Valsmenn þurfa að gera það í næstu leikjum sem þeim tókst ekki í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2021 13:31 Sigtryggur Daði Rúnarsson er með 11 mörk úr 16 skotum í þeim tveimur leikjum sem hann hefur spilað á móti Val í vetur. Vísir/Elín Björg ÍBV tekur á móti Val í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta en það lið sem hefur betur samanlagt út úr tveimur leikum spilar til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Valsmenn enduðu fjórum sætum ofar en Eyjamenn í deildarkeppninni en tókst samt ekki að landa einu einasta stigi í innbyrðis leikjum liðanna í deildinni. Það má í raun halda því fram að ÍBV sé með tak á Valsliðinu því auk tveggja sigra á Val í deildinni þá vann ÍBV einnig sigur á Val í Meistarakeppninni í haust. Þrír leikir og þrír Eyjasigrar. Eyjamenn eru þó bara sjö mörk í plús í þessum þremur leikjum. Valsmenn unnu Eyjamenn síðast 28. janúar 2020 þegar þeir sóttu tvö stig til Vestmannaeyja með því að vinna 26-25 sigur. Það er einn af þremur deildarsigrum Vals í Vestmannaeyjum frá því í febrúar 2018. Hákon Daði Styrmisson hefur verið markahæstur hjá ÍBV í öllum leikjunum þremur á þessu tímabili en hann skoraði 10 mörk í síðasta leik og alls 22 mörk úr 33 skotum í þessum þremur leikjum. Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði 11 mörk í þeim tveimur leikjum sem hann spilaði og Kári Kristján Kristjánsson nýtti öll níu skotin sín í þessum þremur leikjum. Gömlu Eyjamennirnir í Valsliðinu hafa ekki alveg verið upp á sitt besta í þessum leikjum ef þeir hafa yfir höfuð getað spilað vegna meiðsla. Róbert Aron Hostert var með 6 mörk í þeim tveimur leikjum sem hann spilaði og Agnar Smári Jónsson skoraði aðeins 2 mörk úr 11 skotum í þeim tveimur leikjum sem hann var í búning. Báðir eru þeir þó þekktir fyrir að spila betur eftir því sem leikirnir stækka. Markahæsti Valsmaðurinn í öllum þremur leikjunum var Magnús Óli Magnússon sem skoraði 19 mörk úr aðeins 28 skotum í leikjunum. Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur með honum í tveimur leikjanna og aðeins einu marki á eftir samanlagt með 18 mörk úr aðeins 23 skotum. Það gæti boðað gott fyrir liðið sem vinnur þetta undanúrslitaeinvígi. Sigurvegari síðustu einvíga liðanna hefur endað á því að vinna þann stóra. ÍBV og Valur hafa mæst tvisvar sinnum í úrslitakeppninni á síðustu tíu árum og báðir leikirnir fóru í oddaleik. ÍBV vann 3-2 sigur á Val í undanúrslitum 2014 og fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Valur vann 2-1 sigur á ÍBV í átta liða úrslitum 2017 og fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Leikur ÍBV og Vals í kvöld hefst klukkan 18.00 og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 17.30 og strax á eftir leikinn í Eyjum verður skipt yfir í Garðabæinn og sýnt beint frá fyrri leik Stjörnunnar og Hauka. Seinni bylgjan mun síðan gera upp kvöldið eftir leikinn í Mýrinni og það verður því handboltaveisla á Stöð 2 Sport í fimm klukkutíma eða frá 17.30 til 22.30. Innbyrðis leikir Vals og ÍBV 2020-21: 6. september í Meistarakeppni á Hlíðarenda: ÍBV vann með 2 mörkum (26-24) 26. september í deildinni í Eyjum: ÍBV vann með 4 mörkum (28-24) 17. mars í deildinni á Hlíðarenda: ÍBV vann með 1 marki (29-28) -- Markahæstu menn í þremur innbyrðis leikjum Vals og ÍBV í vetur: Hákon Daði Styrmisson, ÍBV 22/11 Magnús Óli Magnússon, Val 19 Finnur Ingi Stefánsson, Val 18/6 Dagur Arnarsson, ÍBV 12 Sigtryggur Daði Rúnarsson, ÍBV 11 (2 leikir) Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 9/2 Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur ÍBV Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Valsmenn enduðu fjórum sætum ofar en Eyjamenn í deildarkeppninni en tókst samt ekki að landa einu einasta stigi í innbyrðis leikjum liðanna í deildinni. Það má í raun halda því fram að ÍBV sé með tak á Valsliðinu því auk tveggja sigra á Val í deildinni þá vann ÍBV einnig sigur á Val í Meistarakeppninni í haust. Þrír leikir og þrír Eyjasigrar. Eyjamenn eru þó bara sjö mörk í plús í þessum þremur leikjum. Valsmenn unnu Eyjamenn síðast 28. janúar 2020 þegar þeir sóttu tvö stig til Vestmannaeyja með því að vinna 26-25 sigur. Það er einn af þremur deildarsigrum Vals í Vestmannaeyjum frá því í febrúar 2018. Hákon Daði Styrmisson hefur verið markahæstur hjá ÍBV í öllum leikjunum þremur á þessu tímabili en hann skoraði 10 mörk í síðasta leik og alls 22 mörk úr 33 skotum í þessum þremur leikjum. Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði 11 mörk í þeim tveimur leikjum sem hann spilaði og Kári Kristján Kristjánsson nýtti öll níu skotin sín í þessum þremur leikjum. Gömlu Eyjamennirnir í Valsliðinu hafa ekki alveg verið upp á sitt besta í þessum leikjum ef þeir hafa yfir höfuð getað spilað vegna meiðsla. Róbert Aron Hostert var með 6 mörk í þeim tveimur leikjum sem hann spilaði og Agnar Smári Jónsson skoraði aðeins 2 mörk úr 11 skotum í þeim tveimur leikjum sem hann var í búning. Báðir eru þeir þó þekktir fyrir að spila betur eftir því sem leikirnir stækka. Markahæsti Valsmaðurinn í öllum þremur leikjunum var Magnús Óli Magnússon sem skoraði 19 mörk úr aðeins 28 skotum í leikjunum. Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur með honum í tveimur leikjanna og aðeins einu marki á eftir samanlagt með 18 mörk úr aðeins 23 skotum. Það gæti boðað gott fyrir liðið sem vinnur þetta undanúrslitaeinvígi. Sigurvegari síðustu einvíga liðanna hefur endað á því að vinna þann stóra. ÍBV og Valur hafa mæst tvisvar sinnum í úrslitakeppninni á síðustu tíu árum og báðir leikirnir fóru í oddaleik. ÍBV vann 3-2 sigur á Val í undanúrslitum 2014 og fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Valur vann 2-1 sigur á ÍBV í átta liða úrslitum 2017 og fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Leikur ÍBV og Vals í kvöld hefst klukkan 18.00 og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 17.30 og strax á eftir leikinn í Eyjum verður skipt yfir í Garðabæinn og sýnt beint frá fyrri leik Stjörnunnar og Hauka. Seinni bylgjan mun síðan gera upp kvöldið eftir leikinn í Mýrinni og það verður því handboltaveisla á Stöð 2 Sport í fimm klukkutíma eða frá 17.30 til 22.30. Innbyrðis leikir Vals og ÍBV 2020-21: 6. september í Meistarakeppni á Hlíðarenda: ÍBV vann með 2 mörkum (26-24) 26. september í deildinni í Eyjum: ÍBV vann með 4 mörkum (28-24) 17. mars í deildinni á Hlíðarenda: ÍBV vann með 1 marki (29-28) -- Markahæstu menn í þremur innbyrðis leikjum Vals og ÍBV í vetur: Hákon Daði Styrmisson, ÍBV 22/11 Magnús Óli Magnússon, Val 19 Finnur Ingi Stefánsson, Val 18/6 Dagur Arnarsson, ÍBV 12 Sigtryggur Daði Rúnarsson, ÍBV 11 (2 leikir) Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 9/2
Innbyrðis leikir Vals og ÍBV 2020-21: 6. september í Meistarakeppni á Hlíðarenda: ÍBV vann með 2 mörkum (26-24) 26. september í deildinni í Eyjum: ÍBV vann með 4 mörkum (28-24) 17. mars í deildinni á Hlíðarenda: ÍBV vann með 1 marki (29-28) -- Markahæstu menn í þremur innbyrðis leikjum Vals og ÍBV í vetur: Hákon Daði Styrmisson, ÍBV 22/11 Magnús Óli Magnússon, Val 19 Finnur Ingi Stefánsson, Val 18/6 Dagur Arnarsson, ÍBV 12 Sigtryggur Daði Rúnarsson, ÍBV 11 (2 leikir) Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 9/2
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur ÍBV Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni