Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2021 11:15 Drengur gengur fram hjá veggmynd af Daniel Ortega forseta í höfuðborginni Managva. Vísir/EPA Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. Ortega forseti sækist eftir fjórða kjörtímabili sínu í röð í kosningunum sem fara fram 7. nóvember. Hann lét breyta lögum til að hann gæti boðið sig fram fyrir síðustu kosningar árið 2016 en hann hefur setið á forsetastóli óslitið frá 2006. Hörð mótmæli gegn stjórn Ortega geisuðu 2018 og 2019 og drápu öryggissveitir ríkisins hundruð mótmælenda. Reiði mótmælendanna beindist ekki aðeins að breytingum sem Ortega vildi gera almannatryggingakerfi landsins heldur einnig spillingu hans og fjölskyldu hans. Rosario Murillo, eiginkona Ortega, er varaforseti landsins þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið kjörin til opinbers embættis. Þá hefur verið hlaðið undir börn þeirra hjóna og vildarvini. Cristiana Chamorro var handtekin í síðustu viku og er henni nú haldið í stofufangelsi þar sem hún fær ekki að hafa samskipti við umheiminn. Yfirvöld saka hana um peningaþvætti.AP/Diana Ulloa Handtekinn á grundvelli laga um landráð Stjórnarandstaðan sakar Ortega nú um að kúgunarherferð í aðdraganda kosninga sem hann óttist að tapa. Í síðustu viku handtóku yfirvöld Christiönu Chamorro, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar. AP-fréttastofan segir að henni sé nú haldið í stofufangelsi án sambands við umheiminn og hún sökuð um peningaþvætti. Á laugardag var svo Arturo Cruz Sequeira, fyrrverandi sendiherra Níkaragva í Bandaríkjunum, handtekinn við komuna til landsins á grundvelli umdeildra laga um landráð sem stjórn Ortega lét samþykkja í desember. Cruz er talinn líklegasta forsetaefni stjórnarandstöðuflokksins Borgarar fyrir frelsi. Dómari úrskurðaði Cruz í níutíu daga gæsluvarðhald að kröfu ríkissaksóknara í dag. Ríkisstjórnin lét einnig breyta lögum um gæsluvarðhald í desember þannig að hægt væri að úrskurða fólk í níutíu daga varðhald að hámarki í stað tveggja sólarhringa áður. Lögmaður Cruz segist hvorki vita hvar Cruz sé haldið né hvernig honum heilsist. Þá hefur lögmaður Chamorro ekki fengið upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar á henni. Bandaríkjastjórn hefur krafist þess að níkaragvönsk yfirvöld láti þau Chamorro og Cruz laus tafarlaust. Stjórnarandstöðuflokkurinn Þjóðarbandalagið segir að Félix Maradiaga, annar líklegur forsetaframbjóðandi, hafi verið boðaður í viðtal á skrifstofu ríkissaksóknara í dag. Maradiaga segist grunlaus um tilefni boðunarinnar. Safna öllum þráðum valdsins á sínar hendur Ortega forseti var leiðtogi marxísku skæruliðasamtakanna sandínista sem steyptu einræðisherranum Anastasio Somoza Debayle af stóli í vopnaðri byltingu árið 1979. Eftir rúmlega áratugslanga valdatíð sandínista sem litaðist af átökum við Contra-skæruliðana sem nutu stuðnings Bandaríkjastjórnar beið Ortega ósigur í kosningum árið 1990. Árið 2006 endurheimti Ortega forsetaembættið. Stjórnartíð hans hófst ágætlega enda naut Níkaragva rausnarlegs stuðnings olíuríkisins Venesúela. Verulega hefur fjarað undan efnahag Níkaragva samhliða hruni sem hefur átt sér stað í vinaríkinu. Á síðustu fimmtán árum hefur Ortega fest völd sín í sessi og náð tangarhaldi á öllum helstu valdastofnunum: þinginu, dómstólum, hernum, lögreglu og saksóknurum. Þá ganga ásakanir um spillingu Ortega-fjölskyldunnar