Verðbólga lækkar milli mánaða Eiður Þór Árnason skrifar 27. maí 2021 09:17 Verðbólga mælist enn vel yfir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Vísir/Vilhelm Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,4% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,0%. Ársverðbólga mælist því 4,4% í maí og hjaðnar um 0,2 prósentustig frá apríl 2021 þegar hún var 4,6%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í maí 2021, hækkar um 0,42% í maí frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,23% frá apríl 2021. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar hækkaði reiknuð húsaleiga um 1,5% milli mánaða og hafði 0,25% áhrif á vísitöluna. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur fyrir rúmri viku og vísaði meðal annars til þess að verðbólga hafi reynst þrálátari en áður var spáð. Í samræmi við spá Breytingin á vísitölu neysluverðs er í samræmi við spá Greiningar Íslandsbanka sem spáði því að 12 mánaða verðbólga myndi hjaðna í maí og mælast 4,4%. Hagfræðideild Landsbankans spáði 4,3% verðbólgu í maí og 0,33% hækkun á vísitölu neysluverðs milli mánaða. Í verðbólguspá Landsbankans segir að einna áhugaverðast verði að sjá hvernig reiknuð húsaleiga þróist á næstunni. Verð á fasteignamarkaði hafi hækkað mjög mikið í mars og apríl samkvæmt mælingu Hagstofunnar og endurspegli mikla eftirspurn á fasteignamarkaði. Eftirspurnina megi meðal annars rekja til mjög hagstæðra vaxta á húsnæðislánamarkaði sem hafi ekki verið lægri. „Við gerum einnig ráð fyrir að áhrif þeirra vaxtalækkana sem gripið var til á síðasta ári fari minnkandi. Þau áhrif hafa dregið úr áhrifum hækkandi fasteignaverðs á reiknaða húsaleigu,“ segir í spá Hagfræðideildar Landsbankans. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenska krónan Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Verðbólga yfir markmiði fram á mitt næsta ár Verðbólguhorfur hafa versnað og verðbólga verður ekki komin niður í markmið Seðlabankans fyrr en um mitt næsta ár samkvæmt spá bankans í dag. Meginvextir voru hækkaðir í dag um 0,25 prósentustig. 19. maí 2021 11:54 Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29. apríl 2021 09:19 Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira
Ársverðbólga mælist því 4,4% í maí og hjaðnar um 0,2 prósentustig frá apríl 2021 þegar hún var 4,6%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í maí 2021, hækkar um 0,42% í maí frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,23% frá apríl 2021. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar hækkaði reiknuð húsaleiga um 1,5% milli mánaða og hafði 0,25% áhrif á vísitöluna. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur fyrir rúmri viku og vísaði meðal annars til þess að verðbólga hafi reynst þrálátari en áður var spáð. Í samræmi við spá Breytingin á vísitölu neysluverðs er í samræmi við spá Greiningar Íslandsbanka sem spáði því að 12 mánaða verðbólga myndi hjaðna í maí og mælast 4,4%. Hagfræðideild Landsbankans spáði 4,3% verðbólgu í maí og 0,33% hækkun á vísitölu neysluverðs milli mánaða. Í verðbólguspá Landsbankans segir að einna áhugaverðast verði að sjá hvernig reiknuð húsaleiga þróist á næstunni. Verð á fasteignamarkaði hafi hækkað mjög mikið í mars og apríl samkvæmt mælingu Hagstofunnar og endurspegli mikla eftirspurn á fasteignamarkaði. Eftirspurnina megi meðal annars rekja til mjög hagstæðra vaxta á húsnæðislánamarkaði sem hafi ekki verið lægri. „Við gerum einnig ráð fyrir að áhrif þeirra vaxtalækkana sem gripið var til á síðasta ári fari minnkandi. Þau áhrif hafa dregið úr áhrifum hækkandi fasteignaverðs á reiknaða húsaleigu,“ segir í spá Hagfræðideildar Landsbankans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenska krónan Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Verðbólga yfir markmiði fram á mitt næsta ár Verðbólguhorfur hafa versnað og verðbólga verður ekki komin niður í markmið Seðlabankans fyrr en um mitt næsta ár samkvæmt spá bankans í dag. Meginvextir voru hækkaðir í dag um 0,25 prósentustig. 19. maí 2021 11:54 Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29. apríl 2021 09:19 Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30
Verðbólga yfir markmiði fram á mitt næsta ár Verðbólguhorfur hafa versnað og verðbólga verður ekki komin niður í markmið Seðlabankans fyrr en um mitt næsta ár samkvæmt spá bankans í dag. Meginvextir voru hækkaðir í dag um 0,25 prósentustig. 19. maí 2021 11:54
Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29. apríl 2021 09:19