Kalla bjórinn heim frá Afganistan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2021 23:18 Þjóðverjar hafa þegar hafist handa við að draga herlið sitt, og fleira, frá Afganistan. Jan Woitas/Getty Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að ráða verktaka í að flytja tæplega 23 þúsund lítra af bjór frá Afganistan aftur til Þýskalands, nú þegar Atlantshafsbandalagið (NATO) undirbýr að draga hermenn sína út úr Afganistan. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og segir hluta ástæðunnar vera að yfirmenn hafi lagt blátt bann við áfengisneyslu hermanna sökum aukins ofbeldis sem gætt hefur í Afganistan í aðdraganda þess að herlið hverfi þaðan á brott. Ekki var hægt að koma veigunum í verð af trúarlegum og menningarlegum ástæðum, en neysla áfengis er flestum íbúum landsins óheimil samkvæmt lögum. BBC hefur eftir talskonu þýska varnarmálaráðuneytisins að búið sé að finna verktaka til þess að fara með bjórinn til Þýskalands. Þýski miðillinn Der Spiegel greindi fyrst frá því á föstudag að þýskir hermenn ættu mikið af umframbirgðum af áfengi í búðum sínum. Almennt leyfist þeim að drekka tvo bjóra á dag, eða annað sem nemur því áfengismagni. Í Marmal-herbúðum í norðurhluta Afganistan er þannig að finna yfir 60 þúsund bjórdósir og hundruð vínflaska, sem ekki hafa nýst hermönnum sökum hinna nýju reglna. Sem stendur eru rúmlega 1.100 þýskir hermenn í Afganistan. NATO á útleið Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í apríl síðastliðnum að hann myndi draga allt bandarískt herlið út úr Afganistan fyrir 11. september 2021 en þá verða 20 ár liðin upp á dag frá árásunum á Tvíburaturnana í New York. Árásirnar voru kveikjan að innrás Bandaríkjanna í Afganistan haustið 2001. Skömmu eftir að Biden tilkynnti um þessi áform tóku leiðtogar bandalagsþjóða í NATO við að greina frá sams konar fyrirætlunum. Þeir ætli að draga herlið sitt frá Afganistan. Í kjölfarið hefur orðið aukning í ofbeldi og átökum víðs vegar um landið. Bandarísk stjórnvöld og aðrar NATO-þjóðir hafa kennt Talíbönum, ofstækisþjóðernishreyfingunni sem átt hefur í skæruhernaði við stjórnvöld í Afganistan og erlent herlið í landinu, um ástandið. Talíbanar hafa sjálfir hafnað því að eiga hlut að máli. Bandaríkin NATO Þýskaland Afganistan Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og segir hluta ástæðunnar vera að yfirmenn hafi lagt blátt bann við áfengisneyslu hermanna sökum aukins ofbeldis sem gætt hefur í Afganistan í aðdraganda þess að herlið hverfi þaðan á brott. Ekki var hægt að koma veigunum í verð af trúarlegum og menningarlegum ástæðum, en neysla áfengis er flestum íbúum landsins óheimil samkvæmt lögum. BBC hefur eftir talskonu þýska varnarmálaráðuneytisins að búið sé að finna verktaka til þess að fara með bjórinn til Þýskalands. Þýski miðillinn Der Spiegel greindi fyrst frá því á föstudag að þýskir hermenn ættu mikið af umframbirgðum af áfengi í búðum sínum. Almennt leyfist þeim að drekka tvo bjóra á dag, eða annað sem nemur því áfengismagni. Í Marmal-herbúðum í norðurhluta Afganistan er þannig að finna yfir 60 þúsund bjórdósir og hundruð vínflaska, sem ekki hafa nýst hermönnum sökum hinna nýju reglna. Sem stendur eru rúmlega 1.100 þýskir hermenn í Afganistan. NATO á útleið Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í apríl síðastliðnum að hann myndi draga allt bandarískt herlið út úr Afganistan fyrir 11. september 2021 en þá verða 20 ár liðin upp á dag frá árásunum á Tvíburaturnana í New York. Árásirnar voru kveikjan að innrás Bandaríkjanna í Afganistan haustið 2001. Skömmu eftir að Biden tilkynnti um þessi áform tóku leiðtogar bandalagsþjóða í NATO við að greina frá sams konar fyrirætlunum. Þeir ætli að draga herlið sitt frá Afganistan. Í kjölfarið hefur orðið aukning í ofbeldi og átökum víðs vegar um landið. Bandarísk stjórnvöld og aðrar NATO-þjóðir hafa kennt Talíbönum, ofstækisþjóðernishreyfingunni sem átt hefur í skæruhernaði við stjórnvöld í Afganistan og erlent herlið í landinu, um ástandið. Talíbanar hafa sjálfir hafnað því að eiga hlut að máli.
Bandaríkin NATO Þýskaland Afganistan Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira