Einsmáls Baldur Baldur Borgþórsson skrifar 7. júní 2021 07:00 Í störfum mínum sem varaborgarfulltrúi hef ég komið víða við og í öllum tilfellum gert allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja skynsamlegar lausnir og umfram allt sanngjarnar. Má þar nefna sem dæmi Skipulags og samgönguráð, Umhverfis og heilbrigðisráð, Menningar- íþrótta og tómstundaráð, Borgarráð, Borgarstjórn og Forsætisnefnd. Málin sem ég hef átt aðkomu að nema hundruðum, eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og skanna í raun litrófið allt. Þar sem ég er fulltrúi minnihluta borgarstjórnar verða þau sjónarmið sem ég stend fyrir, skynsamlegar lausnir og sanngjarnar, oftar en ekki undir. Hvers vegna gæti einhver spurt? Skýringin er einföld og kristallast hvað best í frægum rökum fulltrúa meirihlutans í einu átakamálinu á fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils: ,,Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.” Slíkum viðhorfum er erfitt að berjast gegn, enda eins ólík og hægt er viðhorfum þess er vill taka ákvarðanir sem byggðar eru á skynsömum lausnum og sanngirni. En svartnættið er þó ekki algjört, því einstaka sinnum rofar til. Bara alltof sjaldan. Nú berast mér sú tíðindi að ég sé einsmáls maður. Baldur einsmálsmaður. Að ég tali aðeins um einn málaflokk, eitt mál: Vanda fíkniefna- og áfengissjúklinga. Þrátt fyrir að þetta sé vissulega alrangt, þá er það svo sannarlega rétt að ég hef barist hart fyrir úrbótum og lausnum í þessum málaflokki. Rétt eins og ég geri alltaf, í öllum málum sem ég kem að. Leiðarljósið er alltaf hið sama: Skynsamlegar og sanngjarnar lausnir. Ég er þakklátur þessum aðila sem hefur af rausn sinni gefið mér þessa nafnbót. Það er nefnilega svo að ef það er einhver málaflokkur sem ég vil að mín verði minnst fyrir að hafa barist fyrir af lífi og sál, þá er það þessi. Málaflokkur sem kostar tugi ungmenna okkar lífið árlega. Málaflokkur þar sem ekkert má spara til í lausnum því líf tuga liggur við og lífshamingja þúsunda. Á hverju einasta ári… Til þess sem gaf mér þessa nafnbót hef ég aðeins eitt að segja: Takk þú. Höfundur greinarinnar er varaborgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Fíkn Miðflokkurinn Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í störfum mínum sem varaborgarfulltrúi hef ég komið víða við og í öllum tilfellum gert allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja skynsamlegar lausnir og umfram allt sanngjarnar. Má þar nefna sem dæmi Skipulags og samgönguráð, Umhverfis og heilbrigðisráð, Menningar- íþrótta og tómstundaráð, Borgarráð, Borgarstjórn og Forsætisnefnd. Málin sem ég hef átt aðkomu að nema hundruðum, eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og skanna í raun litrófið allt. Þar sem ég er fulltrúi minnihluta borgarstjórnar verða þau sjónarmið sem ég stend fyrir, skynsamlegar lausnir og sanngjarnar, oftar en ekki undir. Hvers vegna gæti einhver spurt? Skýringin er einföld og kristallast hvað best í frægum rökum fulltrúa meirihlutans í einu átakamálinu á fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils: ,,Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.” Slíkum viðhorfum er erfitt að berjast gegn, enda eins ólík og hægt er viðhorfum þess er vill taka ákvarðanir sem byggðar eru á skynsömum lausnum og sanngirni. En svartnættið er þó ekki algjört, því einstaka sinnum rofar til. Bara alltof sjaldan. Nú berast mér sú tíðindi að ég sé einsmáls maður. Baldur einsmálsmaður. Að ég tali aðeins um einn málaflokk, eitt mál: Vanda fíkniefna- og áfengissjúklinga. Þrátt fyrir að þetta sé vissulega alrangt, þá er það svo sannarlega rétt að ég hef barist hart fyrir úrbótum og lausnum í þessum málaflokki. Rétt eins og ég geri alltaf, í öllum málum sem ég kem að. Leiðarljósið er alltaf hið sama: Skynsamlegar og sanngjarnar lausnir. Ég er þakklátur þessum aðila sem hefur af rausn sinni gefið mér þessa nafnbót. Það er nefnilega svo að ef það er einhver málaflokkur sem ég vil að mín verði minnst fyrir að hafa barist fyrir af lífi og sál, þá er það þessi. Málaflokkur sem kostar tugi ungmenna okkar lífið árlega. Málaflokkur þar sem ekkert má spara til í lausnum því líf tuga liggur við og lífshamingja þúsunda. Á hverju einasta ári… Til þess sem gaf mér þessa nafnbót hef ég aðeins eitt að segja: Takk þú. Höfundur greinarinnar er varaborgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar