Chris Paul neitaði að hvíla og leiddi Phoenix til sigurs á meisturunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. maí 2021 07:30 Chris Paul hafði betur gegn stórvini sínum, LeBron James. getty/Sean M. Haffey Chris Paul og félagar í Phoenix Suns jöfnuðu metin í einvíginu við meistara Los Angels Lakers í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA með 92-100 sigri í Staples Center í gær. Monty Williams, þjálfari Phoenix, ætlaði að hvíla Paul vegna axlarmeiðsla sem hann glímir við. Leikstjórnandinn fékk þjálfarann hins vegar til að skipta um skoðun og það sem betur fer. Paul skoraði átján stig og gaf níu stoðsendingar og leiddi Phoenix til sigurs. Staðan í einvíginu er 2-2 og næsti leikur er í Phoenix. Devin Booker og Jae Crowder skoruðu sautján stig hvor og Deandre Ayton var með fjórtán stig og sautján fráköst. Gritty game 4 from @CP3. 18 PTS9 AST3 STLTied 2-2, the series shifts to Phoenix for Game 5 on Tuesday at 10pm/et on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/zpAT2AyD6h— NBA (@NBA) May 30, 2021 LeBron James skoraði 25 stig fyrir Lakers, tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar. Anthony Davis lék ekki seinni hálfleikinn vegna meiðsla. Brooklyn Nets og Atlanta Hawks eru bæði einum sigri frá sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar með sigra í gær. Kevin Durant skoraði 42 stig og Kyrie Irving 39 þegar Brooklyn sigraði Boston Celtics, 126-141. James Harden skoraði 23 stig og gaf átján stoðsendingar. Jayson Tatum átti aftur stórleik fyrir Boston og skoraði fjörutíu stig en þau dugðu skammt. @KDTrey5 (42 PTS) and @KyrieIrving (39 PTS) become the 8th pair of teammates in @NBAHistory to drop 39+ apiece in an #NBAPlayoffs game.Game 5 - Tue, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/1HvyBGjkdu— NBA (@NBA) May 31, 2021 Atlanta vann New York Knicks, 113-96, á heimavelli. Trae Young heldur áfram að spila eins og engill fyrir Atlanta og skilaði 27 stigum og níu stoðsendingum. Julius Randle skoraði 23 stig fyrir Knicks sem verður að vinna næsta leik til að forðast sumarfrí. @TheTraeYoung (27 PTS, 9 AST) and the @ATLHawks take a 3-1 lead over NYK! #NBAPlayoffs Game 5 - Wed, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/LVbh9oKU7e— NBA (@NBA) May 30, 2021 Þá jafnaði Los Angels Clippers metin í einvíginu gegn Dallas Mavericks með öruggum 81-106 sigri á útivelli. Clippers hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu. Kawhi Leonard skoraði 29 stig og tók tíu fráköst í liði Clippers. Luka Doncic skoraði nítján stig fyrir Dallas en hefur oftast spilað betur. Kawhi's efficient double-double leads the @LAClippers to their 2nd straight win in Dallas, tying the series at 2-2. Game 5 is Wed. at 10pm/et on TNT.29p | 10r | 2s | 2b | 11-15 shooting pic.twitter.com/yFOtnlEAIo— NBA (@NBA) May 31, 2021 Úrslitin LA Lakers 92-100 Phoenix Boston 126-141 Brooklyn Atlanta 113-96 NY Knicks Dallas 81-106 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira
Monty Williams, þjálfari Phoenix, ætlaði að hvíla Paul vegna axlarmeiðsla sem hann glímir við. Leikstjórnandinn fékk þjálfarann hins vegar til að skipta um skoðun og það sem betur fer. Paul skoraði átján stig og gaf níu stoðsendingar og leiddi Phoenix til sigurs. Staðan í einvíginu er 2-2 og næsti leikur er í Phoenix. Devin Booker og Jae Crowder skoruðu sautján stig hvor og Deandre Ayton var með fjórtán stig og sautján fráköst. Gritty game 4 from @CP3. 18 PTS9 AST3 STLTied 2-2, the series shifts to Phoenix for Game 5 on Tuesday at 10pm/et on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/zpAT2AyD6h— NBA (@NBA) May 30, 2021 LeBron James skoraði 25 stig fyrir Lakers, tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar. Anthony Davis lék ekki seinni hálfleikinn vegna meiðsla. Brooklyn Nets og Atlanta Hawks eru bæði einum sigri frá sæti í undanúrslitum Austurdeildarinnar með sigra í gær. Kevin Durant skoraði 42 stig og Kyrie Irving 39 þegar Brooklyn sigraði Boston Celtics, 126-141. James Harden skoraði 23 stig og gaf átján stoðsendingar. Jayson Tatum átti aftur stórleik fyrir Boston og skoraði fjörutíu stig en þau dugðu skammt. @KDTrey5 (42 PTS) and @KyrieIrving (39 PTS) become the 8th pair of teammates in @NBAHistory to drop 39+ apiece in an #NBAPlayoffs game.Game 5 - Tue, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/1HvyBGjkdu— NBA (@NBA) May 31, 2021 Atlanta vann New York Knicks, 113-96, á heimavelli. Trae Young heldur áfram að spila eins og engill fyrir Atlanta og skilaði 27 stigum og níu stoðsendingum. Julius Randle skoraði 23 stig fyrir Knicks sem verður að vinna næsta leik til að forðast sumarfrí. @TheTraeYoung (27 PTS, 9 AST) and the @ATLHawks take a 3-1 lead over NYK! #NBAPlayoffs Game 5 - Wed, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/LVbh9oKU7e— NBA (@NBA) May 30, 2021 Þá jafnaði Los Angels Clippers metin í einvíginu gegn Dallas Mavericks með öruggum 81-106 sigri á útivelli. Clippers hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu. Kawhi Leonard skoraði 29 stig og tók tíu fráköst í liði Clippers. Luka Doncic skoraði nítján stig fyrir Dallas en hefur oftast spilað betur. Kawhi's efficient double-double leads the @LAClippers to their 2nd straight win in Dallas, tying the series at 2-2. Game 5 is Wed. at 10pm/et on TNT.29p | 10r | 2s | 2b | 11-15 shooting pic.twitter.com/yFOtnlEAIo— NBA (@NBA) May 31, 2021 Úrslitin LA Lakers 92-100 Phoenix Boston 126-141 Brooklyn Atlanta 113-96 NY Knicks Dallas 81-106 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira