Smitandi ósvífni gagnvart launafólki Drífa Snædal skrifar 28. maí 2021 12:00 Gul stéttarfélög eru félög sem eru undir áhrifavaldi atvinnurekenda og eru stofnuð til að koma í veg fyrir að starfsfólkið sé félagar í óháðum og raunverulegum stéttarfélögum. ÍFF, sem flugfélagið Play hefur samið við, ber öll merki þess að vera gult stéttarfélag enda er það nú orðið ljóst að svokallaðir kjarasamningar fyrir flugfreyjur og -þjóna voru ekki gerðir af þeim sem áttu að vinna samkvæmt kjarasamningunum. Nokkrir flugmenn sömdu fyrir flugfreyjur og -þjóna. Fólkið sem á að vinna samkvæmt þessum samningi var víðs fjarri. Flugfélagið Play hefur svo neitað að hitta eina raunverulega stéttarfélag flugfreyja og -þjóna, félag sem hefur sannanlega staðið með sínum félögum, hefur stuðning frá öðrum stéttarfélögum innan Alþýðusambandsins og sótt styrk í heildarsamtökin. Þetta vita fyrrum flugfreyjur og -þjónar hjá WOW air mæta vel. Þau muna vel þegar Flugfreyjufélag Íslands, með stuðningi frá ASÍ, lánaði félögum sínum peninga þegar launagreiðslur brugðust eftir gjaldþrot WOW air, þangað til ábyrgðasjóður launa var búinn að greiða skaðann. Hin ótrúlega ósvífni ÍFF og Play gagnvart launafólki á Íslandi mun smitast út um allan vinnumarkaðinn ef ekki er staðið hraustlega gegn tilraunum til að brjóta á bak aftur frjáls stéttarfélög sem vinna raunverulega að hag félagsmanna sinna. Baráttan mun halda áfram og standa þangað til Play gerir raunverulegan kjarasamning við raunverulegt stéttarfélag. Því lofa ég en verð jafnframt fyrsta manneskjan til að fagna samkeppni á flugmarkaði sem byggist á raunverulegri viðskiptalegri samkeppni en ekki samkeppni um hverjum takist að greiða lægstu launin. Í nýrri vinnumarkaðsskýrslu ASÍ sem kom út í dag kemur fram að tekjufall þeirra sem misstu vinnuna í kófinu nemur um 37%. Það er því til mikils að vinna fyrir fólk að komast aftur inn á vinnumarkaðinn. Þegar fulltrúar atvinnurekenda tala um hversu erfitt er að ráða fólk má því velta því fyrir sér hvaða kaup og skilyrði verið er að bjóða því? Hvort öryggi fólks gagnvart smitum sé örugglega tryggt, hvað fólk þarf að greiða til að afla sér tekna með ferðakostnaði og hvort heilsufarslegt álag í vinnunni sé meira en launin réttlæta. Endurreisn ferðaþjónustunnar má ekki byggja á lægri launum, verri samningum, sniðgöngu stéttarfélaga eða lakari aðbúnaði. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Gul stéttarfélög eru félög sem eru undir áhrifavaldi atvinnurekenda og eru stofnuð til að koma í veg fyrir að starfsfólkið sé félagar í óháðum og raunverulegum stéttarfélögum. ÍFF, sem flugfélagið Play hefur samið við, ber öll merki þess að vera gult stéttarfélag enda er það nú orðið ljóst að svokallaðir kjarasamningar fyrir flugfreyjur og -þjóna voru ekki gerðir af þeim sem áttu að vinna samkvæmt kjarasamningunum. Nokkrir flugmenn sömdu fyrir flugfreyjur og -þjóna. Fólkið sem á að vinna samkvæmt þessum samningi var víðs fjarri. Flugfélagið Play hefur svo neitað að hitta eina raunverulega stéttarfélag flugfreyja og -þjóna, félag sem hefur sannanlega staðið með sínum félögum, hefur stuðning frá öðrum stéttarfélögum innan Alþýðusambandsins og sótt styrk í heildarsamtökin. Þetta vita fyrrum flugfreyjur og -þjónar hjá WOW air mæta vel. Þau muna vel þegar Flugfreyjufélag Íslands, með stuðningi frá ASÍ, lánaði félögum sínum peninga þegar launagreiðslur brugðust eftir gjaldþrot WOW air, þangað til ábyrgðasjóður launa var búinn að greiða skaðann. Hin ótrúlega ósvífni ÍFF og Play gagnvart launafólki á Íslandi mun smitast út um allan vinnumarkaðinn ef ekki er staðið hraustlega gegn tilraunum til að brjóta á bak aftur frjáls stéttarfélög sem vinna raunverulega að hag félagsmanna sinna. Baráttan mun halda áfram og standa þangað til Play gerir raunverulegan kjarasamning við raunverulegt stéttarfélag. Því lofa ég en verð jafnframt fyrsta manneskjan til að fagna samkeppni á flugmarkaði sem byggist á raunverulegri viðskiptalegri samkeppni en ekki samkeppni um hverjum takist að greiða lægstu launin. Í nýrri vinnumarkaðsskýrslu ASÍ sem kom út í dag kemur fram að tekjufall þeirra sem misstu vinnuna í kófinu nemur um 37%. Það er því til mikils að vinna fyrir fólk að komast aftur inn á vinnumarkaðinn. Þegar fulltrúar atvinnurekenda tala um hversu erfitt er að ráða fólk má því velta því fyrir sér hvaða kaup og skilyrði verið er að bjóða því? Hvort öryggi fólks gagnvart smitum sé örugglega tryggt, hvað fólk þarf að greiða til að afla sér tekna með ferðakostnaði og hvort heilsufarslegt álag í vinnunni sé meira en launin réttlæta. Endurreisn ferðaþjónustunnar má ekki byggja á lægri launum, verri samningum, sniðgöngu stéttarfélaga eða lakari aðbúnaði. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun