Katrín fór loks að gosinu 51 degi eftir að það hófst Snorri Másson skrifar 10. maí 2021 15:53 Katrín Jakobsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir í Fagradalsfjalli í gær. Facebook/Aldís Hafsteinsdóttir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór loksins að skoða eldgosið í Fagradalsfjalli í gær, 51 degi eftir að það hófst 19. mars. Forsætisráðherra upplýsti um það í Vikunni hjá Gísla Marteini á föstudaginn að hún væri enn ekki búin að leggja leið sína á gossvæðið, skiljanlega við nokkra undran viðstaddra. Í gær birtist svo mynd á Facebook-síðu Aldísar Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem hún og Katrín stilla sér upp fyrir framan gosið. Þar með hefur Katrín fetað í fótspor annarra stjórnmálaleiðtoga Íslands, sem hafa vitanlega flestir farið að gosstöðvunum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fór með þyrlu Landhelgisgæslunnar um leið og gosið hófst og streymdi frá því á Instagram. Guðni Th. Jóhannesson forseti fékk sömuleiðis far með þyrlunni daginn eftir að gosið hófst. Vikum síðar var sagt frá því að Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefði lagt leið sína að gosinu ásamt Ara Trausta Guðmundssyni þingmanni þegar gossvæðið var lokað öðrum en vísinda- og fjölmiðlamönnum. Skömmu eftir frétt Vísis birti Katrín færslu á Facebook, þar sem sjá mátti þessa mynd af flokkssystkinunum. Facebook Katrín skrifar: „Gosið er magnað, krafturinn og sjónarspilið svíkja engan sem þangað fer. Það er ótrúlegt að búa í svona mögnuðu landi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Tengdar fréttir Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. 7. apríl 2021 14:41 Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Forsætisráðherra upplýsti um það í Vikunni hjá Gísla Marteini á föstudaginn að hún væri enn ekki búin að leggja leið sína á gossvæðið, skiljanlega við nokkra undran viðstaddra. Í gær birtist svo mynd á Facebook-síðu Aldísar Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði og formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem hún og Katrín stilla sér upp fyrir framan gosið. Þar með hefur Katrín fetað í fótspor annarra stjórnmálaleiðtoga Íslands, sem hafa vitanlega flestir farið að gosstöðvunum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra fór með þyrlu Landhelgisgæslunnar um leið og gosið hófst og streymdi frá því á Instagram. Guðni Th. Jóhannesson forseti fékk sömuleiðis far með þyrlunni daginn eftir að gosið hófst. Vikum síðar var sagt frá því að Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefði lagt leið sína að gosinu ásamt Ara Trausta Guðmundssyni þingmanni þegar gossvæðið var lokað öðrum en vísinda- og fjölmiðlamönnum. Skömmu eftir frétt Vísis birti Katrín færslu á Facebook, þar sem sjá mátti þessa mynd af flokkssystkinunum. Facebook Katrín skrifar: „Gosið er magnað, krafturinn og sjónarspilið svíkja engan sem þangað fer. Það er ótrúlegt að búa í svona mögnuðu landi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Tengdar fréttir Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. 7. apríl 2021 14:41 Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. 7. apríl 2021 14:41
Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36