Ævintýri Velhringlanda Jón Steindór Valdimarsson skrifar 2. júní 2021 07:30 Til er ævintýri af Velvakanda og bræðrum hans, Velhaldanda, Velhöggvanda, Velsporrekjanda, og þeim fimmta Velbergklifranda. Fengu þeir allir nöfn sín að launum frá þyrstri kerlingu, sem þeir gáfu að drekka. Kerlingin sagði að renta fylgdi nafni. Fór svo eins og í öllum góðum ævintýrum að bræðurnir leystu þrautir og hver fékk sína kóngsdóttur að launum og allir undu vel við sitt. Víkur þá sögunni til nútímans. Kerlingin er enn á ferðinni og orðin þyrst að nýju. Verður þá ríkisstjórnin á vegi hennar og beiðir hún vatns. Ríkisstjórnin tekur vel í bón kerlingar og gefur henni að drekka. Sem fyrr vill kerlingin launa greiðann gefur stjórninni nafnið Velhringlandi með sömu ummælum um að renta fylgi nafni. Nú bregður hins vegar svo við að ævintýri ríkisstjórnarinnar endar ekki vel enda nafnið ekki eins ígrundað hjá kerlingunni eins og hjá Velvakanda og bræðrum hans. Margt mætti nefna þessu til sönnunar. Hér verður látið sitja við að nefna fasteignamarkaðinn og ungt fólk. Þar hefur Velhringlandi látið hendur standa fram úr ermum. Einn daginn eru kynnt til sögunnar úrræði til þess að hvetja fólk til fasteignakaupa, einkum ungt fólk. Það er hvatt til þess að nýta séreignasparnað sinn með skattahlunnindum, lánshlutföll eru hækkuð og hlutdeildarlán veitt. Allt verður þetta auðvitað til þess að ungt fólk hugsar sér til hreyfings og byrjar að fjárfesta og stofna til skulda. Blasa ætti við að eftirspurn og samkeppni um eignir vex og það verður raunin. Vextir hafa alltaf verið hærri á Íslandi en Evrópulöndum. Vextir af fasteignalánum eru þar engin undantekning. Öll greiðum við það sem kallað er Íslandsálagið sem íslenska krónan orsakar. Af ástæðum sem okkur eru kunnar snarlækkuðu vextir um allan heim. Líka hér á landi. Auðvitað fögnuðu allir langþráðri vaxtalækkun en það varð til þess að eftirspurn eftir fasteignum rauk enn upp. Markaðurinn ræður ekki við hana vegna þess að framboð annar alls ekki eftirspurn og fasteignir hækka í verði. Ungt fólk skuldsetur sig upp í rjáfur því það vill ekki missa af lestinni og vonar það besta. Það er ekki eins og það sem á undan sé rakið sé tæmandi um vandræðin á fasteignamarkaðnum. Hið óumflýjanlega gerist að Seðlabankinn hækkar vextir að nýju og þar með eykst skulda- og vaxtabyrði af fasteignalánum. Vandræði ungs fólks aukast og enn eru boðaðar vaxtahækkanir. Og ekki nóg með það. Nú liggur fyrir frumvarp um að Seðlabankanum verði heimilt að stjórna lánshlutföllum til húsnæðiskaupa til að hemja markaðinn enn frekar. Þessar sífelldu breytingar og stefnuleysi ýta undir misskiptingu. Ef þú ert heppinn og kaupir á réttum tíma þá er þér borgið, ef ekki þá ertu annað hvort fastur á leigumarkaði eða neyðist til að kaupa á mun óhagstæðari kjörum en öðrum á sama markaði buðust eða munu bjóðast. Allt ber þetta að sama brunni. Fasteignakaup eru áhættufjárfesting í fasteignahringekju Velhringlanda, þar sem öllu skiptir hvenær maður stekkur á og gæta verður þess vel að þeytast ekki af. Velhringlanda hefur ekki tekist vel upp. Hætt er við að margir muni súpa seyðið af nafngift kerlingar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Húsnæðismál Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Til er ævintýri af Velvakanda og bræðrum hans, Velhaldanda, Velhöggvanda, Velsporrekjanda, og þeim fimmta Velbergklifranda. Fengu þeir allir nöfn sín að launum frá þyrstri kerlingu, sem þeir gáfu að drekka. Kerlingin sagði að renta fylgdi nafni. Fór svo eins og í öllum góðum ævintýrum að bræðurnir leystu þrautir og hver fékk sína kóngsdóttur að launum og allir undu vel við sitt. Víkur þá sögunni til nútímans. Kerlingin er enn á ferðinni og orðin þyrst að nýju. Verður þá ríkisstjórnin á vegi hennar og beiðir hún vatns. Ríkisstjórnin tekur vel í bón kerlingar og gefur henni að drekka. Sem fyrr vill kerlingin launa greiðann gefur stjórninni nafnið Velhringlandi með sömu ummælum um að renta fylgi nafni. Nú bregður hins vegar svo við að ævintýri ríkisstjórnarinnar endar ekki vel enda nafnið ekki eins ígrundað hjá kerlingunni eins og hjá Velvakanda og bræðrum hans. Margt mætti nefna þessu til sönnunar. Hér verður látið sitja við að nefna fasteignamarkaðinn og ungt fólk. Þar hefur Velhringlandi látið hendur standa fram úr ermum. Einn daginn eru kynnt til sögunnar úrræði til þess að hvetja fólk til fasteignakaupa, einkum ungt fólk. Það er hvatt til þess að nýta séreignasparnað sinn með skattahlunnindum, lánshlutföll eru hækkuð og hlutdeildarlán veitt. Allt verður þetta auðvitað til þess að ungt fólk hugsar sér til hreyfings og byrjar að fjárfesta og stofna til skulda. Blasa ætti við að eftirspurn og samkeppni um eignir vex og það verður raunin. Vextir hafa alltaf verið hærri á Íslandi en Evrópulöndum. Vextir af fasteignalánum eru þar engin undantekning. Öll greiðum við það sem kallað er Íslandsálagið sem íslenska krónan orsakar. Af ástæðum sem okkur eru kunnar snarlækkuðu vextir um allan heim. Líka hér á landi. Auðvitað fögnuðu allir langþráðri vaxtalækkun en það varð til þess að eftirspurn eftir fasteignum rauk enn upp. Markaðurinn ræður ekki við hana vegna þess að framboð annar alls ekki eftirspurn og fasteignir hækka í verði. Ungt fólk skuldsetur sig upp í rjáfur því það vill ekki missa af lestinni og vonar það besta. Það er ekki eins og það sem á undan sé rakið sé tæmandi um vandræðin á fasteignamarkaðnum. Hið óumflýjanlega gerist að Seðlabankinn hækkar vextir að nýju og þar með eykst skulda- og vaxtabyrði af fasteignalánum. Vandræði ungs fólks aukast og enn eru boðaðar vaxtahækkanir. Og ekki nóg með það. Nú liggur fyrir frumvarp um að Seðlabankanum verði heimilt að stjórna lánshlutföllum til húsnæðiskaupa til að hemja markaðinn enn frekar. Þessar sífelldu breytingar og stefnuleysi ýta undir misskiptingu. Ef þú ert heppinn og kaupir á réttum tíma þá er þér borgið, ef ekki þá ertu annað hvort fastur á leigumarkaði eða neyðist til að kaupa á mun óhagstæðari kjörum en öðrum á sama markaði buðust eða munu bjóðast. Allt ber þetta að sama brunni. Fasteignakaup eru áhættufjárfesting í fasteignahringekju Velhringlanda, þar sem öllu skiptir hvenær maður stekkur á og gæta verður þess vel að þeytast ekki af. Velhringlanda hefur ekki tekist vel upp. Hætt er við að margir muni súpa seyðið af nafngift kerlingar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun