Fjöldi farþega milli landa tvöfaldast milli mánaða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2021 18:36 Á sjötta þúsund fóru með Icelandair frá Íslandi í síðasta mánuði. Á sama tímabili í fyrra voru brottfararfarþegar 1.600. Vísir/Vilhelm Fjöldi farþega í millilandaflugi hjá Icelandair í maí var rúmlega tvöfalt fleiri en í síðasta mánuði. Félagið hefur aukið flugframboð sitt að undanförnu í takt við aukna eftirspurn eftir flugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu sem vísar til flutningatalna sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag. Fjöldi farþega í millilandaflugi var um 21.900 í liðnum mánuði, samanborið við um 3.200 í fyrra. Fjöldi farþega hingað til lands var um 14.400 í maí, sem er nær þrefalt meira en í apríl. Í maí á síðasta ári voru farþegar hingað til lands aðeins 1.500. Fjöldi farþega frá Íslandi var þá um 5.700, um tvöfalt fleiri en í síðasta mánuði. Farþegar sem flugu héðan í maí á síðasta ári voru 1.600. Í tilkynningunni kemur fram að sætaframboð í millilandaflugi hefði aukist umtalsvert á síðustu tveimur mánuðum og væri orðið tæplega áttfalt meira en á sama tíma á síðasta ári. Í síðasta mánuði hóf Icelandair að fljúga til Tenerife, Berlínar og München í Evrópu. Þá bættust Seattle, Chicago, Denver og Washington við áfangastaði í Norður-Ameríku. Aukinn ferðavilji samhliða bólusetningum Fjöldi farþega í innanlandsflugi í maí var um 18.000, um það bil tvöfalt fleiri en í apríl og þrefalt fleiri en í maí 2020. Seldir blokktímar í leiguflugstarfsemi félagsins drógust þá saman um 39 prósent. Fraktflutningar jukust um 24 prósent, að því er fram kemur í tilkynningunni. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að ánægjulegt sé að sjá þá aukningu sem hefur orðið í millilandaflugi og innanlandsflugi á undanförnum vikum. „Samhliða bólusetningum og auknu svigrúmi til ferðalaga hefur ferðavilji í heiminum aukist. Við finnum fyrir miklum áhuga á Íslandi sem áfangastað og öflugt markaðsstarf okkar erlendis hefur verið að skila sér. Við búumst við að yfir 30 þúsund ferðamenn komi til Íslands með Icelandair í júní. Þá er ánægjulegt hvað innanlandsflugið hefur gengið vel og er framboð okkar í júní svipað og á sama tíma á árinu 2019,“ er haft eftir Boga Nils. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Fjöldi farþega í millilandaflugi var um 21.900 í liðnum mánuði, samanborið við um 3.200 í fyrra. Fjöldi farþega hingað til lands var um 14.400 í maí, sem er nær þrefalt meira en í apríl. Í maí á síðasta ári voru farþegar hingað til lands aðeins 1.500. Fjöldi farþega frá Íslandi var þá um 5.700, um tvöfalt fleiri en í síðasta mánuði. Farþegar sem flugu héðan í maí á síðasta ári voru 1.600. Í tilkynningunni kemur fram að sætaframboð í millilandaflugi hefði aukist umtalsvert á síðustu tveimur mánuðum og væri orðið tæplega áttfalt meira en á sama tíma á síðasta ári. Í síðasta mánuði hóf Icelandair að fljúga til Tenerife, Berlínar og München í Evrópu. Þá bættust Seattle, Chicago, Denver og Washington við áfangastaði í Norður-Ameríku. Aukinn ferðavilji samhliða bólusetningum Fjöldi farþega í innanlandsflugi í maí var um 18.000, um það bil tvöfalt fleiri en í apríl og þrefalt fleiri en í maí 2020. Seldir blokktímar í leiguflugstarfsemi félagsins drógust þá saman um 39 prósent. Fraktflutningar jukust um 24 prósent, að því er fram kemur í tilkynningunni. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að ánægjulegt sé að sjá þá aukningu sem hefur orðið í millilandaflugi og innanlandsflugi á undanförnum vikum. „Samhliða bólusetningum og auknu svigrúmi til ferðalaga hefur ferðavilji í heiminum aukist. Við finnum fyrir miklum áhuga á Íslandi sem áfangastað og öflugt markaðsstarf okkar erlendis hefur verið að skila sér. Við búumst við að yfir 30 þúsund ferðamenn komi til Íslands með Icelandair í júní. Þá er ánægjulegt hvað innanlandsflugið hefur gengið vel og er framboð okkar í júní svipað og á sama tíma á árinu 2019,“ er haft eftir Boga Nils.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira