Smitandi ósvífni gagnvart launafólki Drífa Snædal skrifar 28. maí 2021 12:00 Gul stéttarfélög eru félög sem eru undir áhrifavaldi atvinnurekenda og eru stofnuð til að koma í veg fyrir að starfsfólkið sé félagar í óháðum og raunverulegum stéttarfélögum. ÍFF, sem flugfélagið Play hefur samið við, ber öll merki þess að vera gult stéttarfélag enda er það nú orðið ljóst að svokallaðir kjarasamningar fyrir flugfreyjur og -þjóna voru ekki gerðir af þeim sem áttu að vinna samkvæmt kjarasamningunum. Nokkrir flugmenn sömdu fyrir flugfreyjur og -þjóna. Fólkið sem á að vinna samkvæmt þessum samningi var víðs fjarri. Flugfélagið Play hefur svo neitað að hitta eina raunverulega stéttarfélag flugfreyja og -þjóna, félag sem hefur sannanlega staðið með sínum félögum, hefur stuðning frá öðrum stéttarfélögum innan Alþýðusambandsins og sótt styrk í heildarsamtökin. Þetta vita fyrrum flugfreyjur og -þjónar hjá WOW air mæta vel. Þau muna vel þegar Flugfreyjufélag Íslands, með stuðningi frá ASÍ, lánaði félögum sínum peninga þegar launagreiðslur brugðust eftir gjaldþrot WOW air, þangað til ábyrgðasjóður launa var búinn að greiða skaðann. Hin ótrúlega ósvífni ÍFF og Play gagnvart launafólki á Íslandi mun smitast út um allan vinnumarkaðinn ef ekki er staðið hraustlega gegn tilraunum til að brjóta á bak aftur frjáls stéttarfélög sem vinna raunverulega að hag félagsmanna sinna. Baráttan mun halda áfram og standa þangað til Play gerir raunverulegan kjarasamning við raunverulegt stéttarfélag. Því lofa ég en verð jafnframt fyrsta manneskjan til að fagna samkeppni á flugmarkaði sem byggist á raunverulegri viðskiptalegri samkeppni en ekki samkeppni um hverjum takist að greiða lægstu launin. Í nýrri vinnumarkaðsskýrslu ASÍ sem kom út í dag kemur fram að tekjufall þeirra sem misstu vinnuna í kófinu nemur um 37%. Það er því til mikils að vinna fyrir fólk að komast aftur inn á vinnumarkaðinn. Þegar fulltrúar atvinnurekenda tala um hversu erfitt er að ráða fólk má því velta því fyrir sér hvaða kaup og skilyrði verið er að bjóða því? Hvort öryggi fólks gagnvart smitum sé örugglega tryggt, hvað fólk þarf að greiða til að afla sér tekna með ferðakostnaði og hvort heilsufarslegt álag í vinnunni sé meira en launin réttlæta. Endurreisn ferðaþjónustunnar má ekki byggja á lægri launum, verri samningum, sniðgöngu stéttarfélaga eða lakari aðbúnaði. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Sjá meira
Gul stéttarfélög eru félög sem eru undir áhrifavaldi atvinnurekenda og eru stofnuð til að koma í veg fyrir að starfsfólkið sé félagar í óháðum og raunverulegum stéttarfélögum. ÍFF, sem flugfélagið Play hefur samið við, ber öll merki þess að vera gult stéttarfélag enda er það nú orðið ljóst að svokallaðir kjarasamningar fyrir flugfreyjur og -þjóna voru ekki gerðir af þeim sem áttu að vinna samkvæmt kjarasamningunum. Nokkrir flugmenn sömdu fyrir flugfreyjur og -þjóna. Fólkið sem á að vinna samkvæmt þessum samningi var víðs fjarri. Flugfélagið Play hefur svo neitað að hitta eina raunverulega stéttarfélag flugfreyja og -þjóna, félag sem hefur sannanlega staðið með sínum félögum, hefur stuðning frá öðrum stéttarfélögum innan Alþýðusambandsins og sótt styrk í heildarsamtökin. Þetta vita fyrrum flugfreyjur og -þjónar hjá WOW air mæta vel. Þau muna vel þegar Flugfreyjufélag Íslands, með stuðningi frá ASÍ, lánaði félögum sínum peninga þegar launagreiðslur brugðust eftir gjaldþrot WOW air, þangað til ábyrgðasjóður launa var búinn að greiða skaðann. Hin ótrúlega ósvífni ÍFF og Play gagnvart launafólki á Íslandi mun smitast út um allan vinnumarkaðinn ef ekki er staðið hraustlega gegn tilraunum til að brjóta á bak aftur frjáls stéttarfélög sem vinna raunverulega að hag félagsmanna sinna. Baráttan mun halda áfram og standa þangað til Play gerir raunverulegan kjarasamning við raunverulegt stéttarfélag. Því lofa ég en verð jafnframt fyrsta manneskjan til að fagna samkeppni á flugmarkaði sem byggist á raunverulegri viðskiptalegri samkeppni en ekki samkeppni um hverjum takist að greiða lægstu launin. Í nýrri vinnumarkaðsskýrslu ASÍ sem kom út í dag kemur fram að tekjufall þeirra sem misstu vinnuna í kófinu nemur um 37%. Það er því til mikils að vinna fyrir fólk að komast aftur inn á vinnumarkaðinn. Þegar fulltrúar atvinnurekenda tala um hversu erfitt er að ráða fólk má því velta því fyrir sér hvaða kaup og skilyrði verið er að bjóða því? Hvort öryggi fólks gagnvart smitum sé örugglega tryggt, hvað fólk þarf að greiða til að afla sér tekna með ferðakostnaði og hvort heilsufarslegt álag í vinnunni sé meira en launin réttlæta. Endurreisn ferðaþjónustunnar má ekki byggja á lægri launum, verri samningum, sniðgöngu stéttarfélaga eða lakari aðbúnaði. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar