Aflýsa fleiri ferðum til Rússlands vegna deilu um áætlanir Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2021 15:15 Lok, lok og læs á Air France í Rússlandi. Evrópsk yfirvöld hvetja flugfélög til að fljúga ekki yfir Hvíta-Rússland eftir að þarlend yfirvöld létu stöðva för farþegaþotu til að hafa hendur í hári blaðamanns sem hefur verið gagnrýninn á þau. Vísir/EPA Franska flugfélagið Air France neyddist til þess að aflýsa tveimur flugferðum til Moskvu til viðbótar í dag eftir að rússnesk flugmálayfirvöld neituðu að fallast á flugáætlun sem sneiddi hjá Hvíta-Rússlandi. Rússnesk stjórnvöld hafa tekið sér stöðu með bandamanni sínum Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, eftir að hann lét stöðva för farþegaþotu Ryaair í lofthelgi landsins til þess að handtaka blaðamann sem var um borð um þarsíðustu helgi. Evrópusambandið hefur hvatt evrópsk flugfélög til þess að forðast hvítrússneska flughelgi eftir atvikið. Rússnesk yfirvöld hafa brugðist við því með því að hafna flugáætlunum flugfélaga til Rússlands sem taka krók fram hjá Hvíta-Rússlandi. Reuters-fréttastofan segir að Air France hafi aflýst tveimur ferðum frá Charles de Gaulle-flugvelli við París til Moskvu af þessum sökum í dag. Flugfélagið þurfti að fresta tveimur öðrum ferðum til Moskvu í síðustu viku því rússnesk yfirvöld veittu ekki leyfi fyrir því að vélar þess kæmu inn í landið. Svo virtist sem að málið hefði verið leyst og flaug félagið tvær ferðir til Moskvu um helgina áður en allt fór í baklás aftur í dag. Rússnesk flugmálayfirvöld hafa ekki tjáð sig um nýjustu vendingarnar í dag. Stjórnvöld í Kreml vöruðu við því í síðustu viku að það gæti tekið lengri tíma að staðfesta flugáætlanir á milli Rússlands og Evrópu ef þeim yrði breytt til að sneiða hjá Hvíta-Rússlandi. Farþegaþota Ryanair var á leið frá Grikklandi til Litháen sunnudaginn 23. maí þegar flugturn í Hvíta-Rússlandi skipaði henni að lenda í Minsk. Sendu hvítrússnesk yfirvöld orrustuþotu til þess að fylgja þotunni til lendingar. Þau héldu því síðar fram að sprengjuhótun hefði borist frá Hamas-samtökunum í Palestínu og því hefði vélin verið stöðvuð en svo virðist sem að það hafi aðeins verið átylla. Á flugvellinum í Minsk handtóku hvítrússneskar öryggissveitir blaðamanninn Roman Protasevits og kærustu hans, Sofiu Sapega. Protasevtis hefur verið búsettur í Litháen en hvítrússnesk stjórnvöld saka hann um að skipuleggja umfangsmikil mótmæli gegn harðstjórn Lúkasjenka í kjölfar forsetakosninga sem voru sagðar sviksamlegar í fyrra. Stuðnings Protasevits segja að hann hafi líklega verið pyntaður í haldi hvítrússneskra yfirvalda. Þau birtu myndbönd af bæði Protasevits og Sapega þar sem þau játuðu á sig glæpi. Nær öruggt er talið að þau hafi verið þvinguð til þess að lesa játningar sínar upp. Hvíta-Rússland Rússland Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rússar reiðir yfir viðbrögðunum gegn Hvíta-Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Evrópusambandsins um að meina flugfélögum sem rekin eru í aðildarríkjum að fljúga inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneyti Rússlands, segir að með því sé ESB að ógna öryggi flugfarþega og að ákvörðunin sé „algerlega óábyrg“. 28. maí 2021 15:18 Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans. 27. maí 2021 22:16 Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld hafa tekið sér stöðu með bandamanni sínum Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, eftir að hann lét stöðva för farþegaþotu Ryaair í lofthelgi landsins til þess að handtaka blaðamann sem var um borð um þarsíðustu helgi. Evrópusambandið hefur hvatt evrópsk flugfélög til þess að forðast hvítrússneska flughelgi eftir atvikið. Rússnesk yfirvöld hafa brugðist við því með því að hafna flugáætlunum flugfélaga til Rússlands sem taka krók fram hjá Hvíta-Rússlandi. Reuters-fréttastofan segir að Air France hafi aflýst tveimur ferðum frá Charles de Gaulle-flugvelli við París til Moskvu af þessum sökum í dag. Flugfélagið þurfti að fresta tveimur öðrum ferðum til Moskvu í síðustu viku því rússnesk yfirvöld veittu ekki leyfi fyrir því að vélar þess kæmu inn í landið. Svo virtist sem að málið hefði verið leyst og flaug félagið tvær ferðir til Moskvu um helgina áður en allt fór í baklás aftur í dag. Rússnesk flugmálayfirvöld hafa ekki tjáð sig um nýjustu vendingarnar í dag. Stjórnvöld í Kreml vöruðu við því í síðustu viku að það gæti tekið lengri tíma að staðfesta flugáætlanir á milli Rússlands og Evrópu ef þeim yrði breytt til að sneiða hjá Hvíta-Rússlandi. Farþegaþota Ryanair var á leið frá Grikklandi til Litháen sunnudaginn 23. maí þegar flugturn í Hvíta-Rússlandi skipaði henni að lenda í Minsk. Sendu hvítrússnesk yfirvöld orrustuþotu til þess að fylgja þotunni til lendingar. Þau héldu því síðar fram að sprengjuhótun hefði borist frá Hamas-samtökunum í Palestínu og því hefði vélin verið stöðvuð en svo virðist sem að það hafi aðeins verið átylla. Á flugvellinum í Minsk handtóku hvítrússneskar öryggissveitir blaðamanninn Roman Protasevits og kærustu hans, Sofiu Sapega. Protasevtis hefur verið búsettur í Litháen en hvítrússnesk stjórnvöld saka hann um að skipuleggja umfangsmikil mótmæli gegn harðstjórn Lúkasjenka í kjölfar forsetakosninga sem voru sagðar sviksamlegar í fyrra. Stuðnings Protasevits segja að hann hafi líklega verið pyntaður í haldi hvítrússneskra yfirvalda. Þau birtu myndbönd af bæði Protasevits og Sapega þar sem þau játuðu á sig glæpi. Nær öruggt er talið að þau hafi verið þvinguð til þess að lesa játningar sínar upp.
Hvíta-Rússland Rússland Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rússar reiðir yfir viðbrögðunum gegn Hvíta-Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Evrópusambandsins um að meina flugfélögum sem rekin eru í aðildarríkjum að fljúga inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneyti Rússlands, segir að með því sé ESB að ógna öryggi flugfarþega og að ákvörðunin sé „algerlega óábyrg“. 28. maí 2021 15:18 Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans. 27. maí 2021 22:16 Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Rússar reiðir yfir viðbrögðunum gegn Hvíta-Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Evrópusambandsins um að meina flugfélögum sem rekin eru í aðildarríkjum að fljúga inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneyti Rússlands, segir að með því sé ESB að ógna öryggi flugfarþega og að ákvörðunin sé „algerlega óábyrg“. 28. maí 2021 15:18
Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans. 27. maí 2021 22:16
Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. 27. maí 2021 10:59
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent