Ronaldo geymdur á bekknum er Juventus tryggði sér Meistaradeildarsæti Anton Ingi Leifsson skrifar 23. maí 2021 20:44 Ronaldo myndaður fyrir leik kvöldsins. Sportinfoto/Getty Juventus slapp með skrekkinn og tryggði sér Meistaradeildarsæti en lokaumferðin þetta tímabilið í ítalska boltanum fór fram í dag. Juventus rúllaði yfir Bologna 4-1 á útivelli og á sama tíma gerði Napoli 1-1 jafntefli fyrir Verona. Því náði Juventus í fjórða sætið með 78 stig og Napoli í fimmta með 77 stig. Cristiano Ronaldo var geymdur á bekknum í upphafi leiks og það var ekki vegna meiðsla heldur var það taktík ákvörðun hjá Andrea Pirlo, stjóra Juventus. Cristiano Ronaldo is not injuried. He’s not starting today due to “technical decision” made by Andrea Pirlo. Juventus are playing for a Champions League spot in the last match and Cristiano will be on the bench for the fifth time in three season as Juventus player. 🇵🇹 #Juve— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 23, 2021 Juventus lék á als oddi í fyrri hálfleik. Federico Chiesa kom þeim yfir á sjöttu mínútu, Alvaro Morata tvöfaldaði forystuna á 29. mínútu og Adrien Rabiot skoraði þriðja markið fyrir hlé. Alvaro Morata bætti við fjórða markinu í upphafi síðari hálfleiks en Bologna klóraði í bakkann undir lokin. Lokatölur 4-1 en Cristiano Ronaldo kom ekki einu sinni inn á. Andri Fannar Baldursson spilaði síðustu tíu mínúturnar hjá Bologna en þeir enda í 12. sætinu. Inter er ítalskur meistari en þeir unnu 5-1 sigur á Udinese fyrr í dag. AC Milan vann 1-0 sigur á Atalanta með vítaspyrnumarki Franck Kessie og endar AC því í öðru sætinu á meðan Atalanta endar í því þriðja. 😅 Ronaldo who? 👀 @JuventusFC secure #UCL football with a certain someone sat on the bench. pic.twitter.com/pEAv9PUR1x— SPORF (@Sporf) May 23, 2021 Ítalski boltinn
Juventus slapp með skrekkinn og tryggði sér Meistaradeildarsæti en lokaumferðin þetta tímabilið í ítalska boltanum fór fram í dag. Juventus rúllaði yfir Bologna 4-1 á útivelli og á sama tíma gerði Napoli 1-1 jafntefli fyrir Verona. Því náði Juventus í fjórða sætið með 78 stig og Napoli í fimmta með 77 stig. Cristiano Ronaldo var geymdur á bekknum í upphafi leiks og það var ekki vegna meiðsla heldur var það taktík ákvörðun hjá Andrea Pirlo, stjóra Juventus. Cristiano Ronaldo is not injuried. He’s not starting today due to “technical decision” made by Andrea Pirlo. Juventus are playing for a Champions League spot in the last match and Cristiano will be on the bench for the fifth time in three season as Juventus player. 🇵🇹 #Juve— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 23, 2021 Juventus lék á als oddi í fyrri hálfleik. Federico Chiesa kom þeim yfir á sjöttu mínútu, Alvaro Morata tvöfaldaði forystuna á 29. mínútu og Adrien Rabiot skoraði þriðja markið fyrir hlé. Alvaro Morata bætti við fjórða markinu í upphafi síðari hálfleiks en Bologna klóraði í bakkann undir lokin. Lokatölur 4-1 en Cristiano Ronaldo kom ekki einu sinni inn á. Andri Fannar Baldursson spilaði síðustu tíu mínúturnar hjá Bologna en þeir enda í 12. sætinu. Inter er ítalskur meistari en þeir unnu 5-1 sigur á Udinese fyrr í dag. AC Milan vann 1-0 sigur á Atalanta með vítaspyrnumarki Franck Kessie og endar AC því í öðru sætinu á meðan Atalanta endar í því þriðja. 😅 Ronaldo who? 👀 @JuventusFC secure #UCL football with a certain someone sat on the bench. pic.twitter.com/pEAv9PUR1x— SPORF (@Sporf) May 23, 2021