarpaði eiginkonu sína. Lísbet er ellefta barnabarn drottningarinnar og yngri systir hins tveggja ára Archie. Hún deilir millinafninu Díana með Karlottu frænku sinni, dóttur Vilhjálms Bretaprins og Katrínar Middleton. Harry og Meghan segjast ekki ætla að eignast fleiri börn.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Þau þurfi að finna hvar þau eiga heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Sjá meira