Leiðin greið fyrir frambjóðanda íranska æðstaklerksins Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2021 21:55 Ebrahim Raisi (t.h.) er líklegur til að verða næsti forseti Írans eftir að sérstök kjörnefnd hafnaði mörgum þekktum frambjóðendum í vikunni. Vísir/EPA Allir þeir frambjóðendur sem hefðu mögulega getað velgt forsetaefni Ali Khamenei æðstaklerks Írans, undir uggum hafa verið úrskurðaðir vanhæfir fyrir forsetakosningarnar í júní. Fyrrverandi forseti landsins er á meðal þeirra sem sérstök kjörnefnd taldi ekki hæfan til að bjóða sig fram til embættisins. Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, skipaði sjálfur sex af tólf fulltrúum í svonefndu varðmannaráði sem metur frambjóðendur og hvort þeir séu nægilega hliðhollir íslömsku byltingunni. Á þriðjudag bannaði það Ali Larijani, fyrrverandi forseta þingsins og bandamanni Hassans Rouhani fráfarandi forseta, Eshaq Jahangiri, varaforseta, og Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseta, að bjóða sig fram, að sögn AP-fréttastofunnar. New York Times segir að frambjóðendurnir sem hlutu náð fyrir augum ráðsins séu nær allir ákaflega íhaldssamir og hliðhollir Khameinei. Þeir sem eru það ekki eru nær óþekktir og eiga enga möguleika á sigri. Flokkur umbótasinna á til að mynda engan frambjóðanda í kosningunum. Sigur Raisi talinn vís Ehramhim Raisi, forseti hæstaréttar, er óskaframbjóðandi Khameinei en hann hefur meðal annars dæmt ungmenni og andófsfólk til dauða. Hann tapaði óvænt fyrir Rouhani í kosningunum árið 2013. Fastlega er búist við því að Raisi standi uppi sem sigurvegari í næsta mánuði enda hefur öllum helstu keppinautum hans nú verið rutt úr vegi. Kosningarnar fara fram 18. júní. AP segir að ríkisrekið könnunarfyrirtæki telji að kjörsóknin í ár gæti orðið aðeins 39% sem væri sú minnsta frá íslömsku byltingunni árið 1979. Margir kjósendur eru sagðir áhugalitlir um kosningar í ljósi þess að úrslitin virðast ákveðin fyrir fram. Rouhani mótmælti ákvörðun varðamannaráðsins um að hafna þekktum frambjóðendum í bréfi sem hann skrifaði æðstaklerknum í vikunni. „Eðli kosninga er samkeppni, ef þú tekur hana úr kosningum verður hún líflaus líkami,“ sagði fráfarandi forsetinn. Ekki er þó líklegt að kjörseðillinn taki breytingum því Khamenei lagði blessun sína yfir niðurstöðu varðamannaráðsins í gær. Sérfræðingar sem New York Times ræddu við telja að með kjöri Raisi sem forseta verði markmið harðlínumanna í Íran um að ná tökum á öllum hlutum ríkisvaldsins að veruleika. Bandamenn Khamenei stýra fyrir þinginu og dómstólunum. Íran Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, skipaði sjálfur sex af tólf fulltrúum í svonefndu varðmannaráði sem metur frambjóðendur og hvort þeir séu nægilega hliðhollir íslömsku byltingunni. Á þriðjudag bannaði það Ali Larijani, fyrrverandi forseta þingsins og bandamanni Hassans Rouhani fráfarandi forseta, Eshaq Jahangiri, varaforseta, og Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseta, að bjóða sig fram, að sögn AP-fréttastofunnar. New York Times segir að frambjóðendurnir sem hlutu náð fyrir augum ráðsins séu nær allir ákaflega íhaldssamir og hliðhollir Khameinei. Þeir sem eru það ekki eru nær óþekktir og eiga enga möguleika á sigri. Flokkur umbótasinna á til að mynda engan frambjóðanda í kosningunum. Sigur Raisi talinn vís Ehramhim Raisi, forseti hæstaréttar, er óskaframbjóðandi Khameinei en hann hefur meðal annars dæmt ungmenni og andófsfólk til dauða. Hann tapaði óvænt fyrir Rouhani í kosningunum árið 2013. Fastlega er búist við því að Raisi standi uppi sem sigurvegari í næsta mánuði enda hefur öllum helstu keppinautum hans nú verið rutt úr vegi. Kosningarnar fara fram 18. júní. AP segir að ríkisrekið könnunarfyrirtæki telji að kjörsóknin í ár gæti orðið aðeins 39% sem væri sú minnsta frá íslömsku byltingunni árið 1979. Margir kjósendur eru sagðir áhugalitlir um kosningar í ljósi þess að úrslitin virðast ákveðin fyrir fram. Rouhani mótmælti ákvörðun varðamannaráðsins um að hafna þekktum frambjóðendum í bréfi sem hann skrifaði æðstaklerknum í vikunni. „Eðli kosninga er samkeppni, ef þú tekur hana úr kosningum verður hún líflaus líkami,“ sagði fráfarandi forsetinn. Ekki er þó líklegt að kjörseðillinn taki breytingum því Khamenei lagði blessun sína yfir niðurstöðu varðamannaráðsins í gær. Sérfræðingar sem New York Times ræddu við telja að með kjöri Raisi sem forseta verði markmið harðlínumanna í Íran um að ná tökum á öllum hlutum ríkisvaldsins að veruleika. Bandamenn Khamenei stýra fyrir þinginu og dómstólunum.
Íran Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira