Sérfræðingar uggandi yfir andlegri heilsu flugáhafna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. júní 2021 13:18 Velferð flugáhafna er þáttur í flugöryggi. Sérfræðingar segja hættu á því að flugfélög horfi ekki til andlegrar heilsu og velferðar flugmanna og annara áhafnameðlima nú þegar allt kapp er lagt á að koma vélum aftur í loftið. Margir starfsmenn í fluggeiranum upplifðu kvíða, streitu og þunglyndi í kórónuveirufaraldrinum en segjast hafa upplifað að vera lattir frá því að leita sér aðstoðar. Það geti leitt til mögulegra heilsuvandamála og öryggishættu. „Það má ekki sópa þessu undir teppið eða setja í einhver spariföt. Gögnin benda til þess að fjöldi flugmanna hafi átt erfitt fyrir Covid en hafi ekki viljað greina vinnuveitendum frá andlegum erfiðleikum vegna fordóma og ótta við af missa flugleyfið og mögulega tekjurnar,“ segir Paul Cullen. Cullen er flugmaður og tilheyrir hóp hjá Trinity College í Dublin sem rannsakar velferð flugáhafna og áhrif hennar á frammistöðu þeirra og öryggi í fluggeiranum. Hann segir að alveg eins og það sé mikilvægt að tryggja að flugvélarnar séu flughæfar, þá þurfi að tryggja að þeir sem fljúga þeim séu það líka. Teymið gerði könnun meðal þúsund flugmanna árið 2019 og komust að því að um 18 prósent þjáðust af þunglyndi og 80 prósent af kulnun. Meira en þrír fjórðu sögðust ekki myndu greina frá vanlíðan sinni á vinnustaðnum og 81 prósent sagðist ekki upplifa að vera metinn að verðleikum af atvinnurekandanum. Önnur könnun sem náði til 2.000 starfsmanna í flugbransanum og gerð var í ágúst síðastliðnum leiddi í ljós að vanlíðan þeirra var meiri en í samfélaginu almennt. Um 20 prósent flugmanna og nærri 60 prósent flugliða sögðust þjást af þunglyndi. Cullen segir að nú þegar ferðaiðnaðurinn fer að taka við sér séu sömu vandamálin til staðar og fyrir Covid en geta starfsfólks til að takast á við þau minni. Joan Cahill, sem leiðir Trinity-hópinn, segir að vellíðan sé þáttur í flugöryggi og að atvinnurekendur verði að gera meira en að bjóða upp á líkamsrækt og jóga. Þeir þurfi að bjóða upp á stuðning, ráðgjöf, sveigjanleika og skapa umhverfi þar sem starfsmenn þora að tjá sig. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Margir starfsmenn í fluggeiranum upplifðu kvíða, streitu og þunglyndi í kórónuveirufaraldrinum en segjast hafa upplifað að vera lattir frá því að leita sér aðstoðar. Það geti leitt til mögulegra heilsuvandamála og öryggishættu. „Það má ekki sópa þessu undir teppið eða setja í einhver spariföt. Gögnin benda til þess að fjöldi flugmanna hafi átt erfitt fyrir Covid en hafi ekki viljað greina vinnuveitendum frá andlegum erfiðleikum vegna fordóma og ótta við af missa flugleyfið og mögulega tekjurnar,“ segir Paul Cullen. Cullen er flugmaður og tilheyrir hóp hjá Trinity College í Dublin sem rannsakar velferð flugáhafna og áhrif hennar á frammistöðu þeirra og öryggi í fluggeiranum. Hann segir að alveg eins og það sé mikilvægt að tryggja að flugvélarnar séu flughæfar, þá þurfi að tryggja að þeir sem fljúga þeim séu það líka. Teymið gerði könnun meðal þúsund flugmanna árið 2019 og komust að því að um 18 prósent þjáðust af þunglyndi og 80 prósent af kulnun. Meira en þrír fjórðu sögðust ekki myndu greina frá vanlíðan sinni á vinnustaðnum og 81 prósent sagðist ekki upplifa að vera metinn að verðleikum af atvinnurekandanum. Önnur könnun sem náði til 2.000 starfsmanna í flugbransanum og gerð var í ágúst síðastliðnum leiddi í ljós að vanlíðan þeirra var meiri en í samfélaginu almennt. Um 20 prósent flugmanna og nærri 60 prósent flugliða sögðust þjást af þunglyndi. Cullen segir að nú þegar ferðaiðnaðurinn fer að taka við sér séu sömu vandamálin til staðar og fyrir Covid en geta starfsfólks til að takast á við þau minni. Joan Cahill, sem leiðir Trinity-hópinn, segir að vellíðan sé þáttur í flugöryggi og að atvinnurekendur verði að gera meira en að bjóða upp á líkamsrækt og jóga. Þeir þurfi að bjóða upp á stuðning, ráðgjöf, sveigjanleika og skapa umhverfi þar sem starfsmenn þora að tjá sig. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira