ÍSÍ undrandi á undanþágu Eurovision-faranna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2021 17:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði. vísir/vilhelm Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fékk ítrekað neikvæð svör frá sóttvarnayfirvöldum við beiðnum um bólusetningar fyrir íslenskt afreksíþróttafólk. ÍSÍ sendi í dag frá yfirlýsingu vegna umræðu um forgang í bólusetningu. Íslenskt afreksíþróttafólk hefur gagnrýnt að Eurovison-hópur Íslands hafi verið bólusettur fyrir förina til Hollands á meðan íþróttafólk hafi ekki fengið bólusetningu. ÍSÍ segist oftsinnis hafa óskað eftir að íslenskt afreksíþróttafólk fengi forgang í bólusetningu, að loknum bólusetningum viðkvæmra hópa og heilbrigðisstarfsfólks, en öllum þeim óskum hafi staðfastlega verið neitað. Afreksíþróttafólk hafi því þurft að fara óbólusett í stór og krefjandi verkefni erlendis með tilheyrandi áhættu. Þá hafi löng dvöl í sóttkví raskað æfingaáætlun íþróttafólksins og mögulegri þátttöku þess í mótum. ÍSÍ undrar sig því á fréttum um að Eurovision-hópurinn hafi fengið forgang í bólusetningu. ÍSÍ ætlar í framhaldinu að krefjast þess að íslenskt íþróttafólk sem keppir á erlendri grundu fái sömu þjónustu og keppendur fyrir Íslands hönd á öðrum vettvangi. Þá segir að Alþjóða ólympíunefndin (IOC) hafi útvegað bóluefni fyrir alla þátttakendur á Ólympíuleikum og Ólympíumóti fatlaðra í sumar og vonast sé til þess að bólusetning hefjist í næstu viku. Yfirlýsing ÍSÍ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sambandsaðilar þess, hafa undanfarna mánuði sóst eftir því hjá sóttvarnayfirvöldum, bæði með fundahaldi, símtölum og skriflegum erindum, að afreksíþróttafólk landsins fái forgang í bólusetningu, að loknum bólusetningum viðkvæmra hópa og heilbrigðisstarfsfólks, svo það geti með öruggari hætti tekið þátt í alþjóðlegu mótahaldi. Öllum óskum um slíka fyrirgreiðslu hefur verið neitað staðfastlega og vísað til þess að forgangsröðun heilbrigðisyfirvalda varðandi bólusetningar verði ekki haggað. Því hefur afreksíþróttafólk landsins þurft að fara óbólusett í stór og krefjandi verkefni og í undankeppnir fyrir stórmót á efsta stigi viðkomandi íþróttar. Það hefur tekið áhættu á því að smitast af kórónuveirunni til að freista þess að viðhalda árangri landsins í íþróttum, árangri sem tekið hefur mörg ár að byggja upp. Að auki hefur íþróttafólkið og fylgdarlið þurft að dvelja langdvölum í sóttkví sem oftar en ekki raskar æfingaáætlunum og mögulega þátttöku í mótum auk kostnaðar sem af því hefur hlotist. Það vakti því undrun að fá af því fregnir að hópur sem keppir fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision) hafi fengið undanþágu fyrir bólusetningu. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) lýsir yfir ánægju með að keppendur fái nú bólusetningu vegna ferða erlendis og mun íþróttahreyfingin krefjast þess að íþróttafólk sem tekur þátt í alþjóðlegum verkefnum fyrir Íslands hönd njóti sömu þjónustu frá yfirvöldum og keppendur á öðrum vettvangi. Þess má geta að Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur útvegað bóluefni fyrir alla þátttakendur í Ólympíuleikum og Ólympíumóti fatlaðra (Paralympics) og mun ÍSÍ fá bóluefni fyrir þann hóp sem fer á leikana. Sú ráðstöfun kemur til með aðkomu IOC en ekki íslenskra yfirvalda og nær einungis til þessa þrönga hóps. Vonast er til að þessi bólusetning hefjist í næstu viku í góðu samstarfi við sóttvarnasvið embættis landlæknis. Bólusetningar Eurovision Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Sjá meira
ÍSÍ sendi í dag frá yfirlýsingu vegna umræðu um forgang í bólusetningu. Íslenskt afreksíþróttafólk hefur gagnrýnt að Eurovison-hópur Íslands hafi verið bólusettur fyrir förina til Hollands á meðan íþróttafólk hafi ekki fengið bólusetningu. ÍSÍ segist oftsinnis hafa óskað eftir að íslenskt afreksíþróttafólk fengi forgang í bólusetningu, að loknum bólusetningum viðkvæmra hópa og heilbrigðisstarfsfólks, en öllum þeim óskum hafi staðfastlega verið neitað. Afreksíþróttafólk hafi því þurft að fara óbólusett í stór og krefjandi verkefni erlendis með tilheyrandi áhættu. Þá hafi löng dvöl í sóttkví raskað æfingaáætlun íþróttafólksins og mögulegri þátttöku þess í mótum. ÍSÍ undrar sig því á fréttum um að Eurovision-hópurinn hafi fengið forgang í bólusetningu. ÍSÍ ætlar í framhaldinu að krefjast þess að íslenskt