Slysið átti sér stað skömmu eftir klukkan sjö í kvöld en í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom fram að tvær bifreiðar hefði skollið framan á hvor aðra.
Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var áreksturinn afar harður. Beita þurfti klippum til þess að ná konunni sem slasaðist alvarlega út úr annarri bifreiðinni. Hún var með mikla áverka en er líklega ekki í lífshættu, að sögn varðstjóra.
Hin tvö eru sögð hafa slasast minna.