BBC biðst afsökunar á umdeildu Díönu-viðtali frá 1995 Atli Ísleifsson skrifar 20. maí 2021 14:06 Díana prinsessa, sem lést árið 1997, lýsti því eftirminnilega í viðtalinu að þau hafi verið þrjú í þessu hjónabandi og vísaði þar í samband Karls og Camillu Parker-Bowles. Breska ríkisútvarpið hefur í fyrsta sinn beðist afsökunar á umdeildu viðtali sjónvarpsmannsins Martins Bashir við Díönu prinsessu frá 1995. Það er gert eftir óháða rannsókn á aðdraganda og framkvæmd viðtalsins, niðurstöður hverrar voru birtar í dag. Rannsóknin leiddi í ljós að ráðskast hafi verið með Díönu á óeðlilegan hátt, í þeim tilgangi að fá hana til að veita samþykki sitt fyrir að mæta í viðtal. Gagnrýni hefur lengi beinst að BBC vegna viðtalsins, sér í lagi frá fjölskyldu Díönu, þar sem fullyrt hefur verið að starfsmenn BBC hafi náð samkomulagi um viðtalið á fölskum forsendum. Viðtalið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma þar sem prinsessan ræddi meðal annars vandamálin í hjónabandi sínu og Karls Bretaprins. Í viðtalinu sagði Díana eftirminnilega: „Við vorum þrjú í þessu hjónabandi. Það var fremur fjölmennt.“ Vísaði hún þar í samband eiginmanns síns og Camillu Parker-Bowles. Núna, aldarfjórðungi síðar, hefur BBC í fyrsta skipti beðist afsökunar á viðtalinu sem sýnt var í þættinum Panorama 20. nóvember 1995. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, sem dómarinn fyrrverandi Lord Dyson leiddi, kemur fram að Bashir hafi notast við óheiðarlegar aðferðir til að fá Díönu til að greina frá vandamálunum í hjónabandi þeirra Karls. Sömuleiðis hafi BBC hylmt yfir vinnubrögð Bashirs og þannig ekki staðið undir þeim kröfum sem BBC geri til sjálfs sín. Svo virðist sem að Bashir hafi sýnt Earl Spencer, bróður Díönu, fölsuð skjöl í þeim tilgangi að koma á trausti þeirra í millum, til að Spencer myndi kynna Bashir fyrir Díönu. Bashir hefur sagt að hann sjái eftir því hvernig að viðtalinu var staðið, en að hann sé þó enn gríðarlega stoltur af viðtalinu sjálfu. Fjölmiðlar Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir BBC lofar að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal við Díönu prinsessu Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur heitið því að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal sem fréttamaður BBC, Martin Bashir, tók við Díönu prinsessu fyrir þáttinn Panorama árið 1995. 19. nóvember 2020 08:33 Krefst rannsóknar vegna margfrægs viðtals við Díönu Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu heitinnar, segir BBC hafa beitt blekkingum til að fá Díönu til að veita afar persónulegt viðtal. 3. nóvember 2020 14:06 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Rannsóknin leiddi í ljós að ráðskast hafi verið með Díönu á óeðlilegan hátt, í þeim tilgangi að fá hana til að veita samþykki sitt fyrir að mæta í viðtal. Gagnrýni hefur lengi beinst að BBC vegna viðtalsins, sér í lagi frá fjölskyldu Díönu, þar sem fullyrt hefur verið að starfsmenn BBC hafi náð samkomulagi um viðtalið á fölskum forsendum. Viðtalið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma þar sem prinsessan ræddi meðal annars vandamálin í hjónabandi sínu og Karls Bretaprins. Í viðtalinu sagði Díana eftirminnilega: „Við vorum þrjú í þessu hjónabandi. Það var fremur fjölmennt.“ Vísaði hún þar í samband eiginmanns síns og Camillu Parker-Bowles. Núna, aldarfjórðungi síðar, hefur BBC í fyrsta skipti beðist afsökunar á viðtalinu sem sýnt var í þættinum Panorama 20. nóvember 1995. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, sem dómarinn fyrrverandi Lord Dyson leiddi, kemur fram að Bashir hafi notast við óheiðarlegar aðferðir til að fá Díönu til að greina frá vandamálunum í hjónabandi þeirra Karls. Sömuleiðis hafi BBC hylmt yfir vinnubrögð Bashirs og þannig ekki staðið undir þeim kröfum sem BBC geri til sjálfs sín. Svo virðist sem að Bashir hafi sýnt Earl Spencer, bróður Díönu, fölsuð skjöl í þeim tilgangi að koma á trausti þeirra í millum, til að Spencer myndi kynna Bashir fyrir Díönu. Bashir hefur sagt að hann sjái eftir því hvernig að viðtalinu var staðið, en að hann sé þó enn gríðarlega stoltur af viðtalinu sjálfu.
Fjölmiðlar Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir BBC lofar að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal við Díönu prinsessu Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur heitið því að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal sem fréttamaður BBC, Martin Bashir, tók við Díönu prinsessu fyrir þáttinn Panorama árið 1995. 19. nóvember 2020 08:33 Krefst rannsóknar vegna margfrægs viðtals við Díönu Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu heitinnar, segir BBC hafa beitt blekkingum til að fá Díönu til að veita afar persónulegt viðtal. 3. nóvember 2020 14:06 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
BBC lofar að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal við Díönu prinsessu Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur heitið því að komast að sannleikanum um víðfrægt viðtal sem fréttamaður BBC, Martin Bashir, tók við Díönu prinsessu fyrir þáttinn Panorama árið 1995. 19. nóvember 2020 08:33
Krefst rannsóknar vegna margfrægs viðtals við Díönu Charles Spencer, bróðir Díönu prinsessu heitinnar, segir BBC hafa beitt blekkingum til að fá Díönu til að veita afar persónulegt viðtal. 3. nóvember 2020 14:06