íþróttafólk sem keppir á erlendri grundu fái sömu þjónustu og keppendur fyrir Íslands hönd á öðrum vettvangi. Þá segir að Alþjóða ólympíunefndin (IOC) hafi útvegað bóluefni fyrir alla þátttakendur á Ólympíuleikum og Ólympíumóti fatlaðra í sumar og vonast sé til þess að bólusetning hefjist í næstu viku. Yfirlýsing ÍSÍ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sambandsaðilar þess, hafa undanfarna mánuði sóst eftir því hjá sóttvarnayfirvöldum, bæði með fundahaldi, símtölum og skriflegum erindum, að afreksíþróttafólk landsins fái forgang í bólusetningu, að loknum bólusetningum viðkvæmra hópa og heilbrigðisstarfsfólks, svo það geti með öruggari hætti tekið þátt í alþjóðlegu mótahaldi. Öllum óskum um slíka fyrirgreiðslu hefur verið neitað staðfastlega og vísað til þess að forgangsröðun heilbrigðisyfirvalda varðandi bólusetningar verði ekki haggað. Því hefur afreksíþróttafólk landsins þurft að fara óbólusett í stór og krefjandi verkefni og í undankeppnir fyrir stórmót á efsta stigi viðkomandi íþróttar. Það hefur tekið áhættu á því að smitast af kórónuveirunni til að freista þess að viðhalda árangri landsins í íþróttum, árangri sem tekið hefur mörg ár að byggja upp. Að auki hefur íþróttafólkið og fylgdarlið þurft að dvelja langdvölum í sóttkví sem oftar en ekki raskar æfingaáætlunum og mögulega þátttöku í mótum auk kostnaðar sem af því hefur hlotist. Það vakti því undrun að fá af því fregnir að hópur sem keppir fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision) hafi fengið undanþágu fyrir bólusetningu. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) lýsir yfir ánægju með að keppendur fái nú bólusetningu vegna ferða erlendis og mun íþróttahreyfingin krefjast þess að íþróttafólk sem tekur þátt í alþjóðlegum verkefnum fyrir Íslands hönd njóti sömu þjónustu frá yfirvöldum og keppendur á öðrum vettvangi. Þess má geta að Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur útvegað bóluefni fyrir alla þátttakendur í Ólympíuleikum og Ólympíumóti fatlaðra (Paralympics) og mun ÍSÍ fá bóluefni fyrir þann hóp sem fer á leikana. Sú ráðstöfun kemur til með aðkomu IOC en ekki íslenskra yfirvalda og nær einungis til þessa þrönga hóps. Vonast er til að þessi bólusetning hefjist í næstu viku í góðu samstarfi við sóttvarnasvið embættis landlæknis.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sambandsaðilar þess, hafa undanfarna mánuði sóst eftir því hjá sóttvarnayfirvöldum, bæði með fundahaldi, símtölum og skriflegum erindum, að afreksíþróttafólk landsins fái forgang í bólusetningu, að loknum bólusetningum viðkvæmra hópa og heilbrigðisstarfsfólks, svo það geti með öruggari hætti tekið þátt í alþjóðlegu mótahaldi. Öllum óskum um slíka fyrirgreiðslu hefur verið neitað staðfastlega og vísað til þess að forgangsröðun heilbrigðisyfirvalda varðandi bólusetningar verði ekki haggað. Því hefur afreksíþróttafólk landsins þurft að fara óbólusett í stór og krefjandi verkefni og í undankeppnir fyrir stórmót á efsta stigi viðkomandi íþróttar. Það hefur tekið áhættu á því að smitast af kórónuveirunni til að freista þess að viðhalda árangri landsins í íþróttum, árangri sem tekið hefur mörg ár að byggja upp. Að auki hefur íþróttafólkið og fylgdarlið þurft að dvelja langdvölum í sóttkví sem oftar en ekki raskar æfingaáætlunum og mögulega þátttöku í mótum auk kostnaðar sem af því hefur hlotist. Það vakti því undrun að fá af því fregnir að hópur sem keppir fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision) hafi fengið undanþágu fyrir bólusetningu. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) lýsir yfir ánægju með að keppendur fái nú bólusetningu vegna ferða erlendis og mun íþróttahreyfingin krefjast þess að íþróttafólk sem tekur þátt í alþjóðlegum verkefnum fyrir Íslands hönd njóti sömu þjónustu frá yfirvöldum og keppendur á öðrum vettvangi. Þess má geta að Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur útvegað bóluefni fyrir alla þátttakendur í Ólympíuleikum og Ólympíumóti fatlaðra (Paralympics) og mun ÍSÍ fá bóluefni fyrir þann hóp sem fer á leikana. Sú ráðstöfun kemur til með aðkomu IOC en ekki íslenskra yfirvalda og nær einungis til þessa þrönga hóps. Vonast er til að þessi bólusetning hefjist í næstu viku í góðu samstarfi við sóttvarnasvið embættis landlæknis.
Bólusetningar Eurovision Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Sjá meira