Maðurinn enn ófundinn og foreldrar kalla eftir eftirlitsmyndavélum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júní 2021 19:17 Ragnar Örn Óttósson, faðir sjö ára stúlku sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. VÍSIR/ARNAR Faðir sjö ára stúlku, sem brást hetjulega við þegar maður reyndi að nema hana á brott á leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi, vill að eftirlitsmyndavélum verði komið fyrir á leikvöllum í borginni. Stúlkan sem er sjö ára var á leikvelli í Funafold með bróður sínum og vinkonu þegar atvikið átti sér stað. Ragnar Örn, faðir stúlkunnar, var að vinna á dráttarvél í bakgarði í næsta húsi. „Þegar ég er að bakka vélinni út úr garðinum sé ég skelfingarsvip á húsráðanda, vini mínum, og þá hafði barnið komið til baka grátandi,“ segir Ragnar Örn Ottósson, faðir stúlkunnar. Vinkonan og litli bróðirinn höfðu brugðið sér inn til að fara á klósettið og í sömu andrá hafi maður nálgast dóttur hans. „Hann segir við hana heyrðu viltu ekki koma og sjá hundinn minn. Hún segir nei ég er ekki að fara með þér. Við höfum kennt henni að fara ekki með neinum. Hann grípur þá utan um hana og lyftir henni upp og heldur henni þéttingsfast,“ segir Ragnar. Stúlkan hafi þá brugðist hárrétt við. Leikvöllurinn er í Funafold í Grafarvogi. VÍSIR/ARNAR „Reiðisöskur og grátur og svo gefur hún honum hnéspark í punginn,“ segir Ragnar. Manninum hafi brugðið við og hlaupið á brott. Leit að manninum fór strax af stað og lögreglu bar að garði. Stúlkan gat gefið góða lýsingu á manninum; hann var dökkhærður, klæddur grárri peysu og gráum íþróttabuxum. Ragnar biðlar til nágranna á svæðinu að kanna hvort atvikið hafi mögulega náðst á eftirlitsmyndavélum. Hann furðar sig á því að það sé ekki að minnsta kosti ein myndavél við hvern leikvöll. „Eins og á bensínstöðinni Olís, þar eru örugglega átta myndavélar. Er þetta ekki það sem við viljum sjá: öruggt svæði og netmyndavél sem er þá kannski hægt að glugga í eftir á,“ segir Ragnar. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.Vísir/Arnar Málið er til rannsóknar hjá lögreglu en maðurinn hefur ekki fundist. Dóttur Ragnars líður ágætlega og segir hann fjölskylduna hafa lagt áherslu á að hrósa henni fyrir að standa sig vel í erfiðum aðstæðum. „Ég er rosalega stoltur af dóttur minni,“ segir Ragnar. Barnavernd Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Stúlkan sem er sjö ára var á leikvelli í Funafold með bróður sínum og vinkonu þegar atvikið átti sér stað. Ragnar Örn, faðir stúlkunnar, var að vinna á dráttarvél í bakgarði í næsta húsi. „Þegar ég er að bakka vélinni út úr garðinum sé ég skelfingarsvip á húsráðanda, vini mínum, og þá hafði barnið komið til baka grátandi,“ segir Ragnar Örn Ottósson, faðir stúlkunnar. Vinkonan og litli bróðirinn höfðu brugðið sér inn til að fara á klósettið og í sömu andrá hafi maður nálgast dóttur hans. „Hann segir við hana heyrðu viltu ekki koma og sjá hundinn minn. Hún segir nei ég er ekki að fara með þér. Við höfum kennt henni að fara ekki með neinum. Hann grípur þá utan um hana og lyftir henni upp og heldur henni þéttingsfast,“ segir Ragnar. Stúlkan hafi þá brugðist hárrétt við. Leikvöllurinn er í Funafold í Grafarvogi. VÍSIR/ARNAR „Reiðisöskur og grátur og svo gefur hún honum hnéspark í punginn,“ segir Ragnar. Manninum hafi brugðið við og hlaupið á brott. Leit að manninum fór strax af stað og lögreglu bar að garði. Stúlkan gat gefið góða lýsingu á manninum; hann var dökkhærður, klæddur grárri peysu og gráum íþróttabuxum. Ragnar biðlar til nágranna á svæðinu að kanna hvort atvikið hafi mögulega náðst á eftirlitsmyndavélum. Hann furðar sig á því að það sé ekki að minnsta kosti ein myndavél við hvern leikvöll. „Eins og á bensínstöðinni Olís, þar eru örugglega átta myndavélar. Er þetta ekki það sem við viljum sjá: öruggt svæði og netmyndavél sem er þá kannski hægt að glugga í eftir á,“ segir Ragnar. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.Vísir/Arnar Málið er til rannsóknar hjá lögreglu en maðurinn hefur ekki fundist. Dóttur Ragnars líður ágætlega og segir hann fjölskylduna hafa lagt áherslu á að hrósa henni fyrir að standa sig vel í erfiðum aðstæðum. „Ég er rosalega stoltur af dóttur minni,“ segir Ragnar.
Barnavernd Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira