Íslendingar berjast um nýja staðsetningarflögu Apple Snorri Másson skrifar 9. maí 2021 15:01 AirTag var kynnt til leiks í síðasta mánuði. Apple Tæknirisinn Apple setti í mánuðinum nýja vöru á markað, Apple AirTag. Um er að ræða lítinn hnapp með staðsetningarflögu sem eigandinn getur sett hvert sem hann vill og fylgst síðan með staðsetningu hans. Þannig getur maður laumað flögunni ofan í tösku, hengt hana í lyklakippu eða fest hana við hjólið sitt, og flett því síðan upp hvenær sem er í smáforriti í símanum hvar hún er staðsett. Apple AirTags er nýr staðsetningarbúnaður fyrir almenning.Apple Varan er komin á markað á Íslandi, meðal annars hjá Macland og Epli. Hjá Macland rauk fyrsta sending út, stykkið á 5.990 krónur. Fjögur stykki eru á 19.990kr. Önnur sending er væntanleg en allt er uppselt í bili í búðinni. Enn eru eintök eftir á lager hjá Epli samkvæmt vefsíðu þeirra og verðið er það hið sama. Apple AirTag er, að því er segir á bloggi Macland, á stærð við freyðitöfluna Treo. Hnappinum má koma fyrir á alls konar munum sem hafa tilhneigingu til að týnast. Reiðhjól hljóta að vera mörgum ofarlega í huga í þessum efnum, enda hefur löngum reynst of fyrirferðarmikið að koma fyrir staðsetningarbúnaði á dýrum reiðhjólum til þess að sporna við þjófnaði. Apple AirTag getur að sögn margra álitsgjafa verið álitlegur kostur í þessum tilgangi. Á sama hátt er hér komin trygging fyrir gæludýr, sem er auðvitað sárt að missa frá sér án þess að fá rönd við reist. Ýmsar efasemdir eru uppi um persónuverndarsjónarmið þegar kemur að AirTags og ljóst að í þeim efnum eru ekki öll kurl komin til grafar. Apple segir að sími manns eigi að fá um það tilkynningu ef hann verður þess áskynja að AirTag sé búið að vera að fylgja manni í ákveðinn tíma. Það á að koma í veg fyrir njósnir með græjunni. Apple Hjólreiðar Gæludýr Mest lesið Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Sjá meira
Um er að ræða lítinn hnapp með staðsetningarflögu sem eigandinn getur sett hvert sem hann vill og fylgst síðan með staðsetningu hans. Þannig getur maður laumað flögunni ofan í tösku, hengt hana í lyklakippu eða fest hana við hjólið sitt, og flett því síðan upp hvenær sem er í smáforriti í símanum hvar hún er staðsett. Apple AirTags er nýr staðsetningarbúnaður fyrir almenning.Apple Varan er komin á markað á Íslandi, meðal annars hjá Macland og Epli. Hjá Macland rauk fyrsta sending út, stykkið á 5.990 krónur. Fjögur stykki eru á 19.990kr. Önnur sending er væntanleg en allt er uppselt í bili í búðinni. Enn eru eintök eftir á lager hjá Epli samkvæmt vefsíðu þeirra og verðið er það hið sama. Apple AirTag er, að því er segir á bloggi Macland, á stærð við freyðitöfluna Treo. Hnappinum má koma fyrir á alls konar munum sem hafa tilhneigingu til að týnast. Reiðhjól hljóta að vera mörgum ofarlega í huga í þessum efnum, enda hefur löngum reynst of fyrirferðarmikið að koma fyrir staðsetningarbúnaði á dýrum reiðhjólum til þess að sporna við þjófnaði. Apple AirTag getur að sögn margra álitsgjafa verið álitlegur kostur í þessum tilgangi. Á sama hátt er hér komin trygging fyrir gæludýr, sem er auðvitað sárt að missa frá sér án þess að fá rönd við reist. Ýmsar efasemdir eru uppi um persónuverndarsjónarmið þegar kemur að AirTags og ljóst að í þeim efnum eru ekki öll kurl komin til grafar. Apple segir að sími manns eigi að fá um það tilkynningu ef hann verður þess áskynja að AirTag sé búið að vera að fylgja manni í ákveðinn tíma. Það á að koma í veg fyrir njósnir með græjunni.
Apple Hjólreiðar Gæludýr Mest lesið Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Sjá meira