Kristilegir demókratar höfðu sigur í Sachsen-Anhalt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2021 12:00 Reiner Haseloff forsætisráðherra hér með Sven Schulze, leiðtoga flokksins í Sachsen-Anhalt. EPA/Filip Singer Kristilegir demókratar í Þýskalandi fengu flest sæti í kosningum til ríkisþings í sambandsríkinu Sachsen-Anhalt í gær. Niðurstöðurnar fyrir flokkinn voru mun betri en kannanir bentu til. Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel kanslara, fengu rétt rúm 37 prósent atkvæða og þar með töluvert fleiri þingsæti en næststærsti flokkurinn, það er öfgahægriflokkurinn AfD. Kannanir bentu reyndar ekki til þessarar niðurstöðu. Síðasta könnun INSA fyrir kosningarnar sýndi Kristilega demókrata til dæmis með 27 prósenta fylgi en AfD 26 prósent. Svipuð staða birtist í öðrum könnunum á lokaspretti kosningabaráttunnar. Búist er við því að Reiner Haseloff haldi forsætisráðherrastólnum í Sachsen-Anhalt en sigurinn þykir afar þýðingarmikill fyrir Kristilega demókrata. Paul Ziemiak, framkvæmdastjóri flokksins, segir skilaboðin skýr. Kristilegir demókratar hafi fengið sterkt umboð, flokkurinn sé langsterkasta stjórnmálaafl sambandsríkisins og niðurstaðan sé stórkostleg. Tilefni til bjartsýni Flokknum hefur gengið nokkuð illa í undanförnum ríkisþingskosningum en þetta voru síðustu slíku kosningarnar áður en kosið er á þýska sambandsþingið í september. Það verða fyrstu kosningar Kristilegra demókrata án Merkel í leiðtogasætinu í sextán ár. Armin Laschet, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu leiðir flokkinn. Könnun INSA sem birt var á föstudag sýndi Kristilega demókrata með 26 prósenta fylgi á landsvísu. Jafnaðarmenn með sautján prósent, AfD og Frjálsir demókratar tólf prósent hvor en Græningjar mælast næststærstir með 21 prósent. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel kanslara, fengu rétt rúm 37 prósent atkvæða og þar með töluvert fleiri þingsæti en næststærsti flokkurinn, það er öfgahægriflokkurinn AfD. Kannanir bentu reyndar ekki til þessarar niðurstöðu. Síðasta könnun INSA fyrir kosningarnar sýndi Kristilega demókrata til dæmis með 27 prósenta fylgi en AfD 26 prósent. Svipuð staða birtist í öðrum könnunum á lokaspretti kosningabaráttunnar. Búist er við því að Reiner Haseloff haldi forsætisráðherrastólnum í Sachsen-Anhalt en sigurinn þykir afar þýðingarmikill fyrir Kristilega demókrata. Paul Ziemiak, framkvæmdastjóri flokksins, segir skilaboðin skýr. Kristilegir demókratar hafi fengið sterkt umboð, flokkurinn sé langsterkasta stjórnmálaafl sambandsríkisins og niðurstaðan sé stórkostleg. Tilefni til bjartsýni Flokknum hefur gengið nokkuð illa í undanförnum ríkisþingskosningum en þetta voru síðustu slíku kosningarnar áður en kosið er á þýska sambandsþingið í september. Það verða fyrstu kosningar Kristilegra demókrata án Merkel í leiðtogasætinu í sextán ár. Armin Laschet, forsætisráðherra Norðurrín-Vestfalíu leiðir flokkinn. Könnun INSA sem birt var á föstudag sýndi Kristilega demókrata með 26 prósenta fylgi á landsvísu. Jafnaðarmenn með sautján prósent, AfD og Frjálsir demókratar tólf prósent hvor en Græningjar mælast næststærstir með 21 prósent.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira