Chris Paul neitaði að hvíla og leiddi Phoenix til sigurs á meisturunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2021 07:30 Chris Paul hafði betur gegn stórvini sínum, LeBron James. getty/Sean M. Haffey Chris Paul og félagar í Phoenix Suns jöfnuðu metin í einvíginu við meistara Los Angels Lakers í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA með 92-100 sigri í Staples Center í gær. Monty Williams, þjálfari Phoenix, ætlaði að hvíla Paul vegna axlarmeiðsla sem hann glímir við. Leikstjórnandinn fékk þjálfarann hins vegar til að skipta um skoðun og það sem betur fer. Paul skoraði átján stig og gaf níu stoðsendingar og leiddi Phoenix til sigurs. Staðan í einvíginu er 2-2 og næsti leikur er í Phoenix. Devin Booker og Jae Crowder skoruðu sautján stig hvor og Deandre Ayton var með fjórtán stig og sautján fráköst. Gritty game 4 from @CP3. 18 PTS9 AST3 STLTied 2-2, the series shifts to Phoenix for Game 5 on Tuesday at 10pm/et on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/zpAT2AyD6h— NBA (@NBA) May 30, 2021 LeBron James skoraði 25 stig fyrir Lakers, tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar. Anthony Davis lék ekki seinni hálfleikinn vegna meiðsla. Brooklyn Nets og Atlanta Hawks eru bæði einum sigri frá sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar með sigra í gær. Kevin Durant skoraði 42 stig og Kyrie Irving 39 þegar Brooklyn sigraði Boston Celtics, 126-141. James Harden skoraði 23 stig og gaf átján stoðsendingar. Jayson Tatum átti aftur stórleik fyrir Boston og skoraði fjörutíu stig en þau dugðu skammt. @KDTrey5 (42 PTS) and @KyrieIrving (39 PTS) become the 8th pair of teammates in @NBAHistory to drop 39+ apiece in an #NBAPlayoffs game.Game 5 - Tue, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/1HvyBGjkdu— NBA (@NBA) May 31, 2021 Atlanta vann New York Knicks, 113-96, á heimavelli. Trae Young heldur áfram að spila eins og engill fyrir Atlanta og skilaði 27 stigum og níu stoðsendingum. Julius Randle skoraði 23 stig fyrir Knicks sem verður að vinna næsta leik til að forðast sumarfrí. @TheTraeYoung (27 PTS, 9 AST) and the @ATLHawks take a 3-1 lead over NYK! #NBAPlayoffs Game 5 - Wed, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/LVbh9oKU7e— NBA (@NBA) May 30, 2021 Þá jafnaði Los Angels Clippers metin í einvíginu gegn Dallas Mavericks með öruggum 81-106 sigri á útivelli. Clippers hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu. Kawhi Leonard skoraði 29 stig og tók tíu fráköst í liði Clippers. Luka Doncic skoraði nítján stig fyrir Dallas en hefur oftast spilað betur. Kawhi's efficient double-double leads the @LAClippers to their 2nd straight win in Dallas, tying the series at 2-2. Game 5 is Wed. at 10pm/et on TNT.29p | 10r | 2s | 2b | 11-15 shooting pic.twitter.com/yFOtnlEAIo— NBA (@NBA) May 31, 2021 Úrslitin LA Lakers 92-100 Phoenix Boston 126-141 Brooklyn Atlanta 113-96 NY Knicks Dallas 81-106 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Monty Williams, þjálfari Phoenix, ætlaði að hvíla Paul vegna axlarmeiðsla sem hann glímir við. Leikstjórnandinn fékk þjálfarann hins vegar til að skipta um skoðun og það sem betur fer. Paul skoraði átján stig og gaf níu stoðsendingar og leiddi Phoenix til sigurs. Staðan í einvíginu er 2-2 og næsti leikur er í Phoenix. Devin Booker og Jae Crowder skoruðu sautján stig hvor og Deandre Ayton var með fjórtán stig og sautján fráköst. Gritty game 4 from @CP3. 18 PTS9 AST3 STLTied 2-2, the series shifts to Phoenix for Game 5 on Tuesday at 10pm/et on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/zpAT2AyD6h— NBA (@NBA) May 30, 2021 LeBron James skoraði 25 stig fyrir Lakers, tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar. Anthony Davis lék ekki seinni hálfleikinn vegna meiðsla. Brooklyn Nets og Atlanta Hawks eru bæði einum sigri frá sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar með sigra í gær. Kevin Durant skoraði 42 stig og Kyrie Irving 39 þegar Brooklyn sigraði Boston Celtics, 126-141. James Harden skoraði 23 stig og gaf átján stoðsendingar. Jayson Tatum átti aftur stórleik fyrir Boston og skoraði fjörutíu stig en þau dugðu skammt. @KDTrey5 (42 PTS) and @KyrieIrving (39 PTS) become the 8th pair of teammates in @NBAHistory to drop 39+ apiece in an #NBAPlayoffs game.Game 5 - Tue, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/1HvyBGjkdu— NBA (@NBA) May 31, 2021 Atlanta vann New York Knicks, 113-96, á heimavelli. Trae Young heldur áfram að spila eins og engill fyrir Atlanta og skilaði 27 stigum og níu stoðsendingum. Julius Randle skoraði 23 stig fyrir Knicks sem verður að vinna næsta leik til að forðast sumarfrí. @TheTraeYoung (27 PTS, 9 AST) and the @ATLHawks take a 3-1 lead over NYK! #NBAPlayoffs Game 5 - Wed, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/LVbh9oKU7e— NBA (@NBA) May 30, 2021 Þá jafnaði Los Angels Clippers metin í einvíginu gegn Dallas Mavericks með öruggum 81-106 sigri á útivelli. Clippers hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu. Kawhi Leonard skoraði 29 stig og tók tíu fráköst í liði Clippers. Luka Doncic skoraði nítján stig fyrir Dallas en hefur oftast spilað betur. Kawhi's efficient double-double leads the @LAClippers to their 2nd straight win in Dallas, tying the series at 2-2. Game 5 is Wed. at 10pm/et on TNT.29p | 10r | 2s | 2b | 11-15 shooting pic.twitter.com/yFOtnlEAIo— NBA (@NBA) May 31, 2021 Úrslitin LA Lakers 92-100 Phoenix Boston 126-141 Brooklyn Atlanta 113-96 NY Knicks Dallas 81-106 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira