Fótbolti

Aron Elís lagði upp í öruggum sigri OB

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Elís var flottur í dag.
Aron Elís var flottur í dag. Lars Ronbog/Getty Images

Aron Elís Þrándarson lagði upp eitt af mörkum OB í öruggum sigri á AC Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Þá stóð Frederik Schram í marki Lyngby er liðið gerði 2-2 jafntefli við Vejle á útivelli.

Aron Elís var í byrjunarliði OB á meðan Sveinn Aron Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekk liðsins. Bashkim Kadrii kom OB yfir þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik eftir sendingu Arons.

Issam Jebali tvöfaldaði forystuna þremur mínútum síðar og staðan 2-0 í hálfleik. Heimamenn í OB bættu við tveimur mörkum í síðari hálfleik og lokatölur 4-0.

OB endar í 9. sæti deildarinnar með 43 stig að loknum 32 leikjum. Lyngby var hins vegar fallið fyrir umferðina og leikur í dönsku B-deildinni á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×