og sandínista fjöllunum hærra í Níkaragva. Níkaragva Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Ortega forseti sækist eftir fjórða kjörtímabili sínu í röð í kosningunum sem fara fram 7. nóvember. Hann lét breyta lögum til að hann gæti boðið sig fram fyrir síðustu kosningar árið 2016 en hann hefur setið á forsetastóli óslitið frá 2006. Hörð mótmæli gegn stjórn Ortega geisuðu 2018 og 2019 og drápu öryggissveitir ríkisins hundruð mótmælenda. Reiði mótmælendanna beindist ekki aðeins að breytingum sem Ortega vildi gera almannatryggingakerfi landsins heldur einnig spillingu hans og fjölskyldu hans. Rosario Murillo, eiginkona Ortega, er varaforseti landsins þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið kjörin til opinbers embættis. Þá hefur verið hlaðið undir börn þeirra hjóna og vildarvini. Cristiana Chamorro var handtekin í síðustu viku og er henni nú haldið í stofufangelsi þar sem hún fær ekki að hafa samskipti við umheiminn. Yfirvöld saka hana um peningaþvætti.AP/Diana Ulloa Handtekinn á grundvelli laga um landráð Stjórnarandstaðan sakar Ortega nú um að kúgunarherferð í aðdraganda kosninga sem hann óttist að tapa. Í síðustu viku handtóku yfirvöld Christiönu Chamorro, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar. AP-fréttastofan segir að henni sé nú haldið í stofufangelsi án sambands við umheiminn og hún sökuð um peningaþvætti. Á laugardag var svo Arturo Cruz Sequeira, fyrrverandi sendiherra Níkaragva í Bandaríkjunum, handtekinn við komuna til landsins á grundvelli umdeildra laga um landráð sem stjórn Ortega lét samþykkja í desember. Cruz er talinn líklegasta forsetaefni stjórnarandstöðuflokksins Borgarar fyrir frelsi. Dómari úrskurðaði Cruz í níutíu daga gæsluvarðhald að kröfu ríkissaksóknara í dag. Ríkisstjórnin lét einnig breyta lögum um gæsluvarðhald í desember þannig að hægt væri að úrskurða fólk í níutíu daga varðhald að hámarki í stað tveggja sólarhringa áður. Lögmaður Cruz segist hvorki vita hvar Cruz sé haldið né hvernig honum heilsist. Þá hefur lögmaður Chamorro ekki fengið upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar á henni. Bandaríkjastjórn hefur krafist þess að níkaragvönsk yfirvöld láti þau Chamorro og Cruz laus tafarlaust. Stjórnarandstöðuflokkurinn Þjóðarbandalagið segir að Félix Maradiaga, annar líklegur forsetaframbjóðandi, hafi verið boðaður í viðtal á skrifstofu ríkissaksóknara í dag. Maradiaga segist grunlaus um tilefni boðunarinnar. Safna öllum þráðum valdsins á sínar hendur Ortega forseti var leiðtogi marxísku skæruliðasamtakanna sandínista sem steyptu einræðisherranum Anastasio Somoza Debayle af stóli í vopnaðri byltingu árið 1979. Eftir rúmlega áratugslanga valdatíð sandínista sem litaðist af átökum við Contra-skæruliðana sem nutu stuðnings Bandaríkjastjórnar beið Ortega ósigur í kosningum árið 1990. Árið 2006 endurheimti Ortega forsetaembættið. Stjórnartíð hans hófst ágætlega enda naut Níkaragva rausnarlegs stuðnings olíuríkisins Venesúela. Verulega hefur fjarað undan efnahag Níkaragva samhliða hruni sem hefur átt sér stað í vinaríkinu. Á síðustu fimmtán árum hefur Ortega fest völd sín í sessi og náð tangarhaldi á öllum helstu valdastofnunum: þinginu, dómstólum, hernum, lögreglu og saksóknurum. Þá ganga ásakanir um spillingu Ortega-fjölskyldunnar og sandínista fjöllunum hærra í Níkaragva.
Níkaragva Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira