Viðurkenna ábyrgð á þjóðarmorði í Namibíu Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2021 09:00 Frá minningarathöfn um fórnarlömb þjóðarmorðanna í Namibíu á nýlendutíma Þjóðverja sem fram fór í Berlín árið 2011. AP Þýsk stjórnvöld hafa í fyrsta skipti viðurkennt formlega að hafa borið ábyrgð á þjóðarmorði í Namibíu á nýlendutíma sínum. Þjóðverjar hafa sömuleiðis samþykkt að greiða Namibíumönnum fjárhagslegar bætur vegna málsins. Þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas sagðist í morgun viðurkenna drápin sem þjóðarmorð. „Í ljósi sögulegrar og siðferðislegrar ábyrgðar Þýskalands, munum við óska eftir fyrirgefningu Namibíu og afkomendum fórnarlambanna,“ sagði Maas, að því er fram kemur í frétt BBC. Þýskir nýlendumenn stráfelldu tugi þúsunda af þjóðflokkum Herero- og Namamanna í Namibíu á fyrstu árum tuttugustu aldarinnar. Maas sagði að þýsk stjórnvöld myndu styðja við þróun Namibíu með stuðningsáætlun til næstu þrjátíu ára. Um 1,1 milljörðum evra, um 162 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag, verður varið í áætlunina sem ætlað er til stuðnings uppbyggingu innviða, heilbrigðismála og fleira. BBC segir frá því að leiðtogar sumra þjóðarbrota í Namibíu hafi neitað að lýsa yfir stuðningi við samkomulagið við Þjóðverja. Þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas.AP Drápin hófust 1904 Viðræður Þjóðverja og Namibíumanna um málið hafa staðið síðustu fimm árin, en nýlendutími Þýskalands í Namibíu stóð frá 1884 til 1915. Fjöldamorðin hófust árið 1904 eftir uppreisn Herero og Namafólks í kjölfar landtöku Þjóðverja, en margir hafa lýst morðum Þjóðverja í Namibíu sem „hinu gleymda þjóðarmorði“. Ekki eru til neinar opinberar tölur um fjölda þeirra sem létu lífið, en ljóst þykir að um hafi verið að ræða tugi þúsunda sem leiddi til gríðarlegrar fækkunar Herero og Namafólks. Þýskir fjölmiðlar greina frá því í dag að búist sé við að sérstök yfirlýsing verði undirrituð af þýska utanríkisráðherranum í namibísku höfuðborginni Windhoek í næstu viku og hún tekin til meðferðar og svo staðfest af þjóðþingum ríkjanna að því loknu. Þá er reiknað með að Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, haldi til Namibíu til að biðjast opinberlega afsökunar á málinu fyrir hönd þýsku þjóðarinnar. Þýskaland Namibía Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas sagðist í morgun viðurkenna drápin sem þjóðarmorð. „Í ljósi sögulegrar og siðferðislegrar ábyrgðar Þýskalands, munum við óska eftir fyrirgefningu Namibíu og afkomendum fórnarlambanna,“ sagði Maas, að því er fram kemur í frétt BBC. Þýskir nýlendumenn stráfelldu tugi þúsunda af þjóðflokkum Herero- og Namamanna í Namibíu á fyrstu árum tuttugustu aldarinnar. Maas sagði að þýsk stjórnvöld myndu styðja við þróun Namibíu með stuðningsáætlun til næstu þrjátíu ára. Um 1,1 milljörðum evra, um 162 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag, verður varið í áætlunina sem ætlað er til stuðnings uppbyggingu innviða, heilbrigðismála og fleira. BBC segir frá því að leiðtogar sumra þjóðarbrota í Namibíu hafi neitað að lýsa yfir stuðningi við samkomulagið við Þjóðverja. Þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas.AP Drápin hófust 1904 Viðræður Þjóðverja og Namibíumanna um málið hafa staðið síðustu fimm árin, en nýlendutími Þýskalands í Namibíu stóð frá 1884 til 1915. Fjöldamorðin hófust árið 1904 eftir uppreisn Herero og Namafólks í kjölfar landtöku Þjóðverja, en margir hafa lýst morðum Þjóðverja í Namibíu sem „hinu gleymda þjóðarmorði“. Ekki eru til neinar opinberar tölur um fjölda þeirra sem létu lífið, en ljóst þykir að um hafi verið að ræða tugi þúsunda sem leiddi til gríðarlegrar fækkunar Herero og Namafólks. Þýskir fjölmiðlar greina frá því í dag að búist sé við að sérstök yfirlýsing verði undirrituð af þýska utanríkisráðherranum í namibísku höfuðborginni Windhoek í næstu viku og hún tekin til meðferðar og svo staðfest af þjóðþingum ríkjanna að því loknu. Þá er reiknað með að Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, haldi til Namibíu til að biðjast opinberlega afsökunar á málinu fyrir hönd þýsku þjóðarinnar.
Þýskaland Namibía Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira