Ræddu við fólk sem kveikti eld í og við Heiðmörk Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2021 12:54 Svona var umhorfs eftir gróðureldinn í Heiðmörk í síðustu viku. Óvissustig vegna eldhættu er í gildi frá Eyjafjöllum að Snæfellsnesi vegna þurrks. Vísir/RAX Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ræddu við fólk sem grillaði í Heiðmörk í gær og ungmenni sem kveiktu varðeld við Hvaleyrarvatn í nótt. Óvissustig er í gildi vegna hættu á gróðureldum en yfirlögregluþjónn segir erfitt að banna fólki að nýta sér aðstöðu sem er til staðar. Ákaflega þurrt og sólríkt hefur verið í veðri á sunnan- og vestanverðu landinu í rúma viku og er gróður afar þurr af þeim sökum. Í síðustu viku var lýst yfir óvissustigi vegna hættu á gróðurheldum á svæði sem nær frá Eyjafjöllum að sunnanverðu Snæfellsnesi. Almenningur hefur af þeim sökum verið hvattur til að sýna aðgát með opin eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Mikill gróðureldur kviknaði í Heiðmörk á þriðjudagskvöld sem er talinn sá annar stærsti hér á landi undanfarin fimmtán ár. Áætlað er að um tveir ferkílómetrar lands hafi orðið eldi að bráð. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglumenn hafi farið upp í Heiðmörk í gær og rætt við fólk sem grillaði í upphlaðinni aðstöðu sem er þar. Fólkið hafi verið meðvitað um hættuna og haft með sér vatn til þess að geta slökkt í ef eitthvað bæri út af. „Auðvitað brýnum við fyrir fólki að fara mjög varlega með eld. Það þarf svo ofsalega lítið til að illa fari. Ef að eldur dreifir úr sér um gróður sem er svona þurr er mjög ólíklegt að fólki ráði við það. Ég held að það geri sér ekki grein fyrir hvað það þarf mikið vatn og kunnáttu til að slökkva í þessu. Þetta getur farið úr böndunum á nokkrum mínútum svo að það verður ekkert við ráðið,“ segir hann við Vísi. Erfitt sé að banna fólki að nota aðstöðu sem sveitarfélög og samtök hafi komið upp á svæðinu. Ásgeir hvetur fólk til að fara mjög varlega, gera ráðstafanir ef eitthvað skyldi fara illa og hringja strax eftir aðstoð áður en hlutirnir verða verulega erfiðir. Fari smá glóð af stað geti áratuga vinna við landgræðslu og skógrækt fuðrað upp. Lögregla sinnti einnig útkalli vegna ungmenna sem komu saman við Hvaleyrarvatn og héldu gleðskap í gærkvöldi. Tilkynningin varðaði einnig að þar væri fólk með opinn eld. Ásgeir segir að ungmennin hafi haft skilning á athugasemdum lögreglu og slökkt í eldinum. Gróðureldar í Heiðmörk Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Ákaflega þurrt og sólríkt hefur verið í veðri á sunnan- og vestanverðu landinu í rúma viku og er gróður afar þurr af þeim sökum. Í síðustu viku var lýst yfir óvissustigi vegna hættu á gróðurheldum á svæði sem nær frá Eyjafjöllum að sunnanverðu Snæfellsnesi. Almenningur hefur af þeim sökum verið hvattur til að sýna aðgát með opin eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Mikill gróðureldur kviknaði í Heiðmörk á þriðjudagskvöld sem er talinn sá annar stærsti hér á landi undanfarin fimmtán ár. Áætlað er að um tveir ferkílómetrar lands hafi orðið eldi að bráð. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglumenn hafi farið upp í Heiðmörk í gær og rætt við fólk sem grillaði í upphlaðinni aðstöðu sem er þar. Fólkið hafi verið meðvitað um hættuna og haft með sér vatn til þess að geta slökkt í ef eitthvað bæri út af. „Auðvitað brýnum við fyrir fólki að fara mjög varlega með eld. Það þarf svo ofsalega lítið til að illa fari. Ef að eldur dreifir úr sér um gróður sem er svona þurr er mjög ólíklegt að fólki ráði við það. Ég held að það geri sér ekki grein fyrir hvað það þarf mikið vatn og kunnáttu til að slökkva í þessu. Þetta getur farið úr böndunum á nokkrum mínútum svo að það verður ekkert við ráðið,“ segir hann við Vísi. Erfitt sé að banna fólki að nota aðstöðu sem sveitarfélög og samtök hafi komið upp á svæðinu. Ásgeir hvetur fólk til að fara mjög varlega, gera ráðstafanir ef eitthvað skyldi fara illa og hringja strax eftir aðstoð áður en hlutirnir verða verulega erfiðir. Fari smá glóð af stað geti áratuga vinna við landgræðslu og skógrækt fuðrað upp. Lögregla sinnti einnig útkalli vegna ungmenna sem komu saman við Hvaleyrarvatn og héldu gleðskap í gærkvöldi. Tilkynningin varðaði einnig að þar væri fólk með opinn eld. Ásgeir segir að ungmennin hafi haft skilning á athugasemdum lögreglu og slökkt í eldinum.
Gróðureldar í Heiðmörk Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira