Vináttubönd verða sett til hliðar Valur Páll Eiríksson skrifar 23. maí 2021 10:45 Áþreifanleg spenna er milli liða KR og Vals í körfubolta sem eigast við í þriðja leik sínum í úrslitakeppni Domino's-deildar karla að Hlíðarenda klukkan 20:10 í kvöld. Allt ætlaði upp úr að sjóða eftir síðasta leik liðanna í Vesturbæ á miðvikudag. Liðin snúa nú aftur á vettvang fyrsta leiks þeirra í einvíginu sem fram fór fyrir sléttri viku. Þar vann KR nauman 99-98 seiglusigur. Spennan í leikmönnum var bersýnileg þar sem báðum liðum gekk illa að hitta körfuna í fjórða leikhluta. Það kristallaðist ef til vill helst í fjórum misnotuðum vítaskotum Valsarans Hjálmars Stefánssonar á lokakaflanum. Hjálmar sá eflaust eftir þeim skotum þegar Tyler Sabin setti niður þriggja stiga körfu fyrir KR níu sekúndum fyrir leikslok, sem dugði KR-ingum til naums sigurs. Mörgum líður þó eflaust eins og hálf eilífð sé frá þessu sigurskoti Sabins. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í einvíginu síðan. KR-ingar fjölmenntu á Hlíðarenda fyrir viku síðan og skömmu eftir leik birtust myndir af brotnum sætum í höllinni eftir fagnaðarlæti þeirra svarthvítu í stúkunni. Vesturbæingarnir létu vel í sér heyra allan leikinn en voru skiptar skoðanir um það sem kom út úr þeim. Þingkonan Helga Vala Helgadóttir sagði stuðningsmennina sorakjafta eftir að þeir kölluðu Kristófer Acox, fyrrum leikmann KR og núverandi Valsara, júdas. „Persónulegt“ uppgjör hefur Kristófer sjálfur kallað einvígið. Hann er langt því frá að vera eini fyrrum KR-ingurinn í röðum Vals. Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij og Finnur Atli Magnússon hafa allir verið máttarstólpar í KR-liðinu sem hefur unnið hvern Íslandsmeistaratitilinn á eftir öðrum síðustu ár, og þá var Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsmanna, við stjórnartaumana í Vesturbæ í endurteknum titilvörnum KR-liðsins. Eftir annan eins stigs sigur í öðrum leik liðanna, í þetta sinn 85-84 sigur Valsmanna í Vesturbæ, varð á ný ljóst hversu persónulegt einvígið er. Athygli vakti orðaskak Pavels Ermolinskij við tvo stuðningsmanna KR eftir leik og þá heyrðust mikil læti af göngunum í KR-heimilinu þar sem þurfti að stíga á milli manna. Meira að segja sóttvarnarlæknir setti sig inn í umræðuna degi eftir þann leik þar sem hann minnti á settar sóttvarnarreglur. KR stuðningsmenn eru eflaust sárir yfir að sjá leikmenn, sem þeir litu á sem hetjur í raðmeistaraliði félagsins, leika með rauðu grönnunum. Þetta ristir djúpt, líkt og sést á hitanum innan sem utan vallar. Ætli leikmönnunum finnist þeir ekki á móti eiga betri kveðjur skildar eftir áralanga þjónustu fyrir félagið. Í tilfelli Kristófers Acox er ekki ólíklegt að hann vilji senda stjórnarmönnum KR-inga ákveðin skilaboð eftir miklar deilur þar á milli vegna launagreiðslna sem er á leið fyrir dómstóla. Klippa: Pavel og stuðningsmenn KR Á hinum endanum er Darri Freyr Atlason sömuleiðis að mæta sínum fyrrum vinnuveitendum, en hann vann þrefalt með kvennaliði Vals árið 2019. Finnur Freyr þjálfaði hann í yngri flokkum KR forðum daga, líkt og þónokkra leikmenn liðsins og Kristófer Acox, sem er ári eldri en Darri og spilaði með bæði honum og Matthíasi Orra Sigurðarsyni, leikmanni KR, sem unglingar. Bróðir Matthíasar, Jakob Örn Sigurðarson, auk Helga Más Magnússonar og Brynjars Þórs Björnssonar, voru ásamt Völsurunum Pavel, Jóni Arnóri, Finni Atla og Kristóferi, hluti af mörgum af titlaliðum KR-inga síðustu ár, auk þess sem þeir hafa verið félagar í landsliðinu árum saman. Það eru því traust sambönd andstæðinganna á milli nánast hvert sem litið er. Ljóst er hins vegar að mörg vináttubönd verða sett til hliðar um stundarsakir í kvöld þegar liðin mætast að Hlíðarenda klukkan 20:15. Bein útsending hefst klukkan 19:50 á Stöð 2 Sport. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Valur KR Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Sjá meira
Liðin snúa nú aftur á vettvang fyrsta leiks þeirra í einvíginu sem fram fór fyrir sléttri viku. Þar vann KR nauman 99-98 seiglusigur. Spennan í leikmönnum var bersýnileg þar sem báðum liðum gekk illa að hitta körfuna í fjórða leikhluta. Það kristallaðist ef til vill helst í fjórum misnotuðum vítaskotum Valsarans Hjálmars Stefánssonar á lokakaflanum. Hjálmar sá eflaust eftir þeim skotum þegar Tyler Sabin setti niður þriggja stiga körfu fyrir KR níu sekúndum fyrir leikslok, sem dugði KR-ingum til naums sigurs. Mörgum líður þó eflaust eins og hálf eilífð sé frá þessu sigurskoti Sabins. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í einvíginu síðan. KR-ingar fjölmenntu á Hlíðarenda fyrir viku síðan og skömmu eftir leik birtust myndir af brotnum sætum í höllinni eftir fagnaðarlæti þeirra svarthvítu í stúkunni. Vesturbæingarnir létu vel í sér heyra allan leikinn en voru skiptar skoðanir um það sem kom út úr þeim. Þingkonan Helga Vala Helgadóttir sagði stuðningsmennina sorakjafta eftir að þeir kölluðu Kristófer Acox, fyrrum leikmann KR og núverandi Valsara, júdas. „Persónulegt“ uppgjör hefur Kristófer sjálfur kallað einvígið. Hann er langt því frá að vera eini fyrrum KR-ingurinn í röðum Vals. Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij og Finnur Atli Magnússon hafa allir verið máttarstólpar í KR-liðinu sem hefur unnið hvern Íslandsmeistaratitilinn á eftir öðrum síðustu ár, og þá var Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsmanna, við stjórnartaumana í Vesturbæ í endurteknum titilvörnum KR-liðsins. Eftir annan eins stigs sigur í öðrum leik liðanna, í þetta sinn 85-84 sigur Valsmanna í Vesturbæ, varð á ný ljóst hversu persónulegt einvígið er. Athygli vakti orðaskak Pavels Ermolinskij við tvo stuðningsmanna KR eftir leik og þá heyrðust mikil læti af göngunum í KR-heimilinu þar sem þurfti að stíga á milli manna. Meira að segja sóttvarnarlæknir setti sig inn í umræðuna degi eftir þann leik þar sem hann minnti á settar sóttvarnarreglur. KR stuðningsmenn eru eflaust sárir yfir að sjá leikmenn, sem þeir litu á sem hetjur í raðmeistaraliði félagsins, leika með rauðu grönnunum. Þetta ristir djúpt, líkt og sést á hitanum innan sem utan vallar. Ætli leikmönnunum finnist þeir ekki á móti eiga betri kveðjur skildar eftir áralanga þjónustu fyrir félagið. Í tilfelli Kristófers Acox er ekki ólíklegt að hann vilji senda stjórnarmönnum KR-inga ákveðin skilaboð eftir miklar deilur þar á milli vegna launagreiðslna sem er á leið fyrir dómstóla. Klippa: Pavel og stuðningsmenn KR Á hinum endanum er Darri Freyr Atlason sömuleiðis að mæta sínum fyrrum vinnuveitendum, en hann vann þrefalt með kvennaliði Vals árið 2019. Finnur Freyr þjálfaði hann í yngri flokkum KR forðum daga, líkt og þónokkra leikmenn liðsins og Kristófer Acox, sem er ári eldri en Darri og spilaði með bæði honum og Matthíasi Orra Sigurðarsyni, leikmanni KR, sem unglingar. Bróðir Matthíasar, Jakob Örn Sigurðarson, auk Helga Más Magnússonar og Brynjars Þórs Björnssonar, voru ásamt Völsurunum Pavel, Jóni Arnóri, Finni Atla og Kristóferi, hluti af mörgum af titlaliðum KR-inga síðustu ár, auk þess sem þeir hafa verið félagar í landsliðinu árum saman. Það eru því traust sambönd andstæðinganna á milli nánast hvert sem litið er. Ljóst er hins vegar að mörg vináttubönd verða sett til hliðar um stundarsakir í kvöld þegar liðin mætast að Hlíðarenda klukkan 20:15. Bein útsending hefst klukkan 19:50 á Stöð 2 Sport. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Valur KR Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Sjá meira