Hlýnun gæti farið út fyrir mörk Parísarsamkomulagsins á allra næstu árum Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2021 00:01 Ummerki eftir fellibylinn Eta sem gekk yfir Hondúras í nóvember í fyrra. WMO gerir ráð fyrir að fellibyljum í Atlantshafi geti fjölgað næstu fimm árin. Vísir/EPA Um 40% líkur eru nú sagðar á því að hnattræn hlýnun nái 1,5°C á að minnsta kosti einu ári af næstu fimm samkvæmt nýju mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Líkurnar á að hlýnun fari umfram metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins eru aðeins sagðar munu aukast eftir því sem tíminn líður. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu en stefna að því að hún fari ekki umfram 1,5°C ef nokkur kostur er á. Spá WMO bendir til þess töluverðar líkur séu á að farið verði fram yfir þetta markmið tímabundið strax á næstu fimm árum. Líkurnar á að farið verði yfir 1,5°C markmiðið tímabundið í nánustu framtíð eru sagðar hafa tvöfaldast frá því í mati sem var unnið í fyrra. Ástæðan er þó fyrst og fremst nákvæmari gögn um viðmiðunartímabilið fyrir iðnbyltingu frekar en skyndileg breyting á loftslagi jarðar. Innan við 10% líkur eru taldar á því að meðalhiti jarðar verði yfir 1,5°C hærri en viðmiðunartímabilið allt fimm ára tímabilið. Afar líklegt er talið að hlýnunin næstu fimm árin verði á bilinu 0,9-1,8°C. Petteri Taalas, forstjóri WMO, segir matið sýna að mannkynið nálgist nú lægra markmið Parísarsamkomulagsins á mælanlegan og miskunnarlaust. „Þetta er enn ein vakningin um að heimurinn þarf á því að halda að markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnishlutleysi verði hraðað,“ er haft eftir Taalas í tilkynningu WMO. Hlýrra á nær öllum svæðum jarðar Þá eru taldar 90% líkur á því að í það minnsta eitt ár á tímabilinu 2021 til 2025 verði það hlýjasta frá því að mælingar hófust. Eins og sakir standar er árið 2016 það hlýjasta í mælingarsögunni en þau ár sem síðan eru liðin hafa öll raðað sér í hópi hlýjustu ára sem beinar mælingar ná til. Árið 2020 var meðalhiti jarðar 1,2°C hærri en fyrir iðnbyltinguna og var það eitt af þremur hlýjustu árum frá upphafi mælinga. Í matinu sem Veðurstofa Bretlands vann fyrir WMO er varað við því að aukna líkur séu á því að fellibyljum á Atlantshafi fjölgi miðað við meðaltal áranna 1981-2010. Nærri því öll svæði jarðar, nema hlutar af suðurhöfum og Norður-Atlantshafinu, eru talin verða hlýrri en meðaltal 1981-2010. Vísindamenn vara við því að hnattrænni hlýnun fylgi hækkun yfirborðs sjávar, skæðari hitabylgjur, ákafari úrkoma og auknar veðuröfgar sem ógna lífríki jarðar og matvælaöryggis, heilsu, og umhverfi manna. Loftslagsmál Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu en stefna að því að hún fari ekki umfram 1,5°C ef nokkur kostur er á. Spá WMO bendir til þess töluverðar líkur séu á að farið verði fram yfir þetta markmið tímabundið strax á næstu fimm árum. Líkurnar á að farið verði yfir 1,5°C markmiðið tímabundið í nánustu framtíð eru sagðar hafa tvöfaldast frá því í mati sem var unnið í fyrra. Ástæðan er þó fyrst og fremst nákvæmari gögn um viðmiðunartímabilið fyrir iðnbyltingu frekar en skyndileg breyting á loftslagi jarðar. Innan við 10% líkur eru taldar á því að meðalhiti jarðar verði yfir 1,5°C hærri en viðmiðunartímabilið allt fimm ára tímabilið. Afar líklegt er talið að hlýnunin næstu fimm árin verði á bilinu 0,9-1,8°C. Petteri Taalas, forstjóri WMO, segir matið sýna að mannkynið nálgist nú lægra markmið Parísarsamkomulagsins á mælanlegan og miskunnarlaust. „Þetta er enn ein vakningin um að heimurinn þarf á því að halda að markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnishlutleysi verði hraðað,“ er haft eftir Taalas í tilkynningu WMO. Hlýrra á nær öllum svæðum jarðar Þá eru taldar 90% líkur á því að í það minnsta eitt ár á tímabilinu 2021 til 2025 verði það hlýjasta frá því að mælingar hófust. Eins og sakir standar er árið 2016 það hlýjasta í mælingarsögunni en þau ár sem síðan eru liðin hafa öll raðað sér í hópi hlýjustu ára sem beinar mælingar ná til. Árið 2020 var meðalhiti jarðar 1,2°C hærri en fyrir iðnbyltinguna og var það eitt af þremur hlýjustu árum frá upphafi mælinga. Í matinu sem Veðurstofa Bretlands vann fyrir WMO er varað við því að aukna líkur séu á því að fellibyljum á Atlantshafi fjölgi miðað við meðaltal áranna 1981-2010. Nærri því öll svæði jarðar, nema hlutar af suðurhöfum og Norður-Atlantshafinu, eru talin verða hlýrri en meðaltal 1981-2010. Vísindamenn vara við því að hnattrænni hlýnun fylgi hækkun yfirborðs sjávar, skæðari hitabylgjur, ákafari úrkoma og auknar veðuröfgar sem ógna lífríki jarðar og matvælaöryggis, heilsu, og umhverfi manna.
Loftslagsmál Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira